Bjarmi - 15.01.1928, Qupperneq 6
22
B .1 A R M I
Ef Jesús er Jósefsson,
þá er það og víst, að Matteus toll-
heimtumaður og Lúkas læknir, sem
segja alt annað, hafa verið, hvor um
sig, og báðir saman, nokkurn veginn
jafnt, hjátrúarfullir, grunnhygnir og
kærulitlir í meira lagi, og að minsta
kosti mjög svo einfaldir og auðtrúa;
og þá segir Lúkas ekki heldur satt,
að hann hafi rannsakað frá rótum
ait frásagnarefni sitt.
Og enn lakara mætti hugsa og
segja um báða þessa höfunda: það,
að þeir hafi verið og sjeu æfinlega,
vitandi eða óvilandi, mannskemm-
endur af lakasta tægi.
Með þvi að segja, að Jósef hafi
ekki kannast við faðernið að þunga
Maríu, og því ætlað að skilja við
hana, gefa þeir tilefni til og fulla
ástæðu, að hugsa og segja eitt af
tvennu: Annað það, að Jósef sjálfur
hafi ekki verið neinn merkismaður,
heldur hið gagnsíæða, þar eð hann
kannaðist ekki við það, sem hann
átti, og hugsaði S]er að yfirgefa barns-
móður sína, og bregðast þannig bæði
heitmey sinni og barni sínu. Hitt er
það, að hafi Jósef haft rjett fyrir sjer
og ekkert átt í barni Maríu, og barnið
þó ekki af Guði getið eða eingetið,
þá er ekki nema eitt ætlandi, það,
að María hafi reynst unnusta sínum
ótrú og lauslát, og eignast barn sitt
með einhverjum manni öðrum; og
þá finst mjer, og líklega fleirum, að
Maríu — móður hins mesta og besta
á jarðríki — sje gerð skömm og smán
i mesta máta.
Nei, þetta dugar ekki; þetta nær
engri átt; heilbrigð hugsun og óspilt
tilfinning manns rísa öndverðar gegn
öllu þessu. Það má ekki og á ekki
að ætia Matteusi og Lúkási að hafa
verið slíkir menn, og því síður Jósef
og Maríu. — Margfalt framar og nær
liggur að ætla og fullyrða, að þeir,
sem báðir eru taldir menn vel að
sjer á sinni tíð, hafi skrifað um getnað
og fæðingu Betlehems-barnsins, eins
og þeir gera, tilknúöir, neyddir til
þess, af óhrekjanlegum sannleiks-
ástæðum. Því að víst má þeim það
ætla, að þeir hafi eigi verið öðrum
mönnum alment svo miklu einfald-
ari og auðtrúaðri, að þeir tæki gilda
og trúanlega undir eins, og bókfestu
slíka hluli, sem engum manni er unt
að trúa, jafnvel ekki hinum einfald-
asta, nema fyrir sterkustu sannanir
og óræka vitnisburði. Fyrir því verð-
ur það svo makalaust eðlilegt og
sjálfsagt hjá Lúkasi, og honum fylli-
lega ætlandi, að hann rannsakar alt
frá rótum, áður en hann skrifar og
sendir út frá sjer söguna alla um
Jesúm Krist, í þeim góða og göfuga
tilgangi, að lesendur hans skuli og
þurfi ekki að vera i vafa um, hvað
sje sannleikanum samkvæmt.
Sjálfur Markús sýnist mjer líka
benda i sömu átt og taka i likan
streng og þeir Matteus og Lúkas, um
faðerni og eðli Jesú, þar sem hann
(Markús) byrjar guðspjall sitt með
því, að kalla Jesúm »Guðs son«,
auðfinnanlega f annari og æðri merk-
ingu en alla aðra.
Vel má eínnig benda á ummæli
Jóhannesar skírara hjá Markúsi, líka
í upphafi guðspjalls hans, þar sem
Jóh. talar um þann, sem koma muni
eftir sig (Jesúm) og að hann sje sjer
svo miklu meiri, að hann sje ekki
þess verðar, að »krjúpa niöur til að
leysa skóþveng hans«.
Þá var Jesú ekki enn kominn op-
inberlega fram, og eigi nema fáum
kunnur. Hvaðan hafði þá Jóh. þessa
þekking og þessa himinháu hug-
mynd um Jesúm? Varla annarstaðar
frá fremur en frá kunnugleik um
fæðingarsögu Jesú, og liklega einnig