Bjarmi - 21.02.1928, Page 6
54
B J A R M 1
hjeldumst í hendur án þess að mæla
orð frá vörum og hölluðum höfðun-
um hvort að öðru. Við lásum instu
hugsanir hvors annars — og það,
sem við lásum, var einungis þakk-
læti og aftur þakklæti. Þakklæti hans
við mig og þakklæti mitt við hann,
og þakklæti okkar beggja við Guð,
sem Ijet svo mikla gæfu falla okkur
i skaut þessi ár. Fmu.
Thomas Laub.
Blöð vor hafa oft getið látinna
merkismanna erlendra og skýrt frá
verkum þeirra. Meðal þeirra manna
má eflaust telja Thomas Linnermann
Laub, dáinn 4. febr. f. á., en jeg hefi
ekki sjeð fráfalls hans getið í blöð-
um vorum. Verk hans voru lika í
þeirri grein mentanna, sem lítið hefir
enn náð til athygli vor íslendinga,
þótt vert væri, og er það meðfram
með tilliti til þess, að línur þessar
eru skrifaðar,
Pað hefir einkum á síðasta manns-
aldri sætt meðferð í ræðum og rit-
um á Norðurlöndum, að kirkjusöng-
urinn (lúterski) sje ekki á þeim
brautum, sem honum eru samboðn-
astar, og að eigi hafi verið framför í
þeirri grein á síðustu öldum. Th. L.
var aðalflytjandi þessa máls hjá Dön-
um. — Hann hneigðist snemma að
sönglist, enda af því bergi brotinn,
dóttur- eða dóttur-dóttursonur Zinck,
sönglagaskálds, sem flestir kannast
við1).
Th. L. var fæddur 1852, prestsson-
ur frá Fjóni. Háskólanám hans var
1) J. W. L. Zinck (1776-1854). Faðir
hans, H. O. C. Zinek (f 1832), var sömu-
leiðis tónskáld og margir ættmenn þeirra
hneigðust i þá átt.
guðfræði. Hvarf hann þó frá því og
gaf sig að öllu við sönglistinni. —
Ferðaðist hann til Ítalíu (1882) að
kynna sjer söng fornkirkjunnar. —
Var hann að lokum talinn fróðastur
manna á Norðurlöndum í sögu kirkju-
söngsins. Eftirmaður Gade við Hol-
mens-kirkju í Kmh. varð hann 1891
og hjelt því embætti til dauðadags.
Ritaði hann snemma greinar og
bæklinga um kirkjusöngleg efni. —
Árið 1920 kom út bók hans »Musik
og Kirke«. Það er saga kirkjusöngs-
ins fyrst í kaþólskum sið til siðab.,
þá lútersku kirkjunnar og síðast
sjerstaklega dönsku kirkjunnar. Sýnir
hann, hvernig sönglistin var framan-
af langmest á vegum guðsdýrkunar-
innar, þá sem þjónn orðsins, og
þroskaðist meir og meir, uns hún
náði hæsta stigi sínu hjá Palestrinu1)
og samtímismönnum hans. — Sömu
umhyggju naut kirkjusöngurinn á 1.
öld Lúterskunnar. En er lengra Ieið
gekk sönglistin meir og meir í þjón-
ustu leiklistarinnar, komst þar í önd-
vegi, sem sjálfstætt áhrifaefni og
»túlkur« heimsgæðalífsins. Hvarfhún
þá frá að þjóna kirkjunni. Guðs-
þjónusta safnaðauna tók að nýta sjer
mola af borðum bins nýja verkefn-
is; kirkjusöngslögin eldri breyttust
að formi og efni.
Pó telur Th. L., að lifað hafi hjá
dönsku þjóðinni leyfar af forna kirkju-
söngnum í lögum við þjóðkvæðin.
Er það hiklaust endurbótaráð hans
að kirkjan hverfi aftur til þeirrar
meðferðar sönglaganna, sem tiðkaðist
á fyrstu öld Lúterskunnar og í ann-
an stað, að danska kirkjan leggi
þjóðvísnalögin (upphafl. frá henni)
til grundvallar fyrir nýjum kirkju-
söngslögum.
2) Palestrina var italskur tónsnillingur
og söngstjóri í Pjeturskirkjunni í Róm,
dó 1594. Rilslj.