Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1928, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.10.1928, Blaðsíða 5
B J A R M I 197 þar sem foreldrar óska þess, og fá laun fyrir hjá ríkinu. Sömuleiðis greiðir ríkið þeim sjerstaka borgun fyrir allar skýrslugerðir, giftingar og greftranir, en að öðru leyti annast söfnuðir sjálfir presta sína. cJlvö léljóé. Lag; Fögur er foldin. Sólin er sigin, söngfuglarnir þagna, sætlega dreymir gras og grein; blund festa bygðir, bœla sig dýrin, sofnar aldan við unnarstein. Kvöldljóð vjer kveðum, kœrum himnaföður þökkum af hjarta þennan dag\ lifið hann Ifeði, leið vora greiddi, öllu hann snjeri oss í hag. Vjer undir verndar- væng hans náðir þiggjum kvíðalaust vjer þar hvilum rótt: Foldu og fjöri friðar hans vjer óskum, gjörvöllu bjóðum: góða nótt. Ljósin nœtur loga liknarenglar vaka yfir oss, nóttin finst engum löng; árla vjer aftur upp til starfa risum, Guði þá nýjan syngjum söng. Gunnar Árnason frá Skútustöðum, \ Gjaflr: Til krislniboðs 10 kr. frá heimili 1 Skaftafellssýslu. — Til passíusálmaútgáfu 2 kr. frá R. M., Hf. Prestafundur á ísafirði. Elsti og yngsti presturinn á Vestfjöröum hafa báöir sent blnöinu frjettir af þessum fundí. I. Næst undanfarin ár, hefir þaö verið í hugum presta hjer á Vestfjöröum, að æskilegt væri, að þeir stofnuðu fjelagsskap með sjer í þeim tilgangi að kynnast betur, uppbyggja hver annan og vinna saman að nauðsynjamálum kirkju vorrar. Fje- Iagssamtök þessi eru annars afar erfið, vegna megnra samgöngutálmana í lands- hluta þessum. Svo langt komst þó nú í sumar, einkum fyrir forgöngu prófasts sr. Sigurg. Sigurðssonar á ísafirði, að prest- um Vestfjarða var boöið til fundar á ísa- flrði laugard. 1. sept. Fundinn sóttu 11 prestar: 1 úr Barða- str. prófastd., 3 úr V.-ísafj, 5 úr N.-ísafj., 2. úr Stranda. Aðal-verkefni fundarins, sem hafðurvar í barnaskólahúsi bæjarins og byrjaði og endaði með söng og bæn, var að stofna fjelagið, semja því lög og kjósa því stjórn til næsta árs. Gekk það að óskum, þótt eigi væru fleiri til staðar, og góðar vonir um, að fleiri komi í fjelagið. Rædd voru og nokkuð ýms atriði í starfi prestanna, en eigi teknar neinar ákvarðanir. Söngflokkur kirkjunnar á ísafirði hafði til undirbúnings æft nokkuð af kirkju- söngslögum sínum, innlendum og erlend- um, og bauð nú fundarmönnum til sam- söngs, kl, 9 að kveldi. Söngnum stjórnaði organleikari kirkjunnar Jónas Tómasson með aðstoð Páls Halldórssonar við hljóð- færi. Er skemst af að segja, að fundar- menn töldu þessa stund eina hina ánægju- ríkustu lífsstunda sinna. Enda var kirkjan full af áheyrendum. Um sönglögin skal aðeins þess getið, að eitt þeirra var alþýðulag frá Passíusálm- unum, skrifað upp af organleikara Jóni Pálssyni í Rvík, og raddað af bróðursyni hans, söngmeistara Páli ísólfssyni. — Innilegleiki þess fanst óviðjafnanlegur, og var heppilegt að fá þar vitnisburð þess, hvilíka gimsteina vjer íslendingar eigum oss óafvitandi í »gömlu lögunum« vorum. Að loknum samsöngnum (kl. 11) voru prestarnir allir í heimboði hjá sóknar- prestinum, próf., sem áður er nefndur. Nutu gestirnir þar innilegrar ástúðar, og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.