Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1928, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.10.1928, Blaðsíða 6
198 B J A R M I gafst þeim enn eftir kafiidrykkju, tæki- færi að halda áfram samræðum sinum, um kirkjuleg efni. Lýsti sjer þar innileg tilfinning fyrir kristindómshag þjóðar vorrar. Sunnudag kl. 10 f. h. fór fram guðsþjón- usta í kirkjunni og flutti sóknarprestur- inn i Ögurþingum prjedikun og neyttu allir prestarnir altarissakramentis. Peim, er ritar línur þessar, er það full- ljóst, að þótt fundargerð þessi væri ekki Iöng, og fjelagsstörfin i barudómi, þá skildi hún eftir hugljúfar minningar og glæddan trúarlífsneista i hjörtum sam- fundarmanna. S. G. II. Undanfarin ár hafa ýmsir áhugasamir prestar Vesturlands, haft á orði að stofna fjelag. Boðuðu þeir nú í sumar til fundar á Isafirði, er halda skyldi 1. sept. Á fund- inn komu 11 prestar, þessir: Prófastarnir sr. Sigurgeir Sigurðsson og sr. Jón Brands- son, prestarnir: sr. Magnús Jónsson á Stað í Aðalvík, sr. Jónmundur Halldórsson, sr. Óli Ketilsson, sr. Porsteinn Jóhannesson, sr. Páll Sigurðsson, sr. Halldór Kolbeins, sr. Sigtryggur Guðlaugsson, sr. Böðvar Bjarnason og sr. Helgi Konráðsson. Fje- lagið var stofnað, lög samin og kosin stjórn. Pessir voru kosnir: Sr. Sigurgeir Sigurðsson, sr. Böðvar á Rafnseyri og sr. Halldór Kolbeins. Rætt var um að gefa út ársrit, ef mögulegt væri. Fundar- tími var naumur og gátu prestar lítið rætt áhugamál sin að þessu sinni, en tilgangi fundarins var náð, er fjelagið varð stofnað. Ætlast er til, að fjelagið verði deild úr Prestafjelagi íslands og starfi að liku marki: auknu samstarfi presta og siðan safnaðanna. Að þvi ber að keppa. Eftir fund um kvöldiö var fundarmönnum boðið til hijómleika i kirkjunni. ísfiröingar hafa góða söng- krafta. Tókst þeim að hrffa áheyrendur bæði fyrir smekklegt efnisval og góða meðferð þess. Eftir hljómleikana bauð prófastur öllum fundarmönnum heim til sin. Var setið þar i góðu yfirlæti langt fram á nótt og margar ræður fluttar. Lofuðu allir gestrisni prófasts og konu hans, frú Guðrúnar Pjetursdóttur. Daginn eftir var messað. Sr. Óli Ketilsson steig í stólinn. Prestarnir voru til altaris. H. K. Við krossinn. »En vjer prjcdikum Krist krossíestan, Gyðingum hneyksli, en Grikkjum (heiðingjum) heimsku«, — I. Kor. 1., 23. Meðal ungra manna eru margir Gyðingar og Grikkir enn í dag. Gyðingarnir vilja veröa hólpnir fyrir góðverk sín, unnin af eigin mætti. Pess vegna eru þeir samvisku- samir og skylduræknir; þeir vilja gera það, sem þeir geta; en þeir vilja ekki leyfa Guði að gera það, sem hann getur. Og trúhneigðir eru þeir oft og einatt, og eins og hinir eigin- Jegu Gyðingar þráðu að sjá dýrðleg- an frelsara, svo þrá hinir ungu Gyð- ingar vorir að sjá dýrðlegan og kær- leiksríkan Guð; en prjedikunin um krossfestan frelsara er þeim hneyksli. Grikkirnir-elska það, sem er skyn- samlegt og fagurt. Þess vegna vilja þeir hafa trúarbrögð, sem eru skyn- samleg og fögur; en hitt er þeim heimska, að blóð eins manns, geti hreinsað þá, og alla menn, af allri synd; því að þeirra skilningi hefir Kristur ekki verið annað en maður. I raun og veru er enginn munur á þessum Gyðingum vorum og Grikkj- um. Afstaða þeirra gagnvart Kristi er hin sama. Hvorirtveggja bera höf- uðið hátt bæði fyrir Guði og mönn- um, hvorugir vilja beygja sig nje hafa sundurkraminn anda. Þeir fyrirlíta tollheimtumanninn. En fagnaðarerindið verður aldrei annað en boðskapurinn um Krist krossfestan, sem er friðþæging fyrir vorar syndir og — alls heimsins, kraftur Guðs til sáluhjálpar hverjum þeim, sem trúir, bæði Gyðingum og Grikkjum. Hann niðurlægir oss og auðmýkir, en hann gjörir það til þess að upphefja oss. Hver sem kemur með annað fagnaðarerindi er á móti

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.