Bjarmi - 01.01.1924, Blaðsíða 16
VI
BJAKMt
Eiginlega er það eini árangurinn, sem
mjer er unt að benda á eftir eríiði
þessara fyrstu tveggja áranna i Kína,
og líklega þýðingarmestur. Lengi mun
mjer þó finnast það merkasti við-
burðurinn, er jeg fyrir rúmu hálfu
ári lijelt fyrstu »töluna« mína á kín-
versku; sem betur fer hlustaði ekki
prófdómarinn á mig í það skiftið;
jeg held tilheyrendur mínir hafi skil-
ið hvað jeg fór með, því að jeg tal-
aði um Jesúm, og jeg held í anda
hans. Þá varð jeg svo glaður (því
get jeg ekki leynt, þó ykkur finnist
jeg hálf barnalegur) að það held jeg
að jeg hafi glaðastur verið. Jeg lofaði
Guð og fanst mjer jeg bráðum hafa
klifið kínverska »múrinn.«
Gefi Guð mjer heilsu fæ jeg máske
að líta inn fyrir »múrinn« árið þetta,
sem nú fer í hönd. Líklega verður
mjer falið að þjóna söfnuði þeim,
sem O. M. Sama kristniboði, stofnaði
hjer fyrir 30 árum, elsta söfnuði fje-
lags okkar, með tdheyrandi 8 út-
stöðvum. Eftir nýár hverfur Sama
heim aftur alfari; hann er nú rúm-
lega sextugur og hefir eytt hálfum
hluta aldur sins i Kína; þess eins
kveðst hann óska sjer; að hann gæti
unnið að kristniboði aðra þrjá lugi.
Kenslastörf
hefi jeg ofurlítið fengist við, eins og
að undanförnu, í norska skólanum,
6 stundir á viku; í kennaraskóianum
kínverska og miðskólanum hefi jeg
veitt tilsögn í söng og organspili; sið-
an í haust hefi jeg kent kristin fræði í
öðrum bekk barnaskólans, 14 drengj-
um. Ánægjulegra starf er ekki unt að
hugsa sjer en að segja heiðnum hörn-
um frá Jesúm, og því held jeg fylgi
sjerstök blessun. »Látið börnin koma
til mín« sagði hann, barnavinurinn
mesti. Já, að því viljum við vinna!
Kristnirforeldrar, slyðjið kristniboðið:
hugsið til barnanna mörgu, sem al-
ast hjer upp í heiðnu þjóðfjelagi án
Jesú. Vilduð þið koma börnum ykkar
fyrir á heiðnu, kínversku heimili og
láta þau alast upp undir sömu kring-
umstæðum og flest kínversk börn?
Vinnum að því að börn Kinverja fái
tækifæri til að koma til Jesú, því
hann einn megnar að frelsa líf og
sál. Ólafur Ólafsson.
Kvtttniiir. Bjarma, 17. árg., hafa greitt
síðan seinast var auglýst.
A. B., Hnappstöðum; A. F. Seyðisf.; A.
K. Víðivöllum; A. S. Laugarnesi; B. E.
Hrafnabjörgum, 2; B. S. Fáskrúðsf.; D.
M. Rúgeyjum; E. K. Reykjarf. (11 eint).,
E. S. Lambavatni; G. A. Syðri-Löngumýri;
G. G. Húsum; G. E Geithellnum (17.—18.);
G. G. Norðfirði. (20 eint.); G. J. Kálfafelli,
Másstöðum og Fagurhól; G. J. Görðum,
10 eint.; G. Ó. Miðsandi; G. P. Reyðarf.,
(6 eint.); G. K. Hrútsholti; G. S. SiglufirðiJ
(44 eint.), G. P. Hvammi; í. J. Höll; H.
O. Hattardal; J. G. Eiðsstöðum; J. J.
Brekknakoti; J. Ó., Vatneyri; J. P. Iiaust-
liúsum; K. G., ísaf.,(15 eint.); K. B. Grund,
(18. árg.); K. J. Jódísarstöðum; L. K- Dals-
mynni; M. B., Keflavík; M. P., Patreksf.,
(2 eint.); Ó. J., Hvallátrum (3 eint.); S. B..
Skógum; S. J.; Akureyri, (47 eint,); S. G.,
Örmsstöðum, (3 eint.); S. P., Dálksst., (7
eint.); V. J., Fremri Bakka; P. G., Prests-
bakka; P. P., Úlfsstaðahjál. — 15.—17.
árg. Á. F., Hólmlátri; H. K., Múla; J.
G. , Norðfirði; Ó. Ó., Áshól; P. M., Melum;
H. Ó., Geldingaá; H. J., Krossi; E. A.,
Krossi. — 16.—17. árg. A. G., Helgavatni;
Á. J., Höskuldsst.; B. B , Hlíð; B. E., Háisi;
B. B., Laufási, (2 eint.), E. F., Borg; E. Th.,
Reykjarfirði; E. Á., Breiðabólss. 6 eint.; G.
J., Pálsseli; G. E., Sjöundá; J. J., Sútara-
stöðum; J. G. Digranesi; lllugastöðum;
Kvennabrekku; K. B., Dynjanda; K. E.,
Hólum; Ó. I., Hellishólum; S. B., Hólm-
um; P. M., Hvammi; P. N., Klofastöðum;
P. Ó., Hraunsnefi; P. F., Knararhöfn; H.
G, Svangi, — 17. árg. P. J., Borðeyri 5
eint.; P. O,, Ytra-Hólmi; P. P., Jörfa; G.
H. , Víðivöllum 4 eint.
Útgefandi Signrbjörn Á. Gíslason,
Prontsmiöjan (jultíuberg.