Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.06.1923, Qupperneq 8

Bjarmi - 01.06.1923, Qupperneq 8
100 BJAR MI í voru daglega lífi á heimilinum, þá venjast börnin ekki við nærveru hans. Hann verður þeim þá fjarlægur; þau heyra þá aðeins lesið um hann í bókum, eða lalað um hann í kirkju. — Aumingja börnin, sem ekki fá að sjá það, að Jesús sje í og með i dag- legu Hfi foreldranna, bæði í gleði þeirra og sorgum! Vjer eigum að hjálpa börnunum til að finna Guð og reyna hann, ekki aðeins í bænum vorum og guðrækn- isiðkunum, heldur í öllum athöfnum daglega lífsins. Slík ákveðin meðvil- und um nærveru Guðs og að vjer sjeum ávalt frammi fyrir augliti hans, á að vera hin öruggasla vörn barnsins gegn freistingu og synd. Hugsun barnanna er grunntæk. Pess vegna nær freistingin fljótt tökum á þeim, nema þau sjeu í beinu lífs- sambandi við Guð og öðlist á þann nauðsynlegann viðnámsþrótt. 2. Samband barnsins við syndina. Hjer ber þess fyrst að minnast, að syndin er í eðli barnsins. Hún er því samgróin. Frá fæðingunni ber það með sjer afvegaleitt viljalíf, eigingirn- ina. Þetta afvegaleidda, synduga vilja- líf þroskast sjálfkraía, eins og hvað annað hjá barninu. En fyrstu árin hefir barnið enga meðvitund um þenn- an synduga eiginleika sinn. Fulla vit- und um sinn spilta vilja fær barnið ekki fyrr en á þroska-aldri. Meðan það er barn, vantar það hæfileika til að gera greinarmun góðs og ills. Fað styðst við foreldra sína einnig í þess- um efnum. Allan þennan hluta barnsæfinnar ber oss að vera á verði gegn synd barnsins. Það hefir sjálft engin skil- yrði til að heyja þá baráttu. Fyrstu barnsárin eigum vjer að hafa þá bar- áttu á hendi fyrir barnið. Seinna eig- um vjer að stjórna henni, í fyrstu er barnið algerlega athafnalaust. En jafnskjótt og vitund þess vaknar, ber oss að hjálpa því úr athafnaleysis- ástandinu til sjáifviljugrar baráttu gegn eigingirninni. Jeg hefi þegar minst á gildi hlýðn- innar fyrir Guðssamband barnsins-. Hjer vil jeg leitast við að benda á gildi hennar i baráttunni gegn synd barnsins. það er mjög mikils vert, að byrj- að sje sem allra fyrst að temja sjálfs- vilja barnsins. Fái hann að þróasl og vera sjálfráður þangað til barnið sjálft kemsl að raun um hve synd- spiltur hann er, mun þvi rcynast harla torvelt — ef ekki ómögulegl — að vinna bug á sínu einráða og óstýri- láta lunderni. Með því að láta sjálf- viljann sjálfráðann, gefum vjer erfða- syndinni færi á að magnast, og það sem verra er: með þessum hætti veikl- ast viljalif barnsins, svo að það hefir miklu minna þrek til að hamla á móti syndinni, þegar það loksins kem- ur sjálft auga á hana. Sje barnið Iátið agalaust fyrslu árin, venst það á að lifa og láta eft- ir augnabliks-tilfinningum og dullung- um. Það fær sem sje enga æfingu i að láta á móti sjer. Enga æfingu í að afneita eigin löngun og yndi vegna þess, sem meira er um vert. Þess vegna eru þessi agalausu börn svo keipótt og hverflynd, kveinka sjer við hvern minsta sársauka og hafa eng- an hemil á löngunum sínum og ósk- um, hvort sem það nú er góðgæti, leikföng eða skart, sem um er að ræða. Fyrstu árin á aginn að vera í því fólginn, að beita eiginn vilja barnsins svo ákveðnum tökum, að hann verði að láta undan. Reyndar »skilur« barn- ið þetta ekki. En það hefir eigi að síður sín ákveðnu áhrif á viljann. Alveg ósjálfrátt finnur barnið hvað

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.