Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.06.1923, Side 5

Bjarmi - 01.06.1923, Side 5
BJARMI 97 fremur að skoða sem einn hluta hins sameiginlega allsherjarlífs, þar sem lífshreyfingarnar lúta þeim lögum, sem vjer ráðum ekki yfir nje vitum deili á. Aðeins reynum vjer það, að vjer erum í slíku leynilegu lífssam- bandi. Oss hællir við að gera of mikið úr vitundarlífi voru. Að vísu er sjálfs- vilundin meginþállur persónuleikans, svo mikils varðandi, að lífið getur ekki orðið persónulegt án sjálfsvit- undar. Ennfremur vitum vjer það, að vitundarlífið hefir aðalráðin af vorri hálfu í sambandinu við Guð. Enginn fullorðinn, heilbrigður maður verður Guðs barn af þvi einu, að Guð hefir áhrif á undirvitund hans. Nei, þau áhrif frá Guði, sem leiða til aftur- hvarfs, verða að verka á vilundar- lífið. Og afturhvarf mitt er ómögu- legt, nema með vísvitandi og frjálsu vali frá minni hálfu. En þó er það svo, að oss hættir við að gera of mikið úr vilundarlífi voru. Að minsta kosti er oss tamt að ætla, að vitundin sje eina leiðin inn að helgidómi lífsins. En jafnvel það litla, sem jeg hefi þegar bent á, sýnir oss, að vjer slöndum einnig í leynilegu sambandi við lífið umhverf- is oss. Þetla mikilsverða atriði verður að hafa hugfast, er dæma á um og gera grein fyrir lífi barnsins í sam- fjelaginu við Guð. Barnið er í sam- bandi við umheiminn löngu áður en það hefir nokkra hugmynd um það. Það verður fyrir áhrifum ulan að, álirifum, sem geta mótað gervalla lífsstefnu þess. Undirvitund barnsins dregur daglega að sjer áhrif frá því, sem í kringum það er. Og þegar vit- undin fer að vaxa upp úr undirvit- undinni, munu sjerhver áhrif, sem undirvitundin varð fyrir, eiga sinn þátt í að móta hina vaknandi sjálfs- vitund barnsins. Á þennan hátt eru oss gefin læki- færi lil að hafa áhrif á trúarlíf barns- ins þegar frá fyrstu barnæsku þess. Ekki aðeins með bœnum vorum. Held- ur með andanum. Eins og Guð hefir áhrif á barnið með sínum anda. Svo sem sagt er um Jóhannes skírara, að hann hafi á yfirnáttúrlegan hátt verið fyltur heilögum anda þegar frá móðurlifi (Lúk. 1, 15). Þannig fyllast og vor börn af vorum anda. þess vegna setur andi foreldranna varan- legt mót á andlegt líf barnsins þegar frá fyrstu árum þess. Foreldrar gera sjer það yfirleitt ekki nógu ljóst, hvílíka ógæfu þau baka börnum sínum með veraldlegu og guðlausu, ósönnu og óhreinu hug- arfari, á þeim tíma, er vitundarlíf barnanna er að vakna. Og að hinu leytinu má eins segja, að trúaða for- eldra gruni það varla, hve mikilsverða hjálp þau veila börnum sínum með því einu, að láta þau þegar í fyrstu æsku fá að anda að sjer hreinu og heilögu andrúmslofti guðhrædds heim- ilis. Hverja þýðingu það hefir fyrir andlegan þroska barnsins, og seinna fyrir vakning þess og afturhvarf, — það sjáum vjer ekki til fulls fyrr en á hinum mikla degi. Barnið finnur þá Guð í sínum trú- uðu foreldrum. það er hin fyrsta blessun, sem barnið nýtur af sam- jjelagi heilagra. Litlu smælingjarnir eru sem sje frá skírnarstundinni lim- ir á líkama Krists. Og þó að greinin sje smá, þá ér hún eigi að síður í sambandi við hinar greinarnar. Barn- ið verður þannig fyrir trúarlegum áhrifum löngu áður en það fær nokkra tilsögn í þá átt. Barnið á að finna Guð í foreldrum sinum. Umfram alt á það að finna

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.