Bjarmi - 15.01.1928, Blaðsíða 2
18
BJAR MI
Fyrst og fremst er verkefnið svo
yfirgripsmikið, ágreiningsatriðin svo
mörg, að ekki er neitt viðlit, að tala
hjer greinilega um þau öll.
í öðru lagi eru skoðanir svo marg-
breyttar innan sjálfrar nýguðfræðinnar,
og enda með báðum slefnum, að erfitt
eða ómögulegt er að taka fult tillit
til allrar þeirrar margbreytni í stultu
erindi.
Pá er hætt við því, að einhverjum
finnist, að verið sje að höggva eftir
einstökum mönnum, ef nefnd eru
ummæli nafngreindra nýguðfræðinga
vorra, en hins vegar erfitt hjá því
að komast alveg, ef fólki á að skiljast
að ekki sje verið að berjast við
skuggann sinn eða andmæla skoðun-
um, sem enginn hefir. — En reyna
má að nefna fremur erlend en inn-
lend dæmi, til að komast hjá grun
um ýfingar, enda er mjer ekki kunn-
ugt um, að íslenskir nýguðfræðingar
hafi flutt nokkrar frumlegar skoðanir
eða skýringar í þessum málum, og
aðalatriðin eru alstaðar þau sömu,
sem um er deilt.
Loks er alt af hætt við, að sá, sem
tekið hefir lengi þátt í trúmáladeilum,
kunni að lita einhliða á eitthvert
ágreiningsatriði, en úr þvi verður þá
væntanlega bætt af öðrum, sem betur
sjá og víðar horfa. —
Jeg sagði að skoðanir væru marg-
breyttar innan vjebanda nýguðtræð-
innar. Býst jeg ekki viö að neinn beri
á móti því.
Ber einkum mikið á þeirri marg-
breytni gagnvart Kristi sjálfum.
Sumir nýguðfræöingar telja hann
öfgafullan draumóramann, aðrir góð-
an mann og göfugan, bæta þó sum-
ir við að hann hafi fengið sjerstaka
»guðdómsfyllingu« við skírnina eða
við upprisuna* 1). Sumir telja hann
1) Jeg get skotið þvi hjer inn, að jegget
alls ekki fallist á þá biblíuskýringu, sem
getin af heilögum anda, allflestir
þeirra ætla þó að hann hafi verið
sonur Jósefs — eða einhvers annars
manns, en valmennið Jósef tekið
móður hans að sjer. Sumir telja
dauða Krists ekki þýðingarmeiri en
dauða annara píslarvotta, aðrir telja
hann blessunarríkan, þótt þeir vilji
ekki kannast við »friðþæginguna« í
neinni venjulegri kirkjulegri merkingu,
þess orðs.
Flestallir nýguðfræðingar trúa ekki
frásögn guðspjallanna um að Jesús
hafi risið upp líkamlega, fáir ætla þó
að upprisusögurnar sjeu eintómur
uppspuni, en mjög eru »skýringar«
þeirra sundurleitar á því hvernig »of-
sjónum« eða vitrunum lærisveinanna
þar að lútandi hafl verið varið. —
Rjett sem sýnishorn svæsinnar ný-
guðfræði i því efni má nefna um-
mæli Linderholms guðfræðisprófess-
ors í Uppsölum í Sviþjóð.
Hann komst svo að orði í opin-
beru erindi fyrir fám árum :
»Það er ekki meiri líkindi til að
Jesús hafi kallað lærisveina sína sam-
an eftir dauða sinn og boðið þeim
að fara út á meðal allra þjóða og
boða fagnaðarerindið, heldur en að
Gústaf Adolf hafi eftir dauðann kvatt
saman hershöfðingja sína og veitt
þeim fyrirskipanirö1).
fram hefir komiö í erindi prófessors Har-
alds Níelssonar í vor sem leið og í grein
prófessors Sig P. Sívertsens í Prestafje-
lagsritinu þ. á. þar sem þeir tala um 4
skoöanir nýja testam. höf. á því hvenær
Jesús haföi oröiö Guössonur. Vonast jeg
til aö geta síöar tekiö það málefni til
meðferðar í blaði mínu.
1) Fyrverandi trúfræöisprófessor sænsk-
ur Ad. Kolmodin, gætinn maður oglærö-
ur, getur um þessi orð í ritisínu: »Kyrk-
ans ansvar för prastbildningen« bls. 7),
og bætir svo við: y>Eftir pví œtti kristinn
söfnuður og kristindómsboðunin um víða
veröld að vera reist á lygi og svikum, og
pað af fg/stu lœrisveinum Krists og posl-
ulum hansal