Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.06.1923, Qupperneq 1

Bjarmi - 01.06.1923, Qupperneq 1
BJARMI ■== KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ XVII. árg. Reykjavík, 1. júní 1923. t—* cc I >-* Styrksl pú í náðinni, sem fœst fyrir Jesúm Krist. (II. Tím. 2, 1.). Við skólasetningu 20. okt. 1 922. Erindi eftir síra Ásmund Gtiðmundsson skólastjóra. Velkomin öll, gestir og nemendur. — í dag er lagt á nýjan áfanga eftir sumarhvíld skólans. Er því ekki nema eðlilegt, þótt við samferðafólkið bregðum hönd fyrir augu og reyn- um að skygnasl fram á leið. Okkur langar til þess, að gera okkur það ljóst að einhverju leyti, hvert halda skal, því að okkur nægir ekki það eitt, aö vera á ferðinni. Enda er þess full þörf. Vegur íslenskra al- þýðuskóla er enn óruddur og óvarö- aður. Þó virðist þar móta fyrir einhverj- um leiðarmerkjum og ætla jeg að reyna, að segja yður frá nokkrum þeirra, er bera við frá mínu sjónar- miði. Reynsla annara þjóða ein verður okkur ekki nóg leiðsögn, jafnvel ekki reynsla þeirrar þjóðar, sem alþýðu- skólastefnan nú á tímum er runnin frá og íslendingar hafa lifað í menn- ingarsambandi við um langan aldur. Að vísu geturn við sótt þangað marg- ar mjög góðar bendingar og kynst einlægri viðleitni, iniklum áhuga og heitri ættjarðarást. Fellur það aldrei úr gildi, sem Kristen Kold kennari sagði um fyrsta alþýðuskólann, að hann ælli að kenna fólki að elska Guð, náunga sinn og ættjörð sina. En okkur, sem lifum einangraðir uppi við hrjósturhlíðar, er svo ólíkt farið þeim, er búa á sljettum akur- löndum nærri heimsmenningunni. Við verðurn að leggja einstigi um klungur og ala þá von í brjósti, að sú þrönga braut muni liggja til lifs- ins fyrir okkur. t*að sem sjerstaklega einkennir islenska unglinga, er koma í alþýðuskóla af innri hvöt, mun vera löngunin að fá að vita, þessi heilaga þrá, sem vaknar þegar í fyrstu æsku með óþrjólandi afli. Og innan um má finna, því að kynstofn- inn er góður, svo djúpa hugsun, að reynt er að berjast við sumar ráð- gátur heimspekinnar, sem menn eins og Spinoza og Kant hafa glímt við. Alþýðuskólarnir á íslandi mega í starfi sínu treysta örugt þessari ó- seðjandi löngun. Hún breytist ekki, svo framarlega sem þeir hafa eitt- hvað veigamikið að bjóða henni. En vei þeim, ef þeir gefa steina fyrir brauð, því að þá styðja þeir aðeins að hroka og uppskafningshætti, en fáfræðin helst hin sama, eða meiri. Hjer hentar ekki aðferð, sem tíðkast mjög í mörgum alþýðuskólum er- lendis, sifelt fyrirlestrahald, undir- búningslífið, en vægar kröfur gerðar til nemendanna sjálfra. Slíkt kann að vera þeim vænlegt til hvíldar og hressingar í svip, en holl fæða er það ekki til langframa eins og einn okkar besti skólamaður skrifar ný-

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.