Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.04.1929, Side 3

Bjarmi - 01.04.1929, Side 3
B J A R M I 71 vígðir menn fengju að vita um það. En það var hið fyrsta sem var prje- dikað. Það var aðal-atriðið, sem allir áttu að fá að vita um. Og þessi opin- berlega trú og vissa var inntöku- skilyrði i söfnuðinn. Enginn söfnuður nokkru sinni án páskatrúar. Enginn postuli án þess- arar trúar. Peir völdu mann í stað Júdasar »til þess að hann verði votlur upprisu hans, ásamt oss«. Og svo kom Pjetur opinberlega fram: »Þenna Jesúm uppvakti Guð, og erum vjer allir vottar þess«. Ekkert hik — ekki leitað fyrir sjer, hvernig menn muni taka þessu. Og ekki í fljótfærni eða í hita talað, þannig að þeir drægju úr þessum boðskap siðar. — Með miklum krafti báru postularnir vitni um upprisu Drottins Jesú. Enginn söfnuður, enginn postuli, enginn vitnisburður án páskatrúar. Peir svöruðu ekki, af því að þeir væru neyddir til þess. Þeir boðuðu áður en þeir voru spurðir: Hann er upprisinn. Upprisan er byrjunin að trú safnaðarins. Og ef vjer erpm spurðir: »Af hverju trúir þú á Jesúm? Af hverju trúir þú á bann, sem er dáinn?« — -Pá svörum vjer: Vjer trúum á bann, sem lifir. — Vjer segj- um ekki: »Af því að hann sást« — vjer segjum hið sama og vottarnir: Hann er upprisinn. Jeg hlusta á vottana. Jeg lilusta á Pál í 15. kap. í I. Kor.: »Því að það kendi jeg yður fyrst og fremst, sem jeg einnig heti meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda, sam- kvæmt ritningunum, og að hann var grafinn, og að hann er upprisinn á þriðja degi, samkvæmt ritningunum, og að hann birtist Kefasi, síðan þeim tólf«. — Já, þetta er röðin: Uppris- inn — og svo birtist hann. Pessu hefir verið sagt frá alt til þessa dags. Þessu segi jeg frá á þessum páskum. Pessu trúi jeg. Jeg hefi næga sönnun. Jesús hefir sjálfur gert ráð fyrir þessu. Honum trúi jeg. — Páskaengillinn hefir sagt: »Sjá, jeg hefi sagt yður það«. Og söfnuðurinn, kirkja Krists, hefir haldið áfram að segja frá því alt til þessa dags. Jeg hefi mjög mikla ástæðu til þess að reiða mig á það, sem söfn- uðurinn hefir vilnað: Jesús er upp- risinn. Jeg trúi því. Annars gæti jeg ekki staðið á helgum stað frammi fyrir söfnuði og haldið páskaræðu. Viðburðurinn er sannur. Jeg flyt þjer tíðindin. En það er ekki nóg að vita að þetta er satt, og það er ekki nóg að segja frá því. — Páll trúði því, og hann sagði frá því. En hann segir meira. Hann talar um að þekkja Jesúm Krist, að þekkja kraft upprisu hans. Þessi kraftur er raunverulegt afl. Afl, sem Jesús Kristur á, og það streymir til vor. Vjer fáum hlutdeild í þessum krafti. Hvílíkur kraftur. Sama kvöldið er hann gekk út í pínuna, sagði hann: »Jeg lifi og þjer munuð lifa«. Hvílíkur sigurkraftur. Hann lifir, og vjer, sem trúum á hann, munum lifa. — Hvílíkt líf. Pað er eftirsóknarvert lif, það er líf með krafti, sterkara en með vorum eigin krafti. Sami krafturinn, sem reisti Jesúm fra dauðum, starfar í oss, sem trúum. Jeg bendi oss öllum á slíka páskagjöf. Nú getum vjer lifað og starfað. Nú eigum vjer nýja lífs- skoðun. Menn tala svo mikið nú á tímum um nýjar skoðanir. Par sem kraftur upprisunnar er verkandi, þar er ný lífsskoðnn. 1 hverju er líf mannanna fólgið? Að keppa að marki, að sækjast eftir svo mörgu. En hve menn verða samt

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.