Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1929, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.04.1929, Blaðsíða 4
72 B J A R M 1 að lokum að láta sjer nægja hið litla. Lítum á kirkjugarðinn, þar er gröf við gröf, leiði við leiði. En hve jeg verð að láta mjer nægja lttið svæði að lokum. Peir, sem þar hvíla, eru búnir að læra það, sem oss virðist svo erfitl, að sækjast ekki eftir svo mörgu, sem hverfur og eyðist. Nú sjá þeir það, sem vjer eigum allir að sjá hjer, að þetta er markið, að þó að duftið geymist í hinni dimmu gröf, þá er lífíð geymt hjá Guði. Hlustum á orð postulans: »Fyrst þjer því eruð uppvaktir með Kristi, þá keppist eftir því, sem er hiö efra, þar sem Kristur situr við hægri hönd Guðs. Hugsið um það sem er hið efra, en ekki um það, sem á jörð- inni er, þvi að þjer eruð dánir, og líf yðar er fólgið með Kristi í Guði«. Já, þannig á líf vort að vera. Það er svo margt, sem má deyja. En vjer eigum um ieið að fá nýjan kraft til að lifa. Það er ekki nóg að vita um upp- risuna — ekki nóg að segja frá henni — ekki nóg að heyra um hana. En kraftur upprisunnar verður að gagnsýra alt vort lif. Og þetta á að vera mark vort, að /r/ vort sje fólyið með Kristi i Quði. Þetta er hin nýja lífsskoðun. Petta er að lifa. Pað er ekki lífið •— að láta oss nægja þetta, sem jeg kalla mitt og þú þitt. Vjer njótum þess að eins um stundarsakir. Þú horfir á það. Pjer má þykja vænt um það — þú skalt taka á móti því með þakk- læti. — Víst má það vekja gleði vora að eiga það, sem fagurt er og nyt- samt. En það kemur sú stund, að jeg verð að sleppa þvf. — Það kemur sú stund, að alt þetta hverfur. Jeg á ekki heima nema um stund i þess- um jarðnesku hibýium, Hve gott að vita, hvar jeg á heima, hvar líf mitt er, að það er fólgið með Kristi i Guði. Par er það. Þá er jeg liftrygður. Þar er mitt rjetta líf. Jeg er á ferð — er hjer stuttan tíma. Lif mitt er með Kristi i Guði. Hvílík birta þá yfir mínu stutta jarðneska lífi. Hvilíkt mark, hvilík gleði, hvílíkt starf. Þetla er að lifa. Þetta er líf, sam- fara páskagleði. Fögnum páskagleði. En eins og jeg viti það ekki, að það er skamt til tára á páskadegi. Eins og jeg viti það ekki, að það eru margir sorgbitnir og daprir í bragði. Jeg þekki svo marga sorg- bitna. Jeg geng nm göturnar. Jeg veit, að þarna í þessu húsi er sorg. í hinu húsinu er enginn dáinn, en það er mikil sorg þar samt. — Og þess óska jeg hinum sorgbitnu nú á páskunum, að þeir megi öðlast kraft upprisunnar. Annars gefast hinir sorgbitnu upp. Postulinn talar um að þekkja kraft upprisu Krists og samfjelag písla hans. Fyrst kraftinn — þá megna þjáningarnar ekki eins mikið. Þær koma þá að vopnuöum mönnum. — Iíæru, sorgbitnu vinir I Jeg bið um þenna kraft handa yður. Jeg bið um hann handa þeim, sem nú á þessum páskum og endranær lita eftir gröfinni, og jeg bið um þenna kraft handa hinum sjúku, hinum fátæku, hinum þungbúnu, sem horfa á vonaborgir, sem hafa hrunið. En Guðs orð segir, að vjer ekki að eins berum deyðing Jesú á likama vorum, heldur einnig lif Jesú. Líf hans á að verða opinbert í lifi voru. Hið brothætta leirker getur einnig geymt dýran fjársjóð. Og nú eigum vjer að geta miðlað öðrum af fjár- sjóðnum. Vjer eigum að öðlast kraft, til þess að segja öðrum frá hinu

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.