Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1924, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.01.1924, Blaðsíða 15
BJARMI 11 og ljót uns hún fellur í Genfervatnið. Rar hreinsast hún og kemur þaðan svo tárhrein að sólargeislar og lit- hrygði himins speglast í henni. Óhreina mórauða vatnið, sem þjer sjáið, er áin Arví, hún rennur í Rhone fyrir neðan Genfervatn. Arví kemur úr jöklum Alpafjalla alveg eins og Rhone, en hún fer ekki í Genfervatnið og hreinsast því ekki. — Rhone minnir mig á mann, sem hreinsaður er orðinn af blóði lambs- ins. Að eðlisfari var hann öðrum líkur og hefði aldrei breyst, ef hann ekki hreinsast í dýrmætu blóði Jesú. — Og þá ættum vjer sem hreinsuð erum í blóði lambsins að endurspegla dygðir hans, sem keypti oss handa Guði með blóði sínu«. Þann dag, er jeg stóð á bakkan- um, hafði jeg ekki sjálf reynt hreins- unarkraft blóðsins, en áður en ár var liðið fæddist jeg til lífsins fyrir orðin dýrmætu: »Blóð Jesú Krists Guðs sonar, hreinsar oss af allri synd«. — Síðan eru liðin um 20 ár, og jeg hefi margreynt að þetta hlóð hefir og afl til að varðveita mann að- skilinn og óflekkaðan af heiminum. S. G. þýddi úr norsku. Arsskýrsla 1923. »Stattu upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drott- ins rennur upp yflr þjer! Pví sjá, myrkur grúflr yflr jörð- inni og sorti yfir þjóðunum. — Heiðingjarnir slefna á ljós þitt.« — Jes. 60. »Jeg er ljós heimsins.« — Jóh., 8. 12. Er ekki indælt samræmi á milli þessa orða gamla og nýja testament- isins? Stendur ekki reynsla allra, sem í trúnni lifa, dásamleg vel heima við þau? Er jeg vaknaði af svefni og reis upp úr ruslakistu kæruleysisins, sann- aðist á mjer fyrirheiti Guðs orðsins: Kristur mun lýsa þjer. — Ef. 5, 14. En fyrst eftir að »jeg kom til ljóss- ins« skildist mjer ógn myrkursins, skelfing þess sorta sem yfir heiðn- inni grúfir, og yfir öllum þeim, sem án Jesú eru. Þá vaknaði hjá mjer löngunin eftir »að vitna um ljósið til þess að allir skyldu trúa«; því að dauði ríkir í myrkrinu en í ljós- inu líf. — Stattu upp, skín þú! Fyrir löngu kom boð það frá Guði til lýðs hans. Það er hið háleita og helga hlutskifti safnaðarins — kirkjunnar, að vera ljósberi Guðs. Það varðar alla meðlimi hennar: Bpannig lýsi ljós yðar mönnunum; verið börn ljóssins (I. Ress. 5,5) og vottar Ijóss- ins (Matt. 5, 16). Pyngsta þrautin. Fyrstu tvö ár kristniboðans í Kína eru náms ár og að mörgu leyti reynslutími. Aðal námsgreinin er auðvitað mál- ið, sem útheimtir mesta ástundun og þrautsegju. Öllu torskildara er þó þjóðlífið kínverska. Ekki þarf kristni- boðinn að búast við miklum árangri af erindisrekstri sínum takist honum ekki að kynna sjer hugsunarhátt og siðvenjur Kínverja; en að því er ekki auðhlaupið. Viðbrigðin öll reyna þá án efa öllu mest á kjark og krafta. Veðurátta og aðbúð f Kína hefir rænt margan Vesturálfumann heilsu og lífi. En til að lifa kristnu lífi í heiðnu landi þarf andlegan þrótt, sem Guð einn gefur. Að vera Drolni trúr er þyngsta þrautin. Að lclifa y>múrinn.« Um þessar mundir er jeg að búa mig undir annað próf í kínversku og lýk máske þriðja prófi fyrir jól.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.