Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1927, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.12.1927, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ ¦ XXI. árg. Reykjavík, 1. des. 1927 30. tbl. „Sælir eru þeir, setn hungrar og þyrstir eftir rjettlætinu, því að þeir munu saddir verða". Sóknarnefndafundurinn i Reykjavík 18.-20. okt. 1927. [Niðurll. Á fimtudagsmorguninn flutti sra Bjarni dómkirkjuprestur gott erindi um altarisgöngur, og urðu um þaö töluverðar umiæður, er meðal ann- ars fóru í þá átt, að ekki mundi eins erfitt og sumir hjeldu að auka altar- i göngur, ef prestar gerðu sjer veru- legt far um það. T. d. gat sjera Magn- ús í Ólafsvík þess að altarisgestum hefði fjölgað að mun í sínu presta- kalli, er hann hefði farið að hafa altarisgöngu á sjómannadaginn. Aðr- ir minntust á, að sumum væri ljúf- ara að hafa sjerstakar guðsþjónustur fyrir altarisgesti eina, eins og farið er að tiðkast í dómkirkjunni. Safnað- arfulltrúi Marteinstungusóknar, Árni Árnason, skýrði og frá að prófastur- inn í Fellsmúla hefði tekið upp sama sið. Altarisgestir kæmu þar til kirkju á undan öðru messufólki svo altar- isgangan væri um garð gengin áður en alœenn guðsþjónusta byrjaði. Tveim öðrum málum var bætt við dagskrána þann morgun og afgreidd fyrir hádegið. 9. Um sumardaginn fyrsta talaði Ein- ar Ásgeirsson sóknárnefndarmaður frá Akranesi. Vildi hann láta það verða fasta venju um alt land, eins O, mikli Guð. Ó, mikli Guö, þú lífs og ljóssins faðir sem látið hefir gegnum aldaraðir út um geymsins ómælanda djúp sólna og stjarna sömu ljósin skína sem oss birta mátt og speki þína, þú ert engum huliðsvafinn hjúp. Jeg sje þig, Guð, i sollnnm hafsins bárum, jeg sje þig líka í unga barnsins tárum, er hallast mildrar móður brjóstum að. Náttúran þig einum lofar ómi, eitt er nafn á hverju vorsins blómi. Lifsins faðir, þú ert einn um það. Pótt jeg sólar sýnar njóti eigi, er sveipar hún gulli dagsins fjöldans vegí, heilagt Ijós frá himni við mjer skín. Lát mig þú Drottiun hinsta striðið héyja i hreinni trú á þig og síðast deyja felandi önd i föður umsjá þín. - Guðl. Guðmundsson. og þegar er sumstaðar, að guðsþjón- usta fari fram þann dag og allir hlut- aðeigendur reyndu að koma því svo fyrir að verkafólk, sem aðrir, gætu sótt hana. — Var því máli vel tekið og tillaga samþykt, sem siðar verður skráð. 10. Um leikmannastarfsemina talaði Árni Jóhannsson bankastarfsm., taldi hann og 3 aðrir, sem til máls tóku, harla æskilegt að hún gæti aukist að miklum mun, bæði með ferðaprjedik- urum og einkum þó heima í hverj- um söfnuði, eins og tillagan sýnir, er samþykt var siðar um daginn.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.