Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.08.1928, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.08.1928, Blaðsíða 7
HJAUMl 175 ára gömul, ávöxtur trúarvakningar þeirr- ar, sem fariö hefir um Eyjarnar. — Er nú i langflestum hverfum kristilegar sam- komur á hverju sunnudagskvöldi, þar sem leikmenn tala. í Pórshöfn er bæði stórt og vandað safnaðarhús, nýlegt Sjómannahús (kostaði um 130 þús. kr.) og K. F. U. K.-heimili. — Er einkennilegt, að þar hefir í mörg ar verið öflugt kristilegt fjelag ungra kvenna, en K. F. U. M. ýmist ekkert, eða þá svo fáliðað að sárlitið hefir á þvi borið. Á hinn bóginn er kristilegt sjómannafjelag, »Bræðrafjelagið á hafinu«, all-ú'breitt mcðal Færeyinga, og sömuleiðis kristi- legt bindindisfjelag, er nefnist »Blái krossinn«. — Arlega koma einhverjir ferðaprestar eða farandprjedikarar frá Ðanmörku, — og stöku sinnum frá Noregi, — og halda kristilegar samkomur viða í Eyjunum. í vetur, sem leið, kom t. d. norskur Finna- og Lappa-trúboði, og safnaði fje til trúboðs sins við sam- komur, sem hann hjelt. Yfirleitt hefir alt sjálfboðastarf að trú- málum innan þjóðkirkjunnar aukist mjög á Færeyjum siðustu 10 árin, enjafnframt er erfiðara orðið fyrir sjeiflokka að vinna áhangendur, enda þótt »Bræðrasöfnuður- inn« enski hafi starfað lengi i Pórshöfn, og nokkrir aðrir sjerflokkar leitað þang- að síðustu árin. Prestarnir prjedika á dönsku, hafa verið skyldugir til þess, en leikmenn tala auðvitað á færeyisku, þótt sálmarnir, sem sungnir eru, sjeu yfirleitt á dönsku, jafnt \id samkomur sem messur«.---------- Stjórnmáladeilurnar valda oft talsverð- ¦uin erfiðleikum i trúmálastarfinu. Aöal- blað sjálfsstjórnarmanna, ,Thingakrossur', «r andvigt leikmannastarfi, og þykir trú- uðuin mönnum þjóðræknum það stórum miður. En jafnframt gengur sumum dönsku prestunum fuil erfiðlega aö skilja bæði færeyisku og lundarfar Færeyinga. Enda er ekki þvi að neita að íslending- um, hvað þá Dönum, mundi þykja of- mikill þunglyndisblær yfir trúai lífi tnargra þeirra. Og oft eru kristilegar samkomur þeirra miklu lengri en títt er hjá nágrannaþjóðunum. Er þeim, sem iþetta ritar, minnisstæð ein slík samkoma með um 40 Færeyingum. Eftir 2 stundir og stuttar ræður 3ja íslendinga og 2ia Pæreyinga, ætlaði undirritaður að slíta samkomunni, en Færeyingar sögðu að sjer lægi ekkert á, og hjeldu áfram að vitna og syngja í hálfaðra stund til við- bótar. Einn þeirra las utanbókar 2 eða 3 kafla úr brjefum Páls, sem jeg man ekki til að jeg hafi heyrt aðra gera. — En hvað sem þvi liður gætum vjer ís- Iendingar margt lært af safnaðarstarfl Færeyinga, og mjög mundi þeim vel tek- ið er kæmi í þeim erindum frá íslandi til Færeyja. S. A. Gíslason. Bækur. Fyrir 2 árum kom út bók eftir kTÍstniboða á Indlandi, Stanley Jones að nafni, frá Ameríku, er athygli vakti víða um heim. Hún hjet »The Christ of the Indian Road, en danska þýðingin var kölluð: Kristus og Indi- en«, eins og mörgum lesendum Bjarma er kunnugt. Seint í vetur sem leið kom út önnur bók eftir sama höf- und, sem þykir jafnvel enn betri en sú fyrri. Hún heitir »Christ of the round table«. (»Kristur við kringlótta borðið«). Höf. hefir sem sje víða boðið trú- ræknum mönnum ýmsra trúarbragða á Iodlarjdi, tii smáfunda (við »kring- lótt borð«), þar sem hver einstakur segir frá trúarreynslu sinni og hvaða gagn hann hafi haft af trú sinni. — Hefir þar berlega komið í Ijós, hvað sannkristnir menn eru margfalt auð- ugri að dýrmætri trúarreynslu, en allir hinir. Frá þessu er greinilega sagt í bókinni, og ýmsar bugleiðing- ar út af því á eftir. — Hún er ekki enn komin á Norðurlandamál, en á ensku kostar hún 5 shilling auk burðargjalds frá Englandi. Lutherstiftelsen i Osló hefir nýverið sent til umsagnar: 4 fyrstu heftin af

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.