Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1927, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.05.1927, Blaðsíða 5
B J A R M I 113 Þeir, sem Drottinn sendir. »Ó, að orðin af munni mínum yrðu pjer þókn- anleg og hugsanir hjarta mins kæmu fyrir þig, þú Drottinn, hellubjarg mitt og frelsari«. Sálrn. 19., 15. Hingað austur hafa borist raddir um það, hvernig sendimenn Drottins eigi að vera. Það er málefni, sem er vel þess vert að vera rætt og athug- að, þó nú standi sakir svo, að sitt sýnist hverjum. Og það er líka gott að iita á málin frá öllum hliðum, því að með þvf er hægast að byggja þau á traustum grundvelli. En fyrir Guðs náð höfum vjer tryggan grund- völl að reisa trú vora á, hann hefir staðið um 19 aldir og er Jesús Iíristur. — I hvaða anda vilja preslarnir flytja fagnaðarerindið, ef þeir neita guð- dómi Krists og friðþægingu hans? Fer þá ekki að draga úr fagnaðar- boðskapnum? Verður þá ekki aðal- kjarniun siðferðiskenning, sem að mörgu leyti er reist á mannasetning- um og jafnvel eigingirni? Er ekki hætl við að þeir preslar, sem neita meiri hluta biblíunnar, verði helst til að miða ræðurnar meira eða minna við sjálfa sig og sínar kringum- slæður, eða þá að dæma söfnuðinn? Á sl. sumri birtist ræða í Bjarma eftir ungan prest, síra Gunnar Árna- son, með yfirskriftinni: »Þeir, sem Drottinn sendir«. Ræðan vakti eflir- tekt, því hún var töluvert á annan veg en ræður yngri prestanna eru alment. Hún var þrungin af ást, auð- mýkt og trúnaðartrausti til Drottins. Hún mun hafa snert viðkvæma strengi i hjörtum margra manna. Ræðan var að nokkru töluð til presta, guðfræðinema og guðfræði- deildar Háskólans. Hann talaði líka um sjálfan sig og samvinnu í söfn- uðinum. En aðal-efnið var að benda á, bverjir væru hæfir þjónar Drott- ins og hvaða skyldur þeir hefðu að rækja. Hann vill að prestarnir sjeu góð fyrirmynd í söfnuðunum í orð- um og athöfnum. »Tíminn« flutti athugasemd við þessa ræðu um sl. áramót, eftir stud. theol. Benjamin Kristjánsson. Hann talar um að sira G. Á. sje áhuga- samur uin það, að þjóna Drotni sín- um sem best og segir meðal annars: »Enginn efast heldur um það, sem þekkir síra Gunnar, að hann hefir mikla þrá til að verða guðsriki til gagns og honum er kristindómur ekkert ljettúðarmál«. — En þrátt íyrir þessi ummæli misskilur B. K. síra Gunnar svo, eða öllu heldur snýr svo út úr orðum hans, að það gengur guðlasti næst. í orðum B. K. finst hvorki hrein ást, auðmýkt nje trún- I aðartraust til Drottins. Hann segist hvorki ætla að biðja Guð nje menn fyrirgefningar á þvi, sem hann vildi segja, »því að hvað menn snertir, þá þykist jeg hafa fullkomna heimild til að hafa hverja þá skoðun á mál- inu, sem mjer virðist sönnust og rjetlust, en hvað Guð snertir, þá er tvent til: Annaðhvort hefir hann gefið mjer vitið eða hann hefir ekki gert það. Ef hann hefir ekki gert það, þá skil jeg ekki hvaða rjett hann hefir til að skifta sjer af mínum skoðunum. Hafi hann hins vegar gefið mjer vitglóruna og hún reynst harla skeikul, þegar jeg vil vera einlægastur í að leita sannleikans, þá veit jeg ekkert hvor okkar ber meiri ábyrgð, og hefi ekki hugmynd um, hvorum beri frekar að fyiirgefa: Guð mjer eða jeg Guði«. Þannig skrifar Benjamín Kristjáns- son. Vonandi á hann eftir að skynja hvað Guðs anda er og þreifa á hand- leiðslu Drottins. Guð er máttugur að

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.