Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1927, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.12.1927, Blaðsíða 5
B J A R M I 233 listanáms og annars þess er guðsríki má til eflingar verða. Þó hin ev.-lút. o. s. frv., sbr. 1, 2, 3 og 4. Við síðustu áramót var sjóðurinn í heild sinni 827.69 kr., jeg vona að hann verði um næstu áramót að minsta kosti 1000 kr. Ef við miðum við síðustu áramót, og að honum áskotnaðist 300 kr. ór- lega, sem ekki er nú ofætlun 1100 manns, þá mun láta nærri að hann sje eftir 64 ár 1991 fær um að taka til starfa. Þá mun sjóðurinn verða sem næst 211,263 krónur. Ef þá væri keypt orgel fyrir 40 þús. krónur, er eftir sem næst 171 þús. kr. Úr því fer hann að vaxa fljótt, því eftir 36 ár frá því eða eftir 100 ár hjer frá, mundi hann verða 1 miljón og 300 þúsund krónur. Eftir skipulagsskránni mundi því safnaðarnefnd verða afhent til um- ráða 17 þúsundir króna. Ef organ- istanum væri þá greitt í laun 5000 krónur og söngfólkinu 3600 krónur, sem mundi vera 30Q. krónur á mann, miðað við jafnmargt og nú syngur. Þá mundi enn vera eftir 8400 krón- ur. Það mun vera álíka upphæð og Akraneskirkja kostaði ný. Það er átta sinnum meira en kirkjan fær í öll gjöld, til starfrækslu og viðhalds. Þetta fær hún árlega. Það ár, sem þetta skeður, á engin að þurfa að telja eftir kirkjugjaldið, því það á þá ekki að vera til. Það myndi þó samt verða eftir álitleg upphæð, sem marg- vislega mætti verja kirkju og krist- indómi til eflingar. Það væri vissu- lega garnan, (og það væri ekki nema fjöður á fati) að styrkja efnilegan mann til sönglistarnáms með 2 til 3 þús. krónum. Jeg er þess fullviss að starf það, sem sjóður þessi vinnur í framtíð- inni, verður óviðjafnanleg aðstoð góðs prests, og jeg vona að hann komi til með að eiga mjög mikinn þált i viðhaldi og eflingu sannarlegs kristindóms í okkar plássi; en auk þess vona jeg 'að hann geti að minsta kosti þegar framliða stundir, verið öðrum hjeruðum uppörfun til hins sama. Víða út um sveitir landsins held jeg að kirkju- og trúarlífið megi ekki verra vera. Það er víst ekki óalgengt, að ungur prestur kemur frá próf- borðinu fullur af áhuga og von, um að vinna stórvirki sem prestur, en standi eftir lítinn tíma yfir moldum allra sinna miklu vona í því efni, ef svo mætti að orði kveða. Og prestur- inn, sem ef til vill, hefir haft mikið í það að verða afburðamaður á þessu sviði, verður að beina sínum áhuga í alt annan farveg, en bæði hann var kjörinn lil og vildi. Hann verður að sælta sig við það að messa að eins nokkrum sinnum á ári, af því hann vill ekki messa í tómri kirkjunni. — En svo segir fólkið að presturinn sje »poki« sem ekki sje hlustandi á. Nei, það er siður en svo, að aðalorsökin sje hjá prestunum, deyfð og kæru- leysi safnaðanna í þessum efnum er svo í ótgróið og venjulegt, en það er ekki afsakanlegt. Það drepur samstundis allan áhuga prestsins. Þetta er sorg- legur sannleikur. Um fyrirkomulag og gildi guðs- þjónustunnar mætti haldan langan fyrirlestur, en jeg sleppi því hjer. En það er mín sannfæring, að það sje til alt of mikils mælst, við flesta presta, að þeir geti í einu og öllu náð tilgangi guðsþjónustunnar með þvi aö enginn annar leggi þar neitt til. Sá sem ekki kemur í kirkju til annars en hlusta á ræðu prestsins og dæma hana, skilur ekki tilgang kirkjugöngunnar. Söfnuðurinn verður fyrst að skilja orðið gnOsþjóuusta, til þess að kirkjugangan nái því tak-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.