Bjarmi - 01.01.1924, Blaðsíða 9
BJARMI
5
Viðbót ritstjórans. Af vangá ritstjór-
ans hefir grein þessi legið alllengi ó-
prentuð. Er hinn háttvirti höfundur
beðinn afsökunar á því. Hins vegar
er harla timabært að vara við árás-
um sumra guðfræðinga vorra á Jó-
hannesarguðspiall. — Nýmæla guð-
fræðin eða efasemdastefnan ræðst
harðar á ritvissu þess og sannleiks-
gildi en á nokkurt annað höfuðrit
Nýjatestamentisins, en samt er ógnar
fjarri sanni að þar sjeu allir sjer-
fræðingar sammála. Árið sem leið
komu út t. d. 2 bækur hjá frændum
vorum er fjalla um þau efni, og stað-
festa báðar ritvissuna eða gamla
skoðun kristninnar. Onnur bókin
heitir Johannes Evangeliets Egthet
eftir Sigurd Odland prófessor, líklega
lærðasta guðfræðing Norðmanna á
vorum dögum, hin er Indledning til
det Ny Testamente eftir Fr. Torm
háskólakennara i Kaupmannahöfn,
vitnar hann þar í nýjar eða nýlegar
bækur 14 sjerfræðinga þýzkra, enskra,
franskra og sænskra, er allar stað-
festa ritvissu Jóh.guðspjalls.
Sókn og vörn,
Það hefir verið sagt um oss Horn-
strendinga, að við værum á eftir tím-
anum í öllum framförum og nútíma
mentun, og sumir hafa máske sett
oss á bekk með Eskimóura að mentun
og hyggindum. Að sönnu neita jeg
því ekki, að margt kunni að vera í
því verklega, sem er á eflir tímanum,
og sem betur færi, að breytt væri á
aðra leið, en hitt megum vjer þakka
Guði, að vjer erum lausir við allan
þann hringlanda, sem kominn er inn
í hinn hreina og áreiðanlega trúar-
lærdóm, sem oss er birtur og kendur
f heilagri ritningu, því hvorki anda-
trú nje nýja guðjrœðín fá hjer inni;
miklu heldur eru þess háttar kenn-
ingar hafðar hjer að gamansögum og
til að hlæja að. Því hvort sem það
er prófessor i guðfræði eður heim-
speki, prestaskólakennari eður dócent,
þá vita þeir ekkert meira í hinum
leyndardómsfullu ráðsályktunum hins
eilífa og alvísa — heldur en hver
greindur og gætinn almúgamaður —
því holdlegur maður skynjar ekki
hvað Guðs anda er, — jafnvel þótt
það sjeu prófessorar og dócentar —
enn þessir andlegu vesalingar þykjast
geta rannsakað Guðs leyndarráð grand-
gæfilega, og þegar holdlega skynsemin
með öllum grillum sinum og grufli
er komin of langt og hana tekur að
sundia, þá fara þeir að hlaða í kring
um sig ýmsum ágiskunum og get-
gátum og segja: Svona mun það vera
og svona hlýtur það að hafa verið.
Jeg veit ekki hvort það er rjett af
kirkjumálastjórn vorri, að nota slíka
fræðara, fyrir þá sem eiga að lýsa
Guðs söfnuði hina rjettu leið til Jesú
[ Krists, því að af andlega vanheilum
kennifeðrum má búast við andlega
vanheilum lærisveinum. Jeg hefi sjeð
bók prófessors Haralds Nielssonar,
sem ætluð er til liúslestra, og hefi
jeg ráðlagt öðrum að skifta sjer ekki
af henni, því jeg álít hana engum
til nytsemdar í þvi, sem mest á ríður.
Sömuleiðis hefi jeg lesið ritdóm próf.
H. N. ný-útkominn í »Lögrjettu« um
bók er dócent Magnús Jónsson hefir
gefið út, og ef bókin hljóðar sam-
kvæmt ritdómi prófessorsins — sem
engin ástæða er til að efa — þá fer
nú heldur að kasta tólfunum, þvi
þar er gagnrýnt alt nýja testamentið
og fært af þeim stofni er það hefir
staðið á nær því 19 aldir — ekki að
tala um neinar staðhæfingar, þvi að
dócentinn hefir sjálfsagt fengið vitn-
eskju um þetta i opinberun, líkl. frá