Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.06.1923, Side 2

Bjarmi - 01.06.1923, Side 2
94 B JARMÍ lega, að lifa fyrirhafnarlaust á steikt- um gæsum, sem koma fljúgandi upp í mann. Vlð styrkjumst og þrosk- umst við baráttu okkar fyrir lífinu á ótal sviðum, og hið sama gildir um það, er menn leita sjer mentunar. Enda fæst hún ekki, nema við vinnu og andlega áreynslu. Og svo er það órofalögmál, að mönnum verður það kærast og dýrmætast, sem þeir sjálfir hafa eitthvað tyrir að eignast. Pess vegna er ósegjanlega mikils um vert, að hlúð sje að einbeittu starfi, og nemendunum lærist svo tök á því, að þeir geti haldið því áfram af eig- in ramleik, þegar skólavistinni lýkur og megi aldrei án þess vera að lesa góðar bækur. Kernur skólamentunin að litlu haldi nema sjálfsmentun byggist á henni síðar. Höfum þá vinnuna fyrir eitt af leiðarmerkjunum okkar. Lítið nem- endur á okkur kennarana eins og samverkamenn að námi ykkar. Tök- um höndum saman um það starf, og það mun varna því, að við vill- umst mjög úr leið. Annað sem alþýðuskólarnir verða að hafa mjög fyrir auguin er þrosk- inn, sem nemendurnir öðlast við námið, sálarlíf þeirra breytist að ein- hverju leyti, hugsunarháttur, tilfinn- ingar og viljastefna, og verði breyt- ingin til batnaðar, þá er um mentun að ræða. Hvernig getur sú þróun orðið sem hollust og best? Til þess að gera sjer þess ljósa grein, þurfa kennarar skólanna að stunda sálar- fræði og kynna sjer einkum sálarlífið á unglingsárunum, en styðjast jafn- framt við minningar sjálfra sín frá þeim tímum. Á þeirri þekkingu verð- ur svo að byggjast val námsgrein- anna og innra samband á milli þeirra. Er lijer mikið hlutverk fram- undan, að samræma alla fræðslu betur en verið hefir og miða hana meir við sálarlíf þeirra, er njóta hennar. Frá sjónarmiði nemandanna er það einnig mikils virði að vita það, að uin námsþroskann er enn þá meira vert, en námið sjálft, og að löngunin að fá að vita er aðeins einn þáttur- inn í þrá þeirra til þess, að þroskast sem mest á allan hátt. Reynið að vinna að námi ykkar í anda hennar. Þá er jeg kominn að því, er mestu varðar fyrir alþýðuskólana, eins og hvern skóla. Ber það leiðarmerkið hærra en önnur. Skólarnir verða að efla siðgæði nemandanna og fegurð og festu i skapgerð þeirra. Mentun hugar og hjarta á að fara saman. Til þess að vinna að þessu marki, er í sumum alþýðuskólum höfð kensla bæði i kristnum fræðum og uppeldisfræði, að því er að mönnum sjálfum lýtur. Tel jeg slíkt mikils virði og vildi að tekið yrði upp í fræðslulöggjöfinni, sem væntanleg er á næstunni. Þó er annað meira virði. Það er andrúmsloftið, sem leikur um menn í skólunum. Sje það hreint og hlýtt, þá vinnur það meira gagn en fræðsla. En þá verða skólarnir jafn- framt að vera góð heimili, þvi að þar rikir hollastur andi og auðugast- ur að kærleika. f*eir mega ekki vera stærri en svo, eöa þyngri í vöfum, að þeir geti verið öllum eitt heimili, jafnt nemendum og starfsfólki. Heim- ilisreglur eru fáar, en ákveðnar, og heimilisreglur frjálslegar; byggist sam- lífið á vinarþeli og von um það, að enginn bregðist þvi trausti, sem borið er til hans. Svo geta skólarnir orðið gróðurlindir þess, sem þeir eiga að vera. Hversu mikið er það komið undir ykkur, nemendur, að þessi skóli bjer geli orðið slíkt heimili á komandi vetri. Þið eruð mestur hluti þess, og ykkar vegnar er það til. Reynist nú

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.