Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.06.1923, Qupperneq 9

Bjarmi - 01.06.1923, Qupperneq 9
BJARMI 101 um er að vera. Og með reglubundn- um og nærgætnum aga leggjum vjer grundvöll undir hóglátt líf barnsins, — jafnvel meðan það er sjálft á ó- málga-aldri. Hjer sannast orð rilningarinnar: »Sá, sem sparar vöndinn, hatar son sinn; en sá, sem elskar hann, agar hann snemma« (Orðskv. 13, 24). Hve mikið eiga þau börn foreldrum sín- um að þakka, sem fengu vilja sinn beygðan og taminn í tíma! Hvílikur ávinningur, bæði fyrir börnin sjálf og foreldrana! Fresti foreldrarnir ag- anum þangað til barnið er orðið stærra, verða þau að beita miklu þyngri og harðari ráðum, — til miklu meiri sársauka bæði fyrir barnið sjálft og viðkvæm hjörtu foreldranna. »Sá, sem sparar vöndinn, hatar son sinn.« Hve víða þau rætast á vorum dögum, þessi orð. Hinn loppni og lingerði »kærleikur,« sem nú er i mestum notum, er þess valdandi, að jafnvel kristnir foreldrar fara ekki eftir boðum rilningarinnar um barns- agann. Þau þola ekki að heyra börn- in skæla, er þau fá ekki það sem þau vilja. f*að er hörmung að vita um hin mörgu heimili, þar sem agaleysi af hálfu foreldranna hefir gert börnin að þeim óhemjum, sem enginn getur gert til hæfis. Og þó er þelta ekki það versta. Hitt er enn miklu alvar- legra, að með þessum hælti leiða for- eldrarnir elskulegu börnin sín út á lastanna veg. Litið á litla snáðann, þrunginn af bræði; hann sparkar með fótunum, skirpir á mömmu sína og slengir sjer á grúfu niður í gólfið, Þarna sjáið þjer glæpamanninn. Hann vantar ekki annað en orku hins full- orðna. Glæpamanns-skapsmunina hef- ir hann og sýnir þá í verki eins og hann hefir afl til. Það er skylda mfn að halda uppi baráttunni gegn eiginnvilja harnsins mins, þangað lil það kemsl sjálft að raun um, að hann er versti óvinur þess. En þetta láta margir foreldrar sjer ekki skiljast. Þeir haga uppeld- inu ekki aðallega eftir þvi, sem börn- unum er fyrir bestu, heldur því, sem þeim er sjálfum fyrirhafnarminsl og þægilegast. Þeir aga börnin þegar þau raska ró og næði foreldranna. Og þá er aginn oft harður og vægð- arlaus. Annars er honum sleppt, Margir foreldrar hafa óhug á blindri og skilyrðislausri hlýðni barna sinna. Feim finst börnin ekki eiga að hlýða fyrr en þeim er orðið ljóst hvers uegna þeim beri að hlýða. En þella er sprottið af misskilningi. Liila barn- ið á að hlýða skilyrðislaust. Það get- ur ekki skilið neinar ástæður. Þess vegna á að venja það á að hlýða án þess að spyrja hvers vegna. Þetta er litla barninu engan veginn óeðiilegt. Þvert á móti. Á þessu skeiði á það að þroskast í skjóli foreldra sinna og hegða sjer á þeirra ábyrgð. Skilyrðislaus hlýðni harns á þessu reki er vottur um fullkomið traust þess lil foreldra sinna. Þessi hlýðni breytist nú smámsam- an þannig, að i stað þess að vcra skilyrðislaus, byggist hún á vaxandi viti barnsins á boði og banni foreldr- anna. Pá ber foreldrunum að gera börnunum grein fyrir því, hvers vegna þeim er boðið þetta, en bannað hilt. En á kröfunni um hlýðni má ekki slaka. Margir foreldrar ginna börn sín með gjöfum eða loforðum til að gera það, sem þeim er sagt. Aðrir selja þeim fyrir sjónir, hve mjög þau mundu falla í áliti annara barna, ef þau vissu um óhlýðni þeirra. Hvortveggja aðferðin er algerlega óhæfileg. Að ætlast til að eigingirnin leggi hömlur á sjálfræðið, það er sama sem að

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.