Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.01.1928, Page 4

Bjarmi - 15.01.1928, Page 4
20 B JARMI Pessi margbreytti mismunur kemur ekki eins mikið í ljós í »stólræðum« ný- guðfræðinga eins og margur ókunnugur mætti ætla. Bæði er það, að par fara þeir oft gætilegar en »utan kirkju«. En þó er einkum hitt orsökin,að fjölmargir þeirra temja sjer í kirkjuræðum gömlu kirkju- legu orðtökin i alt annari merkingu en safnaðarfólk átti áður að venjast, og því finnst ólærðum leikmönnum að þeir sjeu »gamal-guðfræðingar í stólnum«, hvað sem þeir segi þess utan. En auðvitað hafa ýmsar kvartanir komið fram um »boðun orðsins« hjá þeim. Jeg skal ekki nefna hjer nema tvær, en báðar eru þær frá mönnum, sem engum kunnugum dettur í hug að kenna við nokkurt þröng- sýni, og báðir höfðu þeir ýmislegt að at- huga við »eldri stefnuna« eins og hún var í náerenni þeirra. Thv. Klaveness, góðkunnur rithöfundur og prestui í Oslo -j-1915, sem lengí vel vildi semja frið milli stefnanna þar í landi, og fjekk stundum óþökk fyrir, skrifaði t. d.: — »Höfuðgalli eða skortur í ný- móðins prjedikunum (þ. e. kirkjuræðum nýguðfræðinga) er að þar er ekkert lækn- ismeðal gegn angist vaknaðrar samvisku ; því að þar vantar skilning á þeirri angist. Mjer er nær að halda að þar sje sú angist aðallega skoðuð sem sálarveiklun, erþurfi hjálpar læknavísinda. En með því hefir trúarboðun nýguðfræðinnar roíið sam- bandið við siðabótina. Pví að bak við siðabótina var neyðarákall sundurkramdr- ar samvisku um frið«. (Sbr. For Iíirke og Kultur 1909, 72. bls.). Árið 1912 skrifa Klaveness í sama blað (3. bls.) meðal annars um þessi efni svo: »Hvers vegna get jeg nú ekki orðið samferða þeim frjálslyndu (de liberale?) í fáum orðum sagt og greinilegum: Af því þeir afklæða Jesúm guðdóms hátign hans. Trú þeirra sjer að vísu Guð í hon- um, en guðfræði þeirra er svo önnum kaf- in við að gagnrýna hið guðdómlega brott, að það verður stöðugt æ erfiðara bæði fyrir sjálfa þá og söfnuði þeirra að sjá Guð í honum. Loks verður það ómögu- legt«. Leonard Ragaz, prófessor í Basel, góð- kunnur ýmsum ísl. prestum af ræðusafni sínu sagði í fyrirlestri (Was ist uns Jes- us Christus?) meðal annars: »Oss finnst«, að hjá frjálslynda krist- indóminum eins og hann er langoftast boðaður glatist ofmikið — já einmitt hið mikilverðasta af því, sem kristnin átti í Jesú, þegar líf hennar var í mestum blóma. Jesú er þar haldið of föstum i þvi, sem er eingöngu mannlegt. Guðdómsleyndar- dómurinn hjá honum fölnar eða hverfur alveg«. (Sbr. fyrn. rit í danskri þýö. bls. 15). Eins og bent var á í upphafi er ýmiskonar skoðanamunur meðal þeirra, sem telja sig með eldri stefn- unni. — Jeg felst t. d. ekki á alt sem áköfustu Fúndamentalislar vestan hafs og sumir jábræður þeirra í Sví- þjóð skrifa í trúmálablöð, sem mjer eru send. — En yfirleitt snertir sá skoðanamunur útlistanir á einhverj- um fræðikenningum eða þungskild- um ritningarorðum, t. d. um þúsund- áraríkið og lífið eftir dauðann. — Um persónu Jesú Krists, hlutverk hans og æfisögu er enginn ágreining- ur hjá eldri stefnunni, en svo inikill innan nýguðfræðinnar, að síst er undarlegt, þótt Jeikmenn spyrji for- viða: Hvað veldur? Allir hafa þeir sömu hjálparmeðul við rannsóknir ritningarinnar, og allir bera þeir fyrir sig, að »vísindin« sjeu sín megin, og eru þó svo ólikrar skoðunar, jafnvel um sögulega við- burði eða flest alt, sem guðspjöllin segja um Krist. Jeg get ekki betur sjeð en aðal- ástæðan sje ein og hin sama: Þeir ganga að »rannsókn« sinni og lestri biblíunnar með ákveðnum trúar- skoðunum og hafna þar öllu því, sem ekki samrýmist við þessar skoðamr.1) En þá er komið að grundvallar- ágreiningsefni ineð gömlu og nýju guðfræðinni, og er það skoðun þeirra á ritningunni. y>Gamla gudfrœdina svo nefnda 1) Petta er vitaskuld mjög alvarleg á- kæra gegn vísindamönnum. en harla al- mcnn er hún, og það frá lærðum mönn- um og harla víðsýnum, sjá t. d. fyrn. bók biskups Gore 218. bls.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.