Bjarmi - 15.09.1929, Page 2
166
B J A R M I
kirkjusöfnuðunum íslensku. Tæki-
færin til kristilegrar starfsviðleitni
virtust okkur vera svo mikil, að það
var miklum sársauka bundið að
verða nú að fara af landi burt. Viðs-
vegar um alt land eru Ieitandi sálir,
þyrstar eftir orði frá Guði og eftir
vitnisburðinum. Er sárt til þess að
vita, hve lítið er um guðsorðs-boðun
vlða á íslandi. Óefað verður ekki úr
því bætt með öðru móti, en sjáll-
boðastarfi trúaðra áhugamanna.
Það gladdi okkur, því það spáir
góðu um framtíð frjálsrar starfs-
viðleitni innan þjóðkirkjusafnaðanna
islensku, hvernig »gamla guðfraðin«
um synd og náð, um guðdóm Krists
Og friðþægingu, finnur aistaðar opin
björtu. Pví fengum við að sjá vor-
boða guðsríkisins: frið og fögnuð
heilags anda i trúarlífi margra ein-
staklinga. — Guð gefi okkar ástkæru
þjóð marga votta, til að flytja henni
þenna sáluhjálplega boðskap I
Hvað það verk snertir, er við nú
hverfum aftur að í Kma, þá skulum
við vera fáorð í þetta skilti. Prátt
fyrir óeyrðir og margskonar ann-
marka, er alt útlit fyrir að nú fari
miklir kristniboðstimar í hönd i Klna-
veldi. Er engu siður af því látið á
okkar starfssviði en annarsstaðar. —
Frá því, og eins frá ferðalaginu til
Kína, segjum við seinna.
Um leið og við nú kveðjum ykkur,
þökkum samveruna og óskum ríkustu
blessunar Drottins, beygjum við okkur
1 auðmýkt og segjum af bjarta:
»Jeg stend til brautar búinn,
min bæn til þín og trúin
er einka athvarf mitt,
ó Guð, min stoð og styrkur;
jeg stari beinl i myrkur,
ef mjer ei Iýsir Ijósið þitt«.
Stödd 1 Niðarósi, 22. júli 1929.
IJerborg og Ólafur Ólafsson.
Sadhu Sundar Singh.
[Par eð margir spyrja um Sadhu
Sundar Singh, er hjer ágrip af grein um
hann, sem dr. A. J. Appasamy, fram-
kvæmdastjóri í kristilegu bókmentafjeiagi
i Madras, skrifaði í indverskt tímarit
síðastl. voi].
Sundar Singh býr nú I Sabathu.
Húsið hans er á hárri hæð, og ein-
stigi 2 km. langt, um þjettan greni-
skóg, upp að þvi.
Næsta járnbrautarstöð er Dharam-
pore, og 16 km. leið þangað.
fo.pið Sabathu er honum kært,
þvi að þar hóf hann Sadhu-starf sitt
árið 1905.
Þegar jeg kom til hans fyrir 5 ár-
um, bjó hann I miðju þorpinu, í
húsi er hann hafði keypt fyrir föður-
arf sinn, en vegna heilsunnar varð
hann að fá betra næði; gaf hann þá
húsið vinum sinum, er höfðu stundað
hann veikan. Fluttist hann svo út úr
aðal-þorpinu og upp á hæðina. Trú-
boð öldungakirkjunnar átti húsið, og
býr þar ameriskur trúboðs-læknir,
dr. J. N. Peoples, með honum. —
Læknirinn stundar boldsveika í bæli
þeirra skamt þar frá, en bæði veita
þau læknishjónin Sundar Singh alla
umönnun, einkum þegar hann er
veikur, sem oft vill veiða nú siðustu
árin.
Andstæðingar hans seg a að hann
hafi brugðist Sadhu-skyldu, með því
að kaupa sjer bús, — hann á húsið,
sem hann býr I. — Jeg talaði um
það við hann, vikuna sem jeg bjó
hjá honum siðast (24.—31. okt. 1928).
Hann komst svo að orði um það
efni:
»Hugsjón mln hefir aldrei verið
sjálfsafneilun, vegna hennar sjálfrar.
Pað væri enginn ávinningur. Guð
hefir skapað alt i heiminum, og alt