Bjarmi - 01.04.1929, Blaðsíða 8
76
BJARMI
dags. Þegar á eftir skipa börnin sjer
í flokka, oftast eftir aldri, og talar
þá hvei kennari við sinn flokk í 12
til 15 minútur. Hafi salurinn verið
fullskipaður börnum, ber nauðsyn
til að nokkrir flokkarnir geti leitað
til hliðarherbergja.
Pegar viðtalsstundin er liðin, er
bjöllu hringt, setjast þá öli börnin
aftur í fundarsalinn. Er þá sálmur
sunginn, stutt ræða flutt á eftir af
forstöðumanninum, sálmur sunginn,
bæn flutt og útgönguversið sungið.
Sjeu sálmar stuttir og engar tafir,
stendur þetta alt rúma klukkustund.
Alment er litið svo á, að þar sem
starfskraftar og húsnæði leyfa, sje
æskilegri þessi flokkaskifting og
margra manna leiðbeiningar en ein
ræða, eða með öðrum orðum:
sunnudagaskólar sjeu áhrifameiri en
barnaguðsþjónustur. — Auövitað kann
þessum sjálfboðaliðum að vera mis-
jafnlega vel lagið að tala við börn,
en sje þeim áhugamál að hjálpa
börnunum til að elska Jesúm Krist
og taka framförum yfirleitt í öllu
góðu, þá verða vikuiegir undirbún-
ingsfundir kennaranna þeim sjálfum
til leiðbeiningar, þeir kynnast börn-
unum hver í sínum flokki, — sje
flokkurinn hæfilega stór (ekki yfir 20)
— og verða smámsaman vel færir
starfsmenn, þótt viðvaningsbragur sje
á ýmsu í fyrstu.
Aðalatriðið er að starfsfólkið sje vel
kristið fólk, er taki til starfa af trú
og kærleika, — og sje vel samhent í
þessu starfi. — Það skiftir engu, þótt
það hafi ólíkar skoðanir á öðru, t. d.
stjórnmálum. — Vonandi lítil ástæða
til að vara við þeirri fjarstæðu, að
trúað fólk þurfi endilega að fylla
sama stjórnmálaflokk. — Hitt er alt
annað, að ekki er til neins að ætla
sjer samvinnu í trúmálum, nema fult
traust og samkomulag sje um það,
sem flutt verður. T. d. er alveg óráð-
legt að þeir, sem trúa guðdómi Krists
og treysta biblíufrásögunum, og hinir,
sem efast þar, fari aö vinna saman.
Endurskírendur og lúterskir menn
geta heldur ekki unnið saman að
þessu starfi, nema aðrir hvorir bregð-
ist sannfæringu sinni um barnaskirn.
Sje sóknarpresturinn vinur efa-
semdastefnanna, — er alls ekki ráð-
legt að trúað fólk eldri stefnunnar
taki nokkurn pátt i þessu eða öðru
trúmálastar/i með honum, — enda
mun hann sjaldnast óska þess. —
Leiti hann sinna jábræðra til sam-
starfs og veiti þeim tækifæri til að
sýna áhuga sinn í verki. En hins
vegar er meir en mál komið til að
trúað fólk innan safnaðanna taki
höndum saman um starfið meðal
barnanna, hvort sem presturinn vill
eða má vera að því að vera for-
göngumaður, eða ekki. — 1 fjölmenn-
ustu og víðlendustu prestaköllunum
er engin von að presturinn hafi tíma
til að stjórna vikulegum barnasam-
komum, en sje hann samhentur
starfandi safnaðarfólki, er auðvitað
ágætt að hann komi þangað við
og við. (Frh.).
Vestan um haf. Benjamín Krist-
jánsson skrifar til »Strauma« vestan frá
Winnipeg, að sjer falli vel við íslenska
Únitara par, þeir sjeu af sama sauðahúsi
og nýguðfræðingarnir á íslandi, og
gremst auðsjáanlega það einurðarleysi,
eða hvað það er, sem ekki vill við það
rjettnefni kannast. —
Síra Fr. A. Friðriksson, prestur »sam-
bands-safnaða« í Vatnabygðum í Canada,
dvelur nú vetrarlangt við nám í únítar-
iskum skóla í Chicago. — Söfnuðir hans
veita honum sömu laun og áður, og er
það myndarlega gert.
Útgefandi: Signrbjörn Á. Gíslnson.
Prentsmiðjan Gutenberg.