Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1929, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.04.1929, Blaðsíða 6
74 B J A R M I ferðalög á vetrum. En því umdæmi hefir hún þjónað með frábærum dugn- aði, þangað til í fyrra vor, og búin að vera við 1000 fæðingar. í fyr- nefndri grein er svo sagt frá meðal annars: »Eitt sinn á áliðnum velri kemur bóndinn í Vík í Hjeðinsfirði til Jak- obínu og segir að nú sje ekki gott í efni. Konan sín sje i barnsnauð, illa haldin, sjór alveg ófær, og umbrota- ófærð á Hestskarði. En það versta sje þó, skarðið sje sýnilega að eins óhlaupið. Jakobina hikaði samt ekki við eitt augnablik, en bjó sig í snatri og kvaddi litlu drengina sína, þó eins gæti hún búist við að sjá þá ekki aftur. Upp snarbratta var að fara. Víða var hnjesnjór og meira. Pegar að hættusvæðinu kom, var hún vöruð við að gefa nokkurt hljóð frá sjer. Það yki hættuna. Áfram var haldið og upp á fjallsbrún komust þau, en 10 mínútum síðar sópaðist snjóflóðið niður i dalinn, yfir svæð- ið sem þau höfðu farið. — Viku áð- ur en Jakobína átti síðasta drenginn sinn, var hún sótt frá sama bæ (í Hjeðinsfirði) til sömu konu. í þá ferð kveðst hún hafa farið manninum sfn- um nauðugast, en um annað var ekki að gera. Eini læknirinn, sem hjer var þá, var staddur inn í Felli í Sljettuhlíð. Og 17 dögum eftir fæð- ingu drengsins (hann lá þá á iikbör- unum) var Jakobína lögð á fjallið — á hestbaki reyndar í það sinn — á lítt færum vegi, að Dölum«. Árið 1892 giftist hún ágætum manni Jóni Jóhannssyni skipstjóra. Eignuð- ust þau 3 syni, sem allir eru dánir. Elsti sonurinn, Jóhannes, var hálfn- aður með læknisnám, og hið efni- legasta mannsefni, er hann andaðist á heilsuhæli i Danmörku, annar, Jens, andaðist 18 ára að Vífilsstöðum en sá yngsti 3ja nátta. — En öll þau sár bera þau hjón vel. Siglfirðingar hafa oft sýnt frú Jako- bínu velvild og þakklæti í orði og verki eins og eðlilegt er — og Bjarmi þakkar henni ágæta aðstoð fyr og síðar. Barnaguðsþiónustur. — Sunnudagaskólar. i. »Öld barnanna« er eitt gælunafn 20. aldarinnar. 19. öldin sá fleiri barnaskóla stofnast en nokkur »for- móðir« hennar. Langflestir voru þeir meðal evangeliskra manna. Barna- fræðsla og öll alþýðumentun er þar best og almennust, sem lúterskir og »reformertir«, eða í einu orði »evan- geliskir« menn byggja. Rómversk- og grísk-kaþólsk alþýða er þeim langt á baki, og ókristnar þjóðir langt á eftir þeim kaþólsku. Ferðamaður, sem kemur frá evan- gelisku landi til suður- eða austur- hluta álfu vorrar, og kynnist þar prýðilega mentuðu embættismanna- fólki, verður forviða, er hann rekur sig á að vinnufólkið er hvorki læst nje skrifandi, — og fær svo t. d. þessar upplýsingar: »í rómversk- kaþólskum hjeruðum þessa lands er þriðji hver fulltíða maður ólæs, en hjá nágrannaþjóð grísk-kaþólskri er ekki nema þriðji hver læs, — og hjá Tyrkjum ekki nema tíundi hver læs og skrifandi«. »Öld barnanna« á þar mikið hlut- verk enn. Rótt hún hafi þegar sjeð gert meira fyrir börnin um viða ver- öld en 19. öldin sá. — Fyrrum ljetu menn sjer nægja »heimilisfræðslu«,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.