Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1927, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.12.1927, Blaðsíða 7
B J A R M I 235 ingar vilji fá að setja fram sínar skoðan- ir andmœlalaust. Andmæli eru eðlileg við hverju nýmæli. En nýguðfræðingar gera kröfu ti), að ekki sje snúið út úr orðum þeirra, að þeim sje ekki brugðið um al- vöruleysi og trúleysi öðrum fremur, og að þeir sjeu ekki kallaðir svikaþiltar d j ö f u 1 si n s« fyrir það eitt, að þeir eru nýguðfræðingar. Slíkt kalla jeg almenn mannrjetiindi. Fleira í grein yðar nenni jeg ekki að taka til meðferðar. — Pökk fyrir rúmið. Vinsamlegast. Einar Magnússon, cand. theol. Viðhót ritstjórans. — Jeg var að vona, eins og fleiri, að sambæna-stundin og altarisgangan á sóknarnefnda-fundinum í haust mundi meðal annars valda þvi, að yngstu guðfræðingarnir, útgef. »Strauma«, færu ekki mjög geyst nje ógælilegá á eftir, svo að prúðmenska og sanngirni yrði sterkasti þáttur í umræðum þeirra um trúmála-ágreininginn framvegis. Pótti mjer sjálfsagt að stinga þá undir stól harðorðum deilugreinum, sem Bjarma berast, og fara eins langt I bróðurlegri sanngirni gagnvart þeim og skoðanamun- urinn frekast leyíir. Satt best að segja fagnaði jeg því; ungir menn, sem eitthvað vilja fram- kvæma, og liafa einurð á að starfa hverju sem viðrar, eru mjer kærir, enda þótt mjer kunni að sýnast að framkvæmdirn- ar sjeu ekki á traustum stoðum reistar. , Pví var mjer vonblekking að hr. E. M. var ófáanlegur til að taka aftur þessa framanskráðu grein, þar sem liann endur- tekur stóryrði sín um prestastefnuna- liðið vor, fáum til gleði og engum til gagns. — Svo kom umsögn »Strauma« um sóknarnefnda-fundinn, þar sem á tveim stöðum er fjarri farið allri prúð- mensku; borið á merka fundarpresla að framkoma þeirra hafl borið vott um »fádæma ósvífni og virðingarleysi« gagn- vart biskup, er víða mundi varða em- bættismissi. — Minna mátti það ekki vera(!) — Og hæðst að tillögu safnaðar- fulltrúa, og Guðs nafni blandað inn í háðið.-------- Þegar svo er komið, er ekki annað fyrir hendi en að svara svo greinilega, að þeim skiljist, að stóryrðin og háðið geti komið þeim sjálfum í koll og stór- spilt málslað þeirra. Öll þessi herferð E. M., og samherja hans, gegn sýnódus-samþyktinni, er að minni ætlun, alls ekki af því sprottin, að þeim þætti hún of óákveðin (»loðin« á máli E. M), því ákveðnari sem hún hefði verið, því gramari hefðu þeir orðið. Pað kom best í ljós á sóknarnefnda- fundinum. Pað var ekkert »loðið« að lýsa eindregnu fylgi við eldri trúmálastefnuna, og þó varð sumum nýguðfræðingum meir en lítið um, er sú yfirlýsing kom til um- ræðu, hvað þá ef mikill meiri hluti fundarmanua liefði samþykt hana, eins og vafalaust hefði orðið, hefði hún verið borin upp. Peir eru væntanlega gáfná- garpar mennirnir, sem brígsla meiri hluta sýnódus-presta um heimsku, og eru því íljótir að sjá, að slíkar samþyktir og yfir- lýsingar verða bæði til þess að fylgis- menn eldri stefnunnar standa þjeltar saman eftir en áður, og að þeim eykst þróttur, sem einangraðir fara ineð trú sína innan um alls konar »nýmælamenn«, er þeir heyra að merkir trúmálafundir í höfuðstaðnum vilji fara »hina gömlu götu«. — Auk þess kann þrekið að vera af skornum skamti, þótt miklar sjeu gáf: urnar, og því eiga sumir erfitt með að taka þvi með jafnaðargeði, að alþjóð heyri að þeir hafi orðið í minni hluta. Nýguðfræðingar ýmsir, erlendir og inn- lendir, eru orðnir svo leiknir i að nota gömul biblíuleg og guðfræðileg orð í nýjum merkingum, að þau orð eru harla vandfundin, sem ekki má hártoga út frá þeirri venju. Margir kunna t. d. að ætla, að ekki hefði þurft annað en að setja í tillöguna orðin »getinn af heilögum anda«, lil að komast hjá þessari árás E. M. — En »lærðum« guðfræðingum verður ekki mikið fyrir að hártoga þau einnig. Sumir þeirra segjast sem sje vel geta játað þeim orðum, þótt þeir segi Jesúm Jósefsson »Jesús var svo gagntekinn af Guðs anda« segja þeir, »að vel má segja að hann hafi verið getinn af heilögúm anda« — »í óeiginlegri merkingu«, bæta þeir við til vara í dag, en á morgun má búast við að þeir telji það »rjettustu« merkingu orð- anna! Stærðfræðin hefir ekki átt neina svipaða orða-falsara, og því kæmi þar aldrei slíkt fyrir, sem E. M. gerir ráð fyrir. Nei. Sýnódus-menn vissu allir hvað átt var við með tillögunni, og gáfnagarp- arnir ljetu alveg hjá líða á þeim fundi, að benda hinum á, sem E. M. brígslar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.