Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.08.1928, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.08.1928, Blaðsíða 6
174 B J ARMI »Hver, sem kannast við mig fyrir mönnum, við hann mun jeg einnig kannast fyrir föður inínuin á himnum; en hver sem afneitar mjer fyrir mönnum, honum mun jeg afneita fyrir föður mínum á himnum«. Enginn sá maður kannast við Krist fyrir mönnum, sem efast um, að hann sje sá, sem hann sjálfur, með berum orðum, sagðist vera. Og hann sagði líka: Himinn og jörð munu forganga, en min orð bregðast eigi. Ritaö i júni 1928. Baldvin Eggerisson. Frá Færeyjum. Sem mörgum er kunnugt, kemur fjöldi fiskiskipa frá Færeyjum til Reykjavikur seinni hluta vetrar og til Norðurlands á sumrin. Og þar sem trúaralvara er al- menn meðal Færeyinga, þykir eðlilegt og sjálfsagt að sjeð sje um, að þeir fái tæki- færi til að hlusta á guðsorð, er þeir koma á land, enda þótt húslestrar tiðkist á langflestum fiskiskipum þeirra. Fyrir þvi hafa 2 sjómanna-prjedikarar eða heimatrúboðar komið frá Færeyjum undanfarin ár. Er annar þeirra i Rvík um 3 vormánuði, en hinn austanlands og norðan á sumrin. Fá þeir báðir stuðning frá Heimatrúboðsfjelaginu danska, en starfa að tilhlutun stjórnar sjálfboða- starfsins kristilega á Færeyjum (»Sam- fundsraad« er sú stjórnarnefnd kölluö). Hann heitir Alfred Petersen, trúboðinn sem kemur til Reykjavikur frá Færeyjum, er hann búsettur i Klaksvik, og starf hans hefir borið mikinn árangur heima fyrir. I Reykjavík heldur hann samkomur nær þvi daglega i Sjómannastofunni i Tryggvagötu á vorin, og er þar oft hús- fyllir. Er hann jafnan boðinn og búinn til að leiðbeina löndum sinum á ymsan hátt, og því vinsæll bæði hjá þeim og ýmsum íslendingum, sem honum hafa kynst við sjómannastarfið. Ritstjóri Bjarma var í vor að spyrja hann frjetta um kirkjumál Færeyinga, og sagðist honum svo frá: »Norðureyjarnar 6 eru eitt prestakall með 7 kirkjum. Presturinn heitir Knud- sen og býr á Viðarey (í Viderejde). Rað- gert er að bráðlega komi þangað annar prestur, honum til aðstoöar; hann á að búa i Klaksvik. Austurey (Esturoy) er næst Norðureyj- íumin. Par lielir verið 1 prestakall (að Nesi) með 8 kirkjum. Nú eru kirkjurnar orðnar 10, og verið að reisa þá elleftu. Siðan í október heflr þar verið prests- laust, en sira Fibiger-Jensen, aðstoðar- prestur prófastsins i Pórshöfn, heflr þjón- að brauðinu. — í ráði er að eyjan verði framvegis 2 prestaköll (að Nesi og Eje). Löng »sund« og örmjó aðgreina Auslur- ey og Slraumeg (Streymoy). Á Straumey eru 2 prestaköll. Prestssetrið á norður- eyjunni er Kvivik (síra Grön); kirkjurnar eru 5, og verið að bæta þeirri 6. við. — Prófasturinn í Pórshöfn (síra Dahl) þjónar suðurhluta eyjarinnar; kirkjurnar eru 5 i þvi prestakalli. Vogey er .suðvestan Straumeyjar, — Vestmannasund og Vogeyjarfjörður á milli eyjanna, — kanna'st margir íslendingar við þá leið, er farið hafa til Pórshafnar. — Vogey er eitt prestakall og kirkjurnar 5. Presturinn situr í Miðvogi. Sandeg er fyrir sunnan Straumey, hún er eitt prestakall með 5 kirkjum. Prestur- inn (síra Aagaard) býr á Sandi. Suðurey er langsyðst — 30 km. tyrir sunnan Sandey. Par eru 2 prestaköll, annað kent við Hvalbæ, með 4 kirkjum; en hitt við Vog, með 3 kirkjum. Langvíöast um eyjarnar búa menn í þjettskipuðum hverfum (alls nál. 80) við vogi og víkur, — og fágætt fremur aö langt sje milli einstakra heimila, eins og í sveitum íslands. Pví hefir sá siður kom- ist á og haldist við fram á þennan dag, að hverfisbúar hafi sameiginlegan hús- lestur i kirkju sinni — eða stórri stofu sje engin kirkja í hverfinu — hvern helg- an dag. Er þá lesið i dönskum postillum, því að færeyiskar eru ekki til. — Sömu- leiðis sækja menn kirkju, er prestur kem- ur, jafnt rúmhelga daga sem helga að heita má. En auk allra þessara 44 eða 46 kirkna hafa Færeyingar reist 11 missiónarhús eða safnaðarhús; fiestöll eru þau fárra

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.