Bjarmi - 01.01.1924, Blaðsíða 10
6
BJARMI
sjálfum höf. nýja testamentisins. —
Prófessorinn segir í fyrnefndum rit-
dómi: að bókin sje einkar hentug
fyrir kenslubók í skóla, — og finnur
það að bók Jóns Helgasonar fyrver-
andi prestaskólakennara, að hún sje
úrelt eftir 17 ára tíma, hvað þá heldur
fræði Lúthers, eftir því nær 400 ár.
En nú liggur næst að spyrja próf.
H. N. — er Guð þá umbreytingu
undirorpinn — að það skuli geta orðið
úrelt, sem bygt er á orði hans, —
þess Guðs, sem út gaf lögmálið, og
sem vjer vitum og trúum, að sje
eilífur og óumbreytanlegur, og segir
ekki Kristur: »að hinn minsti bók-
stafur lögmálsins skuli ekki úr gildi
numinn«, og að hann sje »ekki kom-
inn til að uppleysa, heldur uppfylla
það«, svo að það er mjög hætt við,
að við þessa nútíma spekinga verði
sagt líkt og Fariseana forðum: »þjer
villist og þekkið ekki ritningarnar«.
Jeg vona, að allir greindir og gætnir
alþýðumenn láti ekki hrekja eða af-
vegaleiða sig af þeim eina og rjetta
vegi sannleikans, sem Jesús Kristur
hefir vísað oss, og látið vísa fyrir
munn sinna postula, er þeir hafa oss
skrifað eftir sig látið, og sem er á
fastari rökum bygður en svo, að
nokkrir nútíma spekingar fái honum
raskað; því jeg held þar um mætti
segja, sem skáldið kveöur: »þeim líðst
svo sem hann — lofar framt, lengra
komast þeir ekki«, og betra er prest-
laus að vera, heldur en hafa þann
prest, sem innleiðir í söfnuð þann er
honum er á hendur falinn meira van-
traust og ýmsar trúarvillur hinnar
mannlegu speki, heldur en Guðs
hreina og ófalsaða orð, eins og það
boðast oss i heilagri ritningu; og ber
sjerstaklega nauðsyn til að vara hina
uppvaxandi kynslóð við slíkum voða.
En hvað rjettmæti kenningar þeirra
viðvíkur, sem biblían beðar oss, læt
jeg mjer nægja, að tilfæra það, sem
Páll postuli segir: »En þó að vjer
eður engill frá himnum boðaði yður
náðarlærdóminn öðru vísi, en jeg hefi
kent yður, hann sje bölvaður, og það
læt jeg yður vita, bræður, að sá lær-
dómur. sem jeg kendi, er ekki af
mönnum, því hvorki hef jeg numið
nje lært hann af mönnum, heldur
fyrir opinberun Jesú Krists«.
Enn fremur langar mig, að minn-
ast lítið eitt á andatrúna eður dul-
speki eða hvað það er nefnt; vjer
erum svo ókunnir þar, að vjer vitum
ekki hvernig sá vísdómur er fram-
leiddur, en heyrt höfum vjer, að það
gerist í myrkri eða dimmu, og sje
svo, getur maður ímyndað sjerhvaðan
sú speki hefir uppruna sinn, því eitt
er víst, að ekki er hún frá Guði, því
hann er Ijós og ekkert myrkur er í
honum. En sje það nokkuð, þá skyldu
menn halda, að myrkrahöfðinginn
framleiddi þar einhverja dulspeki til
að styrkja þá í vantrúnni, líkt og
Sál konung forðum. En eitt er víst,
að þeir sem hyggja á þvílíka speki
fá aldrei að vita helminginn af því
sem satt er, og furðar mig stórlega,
að hámentaðir menn skuli geta gert
sig svo auðvirðilega að leggja nokk-
urn trúnað á slíkan hjegóma — eða
vanvirða íslenska tungu með þvílíkum
ósóma, í ræðu og riti, og jeg get, að
trúarskáldinu okkar góða, mundi
ganga það til hjarta, mætti hann líta
upp af gröf sinni og litast um, og
mjer finst ekki illa til fallið, að enda
mál mitt með sjálfs hans orðum:
»Gefðu að móðurmálið mitt,
minn Jesú pess jeg beiði,
frá allri villu klárt og kvitl
krossins orð pitt útbreiði
um landið hjer lil heiðurs pjer,
helst mun pað blessun valda,
meðan pín náð lætur vort láð
líði og bygðum halda.
Kristján Jónsson
frá Hælavík.