Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1927, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.12.1927, Blaðsíða 8
236 B J A R M I hvaö eftir annað um heimsku, — pvert ofan í aliar siöaöra manna venjur, — aö tillagan væri »loöin«. — Fáir munu og vera meðal íslenskra safnaöa svo ókunn- ugir trúmálastefnu prófastsins í Göröum, að þeir hafi misskilið tillðguna. Þetta veit E. M. alveg eins vel og jeg, og er því öll þessi árás hálfgerð hræsni, og magnþrota lilraun til að reyna að storka þeim, sem þrek hafa til að ganga í berhögg viö ný- guðfræðina. En grunur minn er sá, að þeir »Strauma«-menn hafi með þessum skrif- um öllum komið því til vegar, að fram- vegis samþykki vinir eldri stefnunriar það sem þeim sýnist, hvort sem þeim er hótað skömmum eða kveinað er um, að þeir megi ekki vera harðhentir við ný- guöfræði, til að auka ekki ófrið í þjóö- kirkjunni. Eftir því, sem nú er fram komið, virðist mjer hvorttveggja ekki vera annað en klókindabragð, tilraun til að kljúfa fylkingu eldri stefnu manna, og fá einhvern hluta þeirra, annaöhvort með illu eða góðu, til að skifta sjer ekk- ert af trúmála árásum nýguðfræðinnar. — Mjer þykir ótrúlegt að það takist — úr þessu. Þar með er útrætt um þessa marg- nefndu sýnódus-samþykt hjer í blaöinu. S. A. Gíslason. Vitnisburður. 2. Jóh. 9.-11. Matt. 1, 18-25. Vjer undirritaðir, af Guðs náð læri- sveinar Iírists Jesú vonar vorrar, vottum lijer með opinberlega, að vjer afneitum hinni fölsku speki, svo sem hinni nýju guðfræði, þvi vjer trúum hinu opinber- aða orði Guðs i ritningunni og stýrum eftir þvi í Jesú nafni á hiroins hlið. Lífsatkeri trúar vorrar er Jesús Krist- ur, getinn af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, heilagur og syndlaus. Hann einn er hinn eingetni sonur föðursins og frelsari heimsins. Pví svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son til þess, að hver sem á liann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft lif«. Petta er nú gleði vor og huggun, og komi einhver með annan lærdóm, þá tökum vjer ekki við honum Pökk sje Guði fyrir sína óumræðilegu náðargjöf. Vjer tökum undir með skáldinu: »í heimiun kom sem ungbarn eitt hínn æðsti Guð af hæðum. Að sekum fengi frelsi veitt og fulla nægð af gæðum. Sú hugsun þungbær honum var og hjartað sárt hið besta skar, að guðsroynd göfug týndist. Af kærleik heitum himni frá kom hann þvi jörðu sjálfur á, að fyrir alla píndist«. Bolungarvík 22. okt. 1927. ’ Kristján Á. Stefánsson. Gisli Signrðsson. Póstlcröfixr eða innköllunarbrjef hefir blaðið nýlega sent öllum, sem skulduðu því meira en eitt árgjald. Eru það vinsamleg tilmæli vor að kaupendur bregðist vel við þessu og greiði skuldina fyrir nýjár. Vjer leitumst við »að láta meira en lofað var«, fjölgum tölublöðum árlega, gefum kaupbæti nýjum kaupend- um og verðlaun duglegum útsölumönn- um, án þess að hækka ársgjaldið. Og munum halda því álram, ef kanpendur standa í fullum skilum. Sje á hinn bóg- inn einhver svo fátækur, að hann geti ekki borgað þessar 5 kr., sem árgangur- inn kostar, erum vjer fúsir til að semja um verðið, enda gefum árlega lugum fá- tæklinga og sjúklinga blaðið. Er auðvitað kærkomin fjárhagsleg aðstoð til þess frá áhugasömum vinum blaðsins, og skylt að þakka hana. T. d. hefir einn prófastur borgað blaðinu árgjöld fyrir 4 til 7 fá- tæk heimili nú í mörg ár. Verum samtaka. Reynið hver einstakur að senda Bjarma nafn eins nýs kaupanda fyrir áramótin, og láti enginn neina skuld vera hjá sjer við blaðið. Þá munu tölu- blöðin enn fjölga að stórum mun. — Af- greiðslan sendir blöð til sýnis, þeim er óska, og bætir úr vanskilum á blaðinu. Úlafur Ólaísison, kristniboði, er væntanlegur til íslands í vetur, að því er hann segir í nýkomnu brjefi. Útgefandi: Sigurbjörn Á. Gíslnson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.