Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.09.1929, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.09.1929, Blaðsíða 1
Að skilnaði. Oplð brjef til islenskra kristnlboðsvlna. Kæru vinir I Þegar við nú i þann veginn erum að leggja af stað til Kína, þá þykir okkur vel viðeigandi og vænt um, að geta sent ykkur með þessu móti nokkur orð að skilnaði. Það sem fyrst og fremst hreyfir sjer í hjörtum okkar, er innilegt þakklœti til Guðs. Við áttum því láni að fagna, þenna stutta dvalartíma heima, að mæta velvild og skilningi hvarvetna. Að fara nú til Kína, kostuð að öllu leyti af íslenskum kristniboðs- vinum, er okkur meira gleðiefni en orð fá lýst. Mjög er það okkur til styrktar og uppörfunar að hafa kynst svo mörgum einlægum, trúföstum kristniboðsvinum. Það hefir ómetan- iega mikla þýðingu fyrir okkur, eins og starfskjörum okkar er háttað í Kina. Í>ví rnunum við æfinlega minn- ast ykkar, kæru vinir, með gleði og þakklæti til Guðs. — Auömýkjandi er það fyrir okkur, að hafa ekki orðið fjelagsskap ykkar að meira liði en raun er á. En Guði hljótum við að þakka fyrir ykkur öll og fyrir það alt, er hann gaf okkur í sam- fjelaginu og samstarfinu við ykkur. Eftir að hafa sjeð og heyrt hvernig karlar og konur, víða um ísland, taka kristniboðsmálinu, þá erum við mjög bjartsýn. Við finnum að minsta kosti, er við hugsum til starfsins heima, enga ástæðu til að láta hugfallast. Velvild alls almennings, fórnfýsi fjöl- margra einstaklinga, en þó einkum viðkynning okkar af kristniboðs- fjelagsskapnum, hefir sannfært okkur um, að kristniboðsmálið muni eiga mikla framtið á íslandi. í því sam- bandi hugsum við einnig til kristni- boðs-nemans nýja, Jóhanns Hannes- sonar. Það er islenskum kristniboðsvinum mikið áhugamá), að öll Guðs börn á landinu hlýði hinsta boði frelsar- ans, og fari að stuðla að því. að fagnaðarboðskapurinn berist »út um allan heim«. En við daufheyrumst heldur ekki, er hann býður okkur að »byrja í Jerúsalem«, byrja á því sem næst er fyrir. Við unnum okkar eigin þjóð og elskum, um fram alt, kirkju Krists á íslandi. En við erum þess fullviss, að við getum ekki unnið kirkjunni gagn með öðru móti betur, en að fara nú að sinna sum- um hinna mörgu verkefna hennar, sem lítil rækt hefir verið sýnd hingað til. Nú eru miklir möguleikar til að hefja öflugt og fjölþætt starf í þjóð-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.