Bjarmi - 01.01.1924, Blaðsíða 8
i
BJARMÍ
isi oftlega erfitt. t*aö færir heiminum
sönnun þess, að trú vor er Iifandi
og vilji vor helgur.
Laohokow, 30. sept. 1923.
Ólafur Ólafsson.
Jöhannesarguðspjall.
í fyrsta árgangi prestafjelagsritsins
standa »smáathaganir um eöli og til-
gang« Jóhannesarguðspjallsins, eftir
Magnús Jónsson, dósent. Ritsmiði það
er mjög skipulega samið og eftirtekta-
vert, þó nýmæli sjeu þar engin; höf.
virðist hafa farið mjög eftir skýring-
um próf. Wredes. En því er það eft-
irtektavert, að höf. klæðir ekki skoð-
anir sínar í dularbjúp, heldur segir
hreinskilnislega og einhliða frá skýr-
ingum nýguðfræðinnar, svonefndu, á
þessu efni. Hann segir m. a.;
»t*að fyrsta, sem vjer verðum að
venja oss við, er það, að þetta »guð-
spjall« er í raun og. sannleika alls
ekki guðspjall. — Það er guðspjall
frá formsins hlið. En frá efnisins hlið
hvorki er það, nje ætlast til að vera
skilið sem guðspjall í hinni venjulegu
merking, þ. e.. æfilýsing Jesú«. — Og
ennþá síður er það guðspjall í hinni
eiginlegu merkingu, þ. e. guðinnblás-
ið evangelium, heldur blátt áfram
skáldskapur, sem alveg skorlir sval-
andi veruleikablæ«, — ef nokkur
veruleiki finst í getgátum nýguðfræð-
inga.
Það er svæsnasta árásin á Jóhann-
esarguðspjallið, sem fram hefir kom-
til þessa dags; og hana hyllir höf.
fyrnefndrar ritsmíðar, þó hann gefi í
skyn, að hann sje að hjálpa mönn-
um til að »svara mótbárum gegn því
(guðspjallinu) og árásum«. — Þólt
nýguðfræðingar hafi eitthvað gott að
segja um Jóhs.guðspjallið, er tómhljóð
í Iofi þeirra. Eftix að hafa rænt guð-
spjallið guðdóms- og eilí fðar-gildi
þess, hvað þýðir svo að vera að
skreyta það fölskum blómvöndum
vizku þeirrar, er heimurinn hyllir í
dag, en hafnar á morgun«?
í formála Nýjatestamentisþýðingar
sinnar ritar Lúter á þessa leið uin
Jóhannesarguðspjallið:
»Jóhannesarguðspjall og Pálsbrjefin,
einkanlega Rómverjabrjefið, og fyrsta
brjef Pjeturs, er eiginlegur mergur og
kjarni allra bóka Nýjatestamentisins.
Par heyrir maður ekki mikið sagt
frá starfi Krists nje kraftaverkum
hans. En á alveg meistaralegan hátt
er frá því skýrt, hvernig trúin á Krist
sigrar synd, dauða og glötun, og veit-
ir líf, rjettlæti og sáluhjálp. —
Pví ef annaðhvort vantaði verk
Krists eða kenning hans, gæti jeg
fremur án verið verka hans en kenn-
inganna. Pví verkin mundu ekki
koma mjer að liði, en orðið hans
vissulega eins og hann hefir sagt
sjálfur í Jóhs.guðspjallinu 5, 25. Af
því Jóhannes ritar svo lítið um verk
Jesú, en mikið og mestmegnis um
prjedikun hans — er bók hans hið
eina rjetta og fagra meginguðspjall,
sem tekur hinum langt fram og er
þyngst á metum.
Summa: Guðspjall Jóhannesar og
fyrsta brjef hans, Pálsbrjefin, einkan-
lega Rómverjabrjefið, Galatabrjefið og
Efesusbrjefið,. ásamt fyrsta brjefi Pjet-
urs, eru þau rit, sem sýna þjer Iírisl
og kenna þjer alt, sem sælt er og
gagnlegt að vita —«.
Eina leiðin til að skilja Guðs orð-
ið og njóta gæða þess er, að lesa það
með leiðsögu þess anda, er forðum
knúði helga menn til að rita það. —
»Der des Dichters Buch verstehen
will, musz in’s Dichters Land gehen«.
Leikmaður.