Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1927, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.10.1927, Blaðsíða 7
B J A R M I 203 að inna af hendi verk kærleikans — og þá er áreiðanlega stærsti sigurinn unninn«. Tímum saman sat Helga hjá rúmi sjúklingsins með Nýja-testamentið opið i kjöltu sinni, hún var að bíða eftir því að rofaði til i myrkri hug- skotsins, svo að hún gæti smeygt Ijósgeisla úr Guðs orði þangað inn. En tækifærið kom ekki og tíminn leið. Dauðinn fer ekki að mannvirðing- um og ekki sneyðir hann hjá auð- mönnunum. — það var einkennilegt fyrir okkur, fátæku hjónin, að horfa á ríka manninn, ljemagna og bjargar'- vana á vegum okkar, og að öllu leyti á okkar valdi. Hann lá þarna hrær- ingarlaus, líkt og biluð vjel eða út- gengið sigurverk, og við hlustuðum á óráðshjal hans, lítt skiljanlegt, en af því rjeðum við þó að nú var hann staddur á fornum stöðvum liðinnar æfi. Hvað þar fór fram gátum viö ekki vitað, og við hirtum ekkert um að vita það. Ef til vill fóru hjer fram reiknings- skil lokadægranna, og þau voru okk- ur óviðkomandi. Hitt sáum við, að stríðið var erfitt, — umliðnar stundir gela líklega orðið harðar í horn að taka, augnablikin kunna, ef til vill, að safna liði og vega að samvisk- unni, og þá geta hvorki auðæfi eða metorð komið að nokkru liði. Seinasti dagurinn kom. Það brá af Birni undir kvöldið. Helfróin er oft lík logni á eftir stormi. Svo fór hjer. Björn leit upp og augun urðu furðu skýr. »Hvar er jeg?« spurði hann lágt. Helga sagði eins og var. »Er það Helga?« sagði hann þá. »Já, Björn minn, það er hún«. »Komdu sæl«. Hann rjetti henni titrandi, aflvana hönd. Hún tók hlý- lega utan um höndina og tylti sjer á rúmstokkinn. »Hvernig líður þjer?« spurði hún. »0 — ekki vel« sagði hann mæði- lega og bljes þungan. »Jeg er svo þreyltur. — Jeg var á ferð — og jeg sá svo margt — ljótt var það flest alt! — Og nú er jeg á Núpi — o- jæ-ja! — Þú hefir unnið — jeg hefi tapað — þú — ert góð — jeg er vondur — jeg á ekki skilið að mjer — verði fyrirgefið — en jeg vona þó —«. Hann þagnaði örþreyttur og lokaði augunum. Helga strauk henuinni um höfuð hans og hvíslaði i eyra hans: »Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vjer og fyrirgefum vorum skuldu- nautuin«. »Æ, já!« Þungt andvarp leið upp frá brjósti hins þjáða manns. — — »Lestu — eitthvað — fallegt«. Og Helga las fyrir hann um vin syndarans, um hann, sem kom til þess að leita að þeim týndu og frelsa þá. Hann, sem einn getur veitt sjúk- um sálum græðslu, grið og gleði. Hún las um frelsarann, Drottinn vorn Jesúm Krist. Og á meðan hún las, losnuðu bönd af sekri mannssál. Björn var örendur í rúminu. Á andlitinu hvildi ró og friður, rjett eins og huggun Guðs orða hefði náð valdi á sálu hans, seinustu augna- blikin. Helga signdi bann dáinn. Svo leit hún á mig með tárin í augunum og sagði: »Guði sjeu þakkir, sem gefur oss sigur fyrir Drottin vorn og frelsara Jesúm Krisl«. [Endir]. Auk þess sem áður er getið, verður rætl um kirkjugarða á sóknarnefnda- fundinum i Reykjavík i haust. Erlendur Magnússon, bóudi á Kálfatjörn, verður málshefjandi.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.