Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1929, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.04.1929, Blaðsíða 1
^[XXIII. árg. 1. apríl 1929 10. tbl. Á páskadag. Blessaði Jesús úr himninum háum hingað iil mannanna líttu i náð, veit, að þig tignað og iilbeðið fáum; tak þú oss að þjer i lengd og i bráð. Verlu þeim nœrri, er liggja og líða, legg þina blessandi hönd yfir þá. Sjá, hve þeir vonandi biðja og bíða að bráðlega komi þeim hjálpin þjer frá. Gef þú oss öllum indœla páska upprisni frelsari, miskunna þú öllum, og bœg frá oss hœttum og háska, hrind frá oss illu, — en stgrk vora trú. Blessaði Jesús, i ljósi og tjóma oss langar að sjá þig. Ó, kom þú oss nær. Lát þína rödd oss i hjörtunum hljóma og huggunarorðin þin liðendum fœr. y>Jeg lifi, og þjer munuð lifan, þú sagðir, það lifsorðið huggar i nauðunum oss. Og grátendum öllum liðsemd þú lagðir lausnarinn bliði, — og síðast á kross svöluðu orðin þin harmþrungnum hjörtum heilagi Drottinn, — og vist muntu enn gangandi’ á Ijósdýrðar lí/svegi björtum tœkna, og frelsa oss dauðtega menn. L B. SöiroiiD, boðskapur og kraftur, Páskaprjedikun eftir síra Bjarna Jónsson. Guöspjallið : Matt. 28., 1-8. Jesús er upprisinn. Það er hinn mikli páskaboðskapur. Það viður- kenna allir, að lærisveinar Jesú breyttust. Áður var hjá þeim nætur- myrkur sorgarinnar. Jesús var dá- inn. Allar vonir horfnar. En það komu páskar. Og nú Ijómaði bjá þeim hin skæra morgunbirta. — En hvað hafði breytt þeim? Þeir sögðu sjálfir frá því: Jesús lifir. Hvernig vissu þeir það? Birtist hinn dáni þeim? Eða reis hann upp frá dauð- um, og var lifandi meðal þeirra? Er hægt að vita annað en þetta, að lærisveinarnir urðu sannfœrðir um, að hann væri upprisinn, og að þessi sannfæring yfirgaf þá aldrei? En er þá ekki hægt að fá sönnun? Er hægt að fá nýja sönnun nú? Jeg lít svo á, að það sje ekki hægt að fá nýja visindalega sönnun, og jeg lft svo á, að vísindin geti ekki eytt þeirri sönnun, sem kristin kirkja á. Jeg sje ekki nokkra breytingu á þessu mi og á hinum fyrsta páska- degi. Þá var fregnin flutt, og hinn upprisni mætti lærisveinunum. Þeir trúðu — og bæði konurnar og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.