Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1927, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.12.1927, Blaðsíða 3
B J A R M 1 231 urður Halldórsson trjesmiður og Jó- hannes Sigurðsson prentari, allir í Rvík; er það hennar hlutverk, að hlutast til um, að aðkomnir fundar- menn, sem þess óska, geti fengið ó- keypis gistingu meðan þeir dvelja á Reykjavíkurfundinum að hausti. Aö lokum kvaddi fundarstjóri fund- armenn hlýlega, og síðan var fundi slitið með sameiginlegri bænagjörð og sálmasöng. Gengu þá nálægt 70 fundarmanna niður í dómkirkju og voru þar til altaris. Sra Bjarni dómkirkjuprestur flutti skriftaræðuna, en báðir prestar kirkjunnar úthlutuðu kvöldmáltíðinni. Eftir kvöldverö komu fundarmenn enn saman í húsi K. F. U. M. og dvöldu þar við kaffidrykkju, ræðu- höld, söng og myndasýningu fram til miðnættis. Til kristniboðs var gefið á fundin- um, samkvæmt u'ppástungu sra Ror- steins Briem’s, varð upphæðin 105 kr. 61 eyrir, og er hún þegar farin áleiðis til Kína. Skilnaðarræðuna flutti sra Árni Björnsson prófaslur í Görðum og sagðist vei. En innilegt þakklæti til Drottins var mörgum í hug. — Hann hafði gefið oss góða og ógleymanlega daga. Fundinn sóttu alls, þótt ekki væru allir alla dagana, nál. 60 fulltrúar safnaða og kirkjulegra fjelaga, auk 45 guðfræðinga, (biskup, 2 guðfræðis- kennarar háskólans, 18 þjónandi prestar, 5 uppgjafaprestar, 4 guð- fræðiskandídatar og 15 guðfræðis- stúdentar), ennfr. allmargir gestir. Austan yfir heiði komu fleiri en áður, og af Snæfellsnesi komu 3 prestar og 2 leikmenn, en aðalfjöldinn var úr sömu hjeruðum og á fyrri fund- unum. Þegar skilnaðar-samsætið er talið með, tóku 45 fundarmenn til máls uui 120 sinnum samtals. Tóku leikmenn mikinn þátt í þeim ræðuhöldum og töluðu allir í ein- dregnum vinarhug til kirkju- og kristindóms. — Ymsir aðkomnir full- trúar sögðu á' eftir, að þeir hefðu aldrei átt jafn ánægjulega og minnis- stæða daga í Rvík, sem þessa fund- ardaga. Hjer fara á eftir Ijóð, sem 2 fund- armenn gjörðu skilnaðarkvöldið, og munu þau sýna hug flestallra fund- armanna. Skylt er aö þakka pcssa stund þeiru, sem öllu ræöur. Pjer hafiö rjett mjer hlýja mund liugum kæru bræður. Leiði yður alla lífs um stund lífinu sá, er ræöur og græði hverja angurs und ykkar kæru bræöur. Nauösynlegt er nú í þörf nóg að ljósin skíni alheims Drottinn yðar störf öll meö blessun krýni. Pótt að mætum árás oft undan hvergi snúum. Hefjum merkið hátt á loft hans, sem á vjer trúum. Guðl. Guðnmndsson. Lofum Guð fyrir liðnar stundir lofum Guð fyrir þenna dag. Veiti Guð að gerðir fundir glæöi sátt og bræðralag. Lofum Guð fyrir ár og öld, árdagsstund og þetta kvöld. Regar lífsins þrýtur stundin þrá vjer megum æðsta fundinn. Pórður Kárason. Bladndeila er risin út af grein sra Guð- mun»ar á Pingvöltum, er Bjarmi birti í haust. Sra Hálfdán á Mosfelli hefir svarað honum í »Verði« og fengið svar aftur. — Spaugilegt að nú má enginn nefna að guðfræði-prófessorarnir reyni að hafa áhrif á lærisveina sina.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.