Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1924, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.01.1924, Blaðsíða 6
2 BJARMI að kristniboð er hið mesta stórræði og því sjálfsagt ofvaxið megni okkar. Um þessar mundir ver mótmælenda- kirkjan a. m. k. 100 juiljónum króna árlega til kristniboðs, enda starfa 20 þús. kristniboðar á vegum hennar víðsvegar um heiðin lönd, og hún verður jafnvel að kosta all-mikinn hluta rúml. lOOþús. »heiðingkristinna« starfsmanna, Eru þar með sfaðhæfingarnar um getuleysi vort rökstuddar? Fulla virð- ingu viljum við bera fyrir orðum Krists og skipun hans, en skyldi hann ekki afsaka oss og veita undanþágu eins og högum vorum er háttað? Mörgum hefir orðið á að afsaka sig, er kallaðir voru til starfs í riki Krists, og oss til aðvörunar fjallaði hann einu sinni um það, hermir Lúkas í 14. kap.; er eftirtektarvert að Jesús nefnir þá að eins þrjá menn, er allir afsaka sig með önnum heima fyrir. — Kröfur Krists virðast okkur máske oft all-harðar, en ekki krefur hann annað en það, sem framkvæm- anlegt er fyrir náð hans. Að óhlýðn- ast Kristi er synd gegn Guði og sjálf- um oss; afsakanir eru morðhnifar, sem orðið hafa mörgum kristnum manni að bana. — Pað er órjúfan- legl lögmál í ríki náðarinnar, að þeim gefur Guð sem gefur; og þeim sem ekki vilja hlýða verður alt tekið frá. »Ókeypis hafið þjer meðtekið; ókeypis skulnð þjer af hendi láta«. Kristniboðið er stórræði, eflaust hið mesta stórræði, sem sögur fara af; mjög er það erfitt og afar kostnaðar- samt. En gefur það ekkert i aðra hönd? Það verða menn að sanna, ef rök- styðja á staðhæfingarnar ofannefndu, sem fullkomlega eiga að afsaka »hlut- leysi« vort íslendinga. II. Kirkjan og kristniboðið. Ekkert borgar sig belur en að vera Drotni hlýðinn. Einu gildir hversu miklir erfiðleikar því eru samfara. Þeim sem honum hlýða hefir Kristur heitið samfylgd sinni — alla daga. Sú vissa er sæl og fyllir hug minn sífeldum fögnuðí, að alvaldur Drott- inn stendur mjer við hlið; engin tor- færa lífsins skelfir mig framar; jeg óttast það eitt að syndga gegn hon- um. Því náð hans er mjer íyrir öllu. Og annara launa óska jeg mjer ekki en blessunar hans og velþóknunar.— Nei, vissulega borgar sig að vera Drotni hlýðinn; um það mun enginn sannkristinn maður efast; stendur á sama hvað skrifstofu-rannsóknir kunna að leiða í ljós. En væri kirkjunni á íslandi nokk- ur hagnaður að því, að fara nú að taka þátt í kristniboði, taka sinn þátt í því mikla starfi, bera sinn hluta ábyrgðarinnar er því fylgir og borga sinn hluta þess mikla kostnaðar? Pað íhugi hver einasti maður og kona er ann högum kirkjunnar með oss. Bágur er hagur kirkjunnar hjá oss eftir ytra útliti; en mun hann batna fyr fyrir það, að við höldum áfram að óhlýðnast kristniboðsskipaninni? Eða mundi hagur kirkju vorrar bág- ari, ef að hún hefði farið að sinna kristniboði samtímis og flestar aðrar deildir mótmælenda kirkjunnar? — Skyldi það hafa staðið söfnuðum vorum mest fyrir þrifum, að þeir vanræktu ekki fleiri skyldur sínar; áhugamál þeirra hafa máske verið altof margvísleg og mikil; fjelags- skapurinn altof fjölbreyttur og ábyrgð- arkend einstaklinganna svo óbærilega mikil, að hún að lokum lamaði á- hugann; og því er nú alt í köldum kolum? í öllum prótestantiskum löndum — að íslandi einu undanteknu — hafa kristniboðsfjelög starfað um langan aldur. Er við nú ræðum hvort

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.