Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.1923, Page 14

Bjarmi - 01.06.1923, Page 14
106 É JAftMÍ »Mjer finst það hræðilega langt. En nú fæ jeg bráðum að fara. Ætli það ekki? Jeg er alls ekkert veik, mjer finst jeg hafi aldrei verið veik, að eins þreytt og þróttlítil, og það lagast best heima. Og elsku drengur- inn minn! Hvað jeg hlakka til að sjá hann. Jeg verð að fá að sjá hann!« Og Helga reis til hálfs upp í rúminu. »Jeg veit ekki hvort þjer megið við miklum geðshræringum enn þá«, svar- aði Gróa hægt og ísmeygilega. »Pað væri leiðinlegt, ef yður versnaði úr þessu«. »Gleðin getur ekki gert mjer tjón«, sagði Helga með ákefð. »En leiðindin eru þreytandi og koma í veg fyrir batann sem þjer talið svo oft um. Jeg yrði áreiðanlega albata, ef jeg kæmist til hans Óla míns«. »Þjer fáið það eflaust þegar taug- arnar yðar leyfa«, svaraði Gróa spek- ingslega. »Grímur ræður því reyndar, en jeg ekki«. »það væri gaman að vita hvers- konar maður þessi Grímur er«, sagði Helga. »Grímur er góður vinur mannsins yðar, að því er jeg frekast veit«, svaraði Gróa. »Hann leggur gjörva hönd á margt. Stundum er hann kaupsýslumaður, stundum einskonar lyfsali og nú sem stendur er hann nokkurskonar sjúkrahússsjóri, og alt ferst honum jafn vel«. »Aldrei man jeg eflir að Hákon nefndi hann við mig«, sagði Helga. »Er þetta þá sjúkrahús? Og er jeg eini sjúklingurinn?« »Ekki vil jeg segja að svo sje«, svaraði Gróa. »Hjer er skjól fyrir margskonar menn, þá sem eru of örir á geðinu eða er of þungt i höfði og þá sem þurfa að hvíla sig um stund og hverfa úr hringiðunni, — en nú ættuð þjer ekki að tala of mikið, frú mín góð, það æsir taug- arnar«. »Jeg skal þegja ef þjer gerið bón mína«, sagði Helga og brosti. »Ann- ars hefi jeg ekki þreytt mig á skrafi siðan hjer kom, eins og þjer vitið best sjálf. Jeg þarf að koma línum til góðrar vinkonu minnar og frænd- konu mannsins mins, hún veit auð- vitað ekkert hvar jeg er niður kom- inn, annars væri hún búin að vitja um mig, viljið þjer gefa mjer brjefs- efni og koma svo brjefinu til hennar?« »Það yrði ofmikil áreynsla fyrir yður«, sagði Gróa. »Sei, sei, nei«, hjelt Helga áfram. »Jeg þoli vel að skrifa nokkrar línur, þjer megið ekki neita mjer um þessa einu bón, sem jeg bið yður, jeg full- vissa yður um að yður verður það sjálfri til góðs«. »Hvernig þá?« spurði Gróa. »Jeg bið Guð að launa yður það«, sagði Helga og leit hlýlega til Gróu. »Kunnið þjer ekki þetta erindi: »Vor Guð allra þarfir glögglega sjer, og gleymir ei aumingjans kveini?« Og hvað haldið þjer að jeg sje oft búin að kvaka til hans, síðan jeg var flutt hingað, þvert á móti vilja mínum?« »Jeg kannast við versið«, sagði Gróa. »Mjer var kent það þegar eg gekk til prestsins forðum daga. En það hefir ryðgað eins og íleira mín megin. — Jeg verð líklega að gera þetta fyrir yður, og skil jeg þó ekkert í sjálfri mjer, því bóngóð get jeg eig- inlega ekki talist, og jeg veit að Grím- ur gengi næst lífi minu ef hann kæmist að þessu, — en jeg get ekki neitað yður«. Helga leit brosandi til hennar, og brosið rak burtu þreylublæinn af andliti hennar, sem varð svo gleði- legt og bjart, eins og þegar ský hverf- ur frá sól. »Þakka yður innilega fyrir«,

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.