Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.11.1929, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.11.1929, Blaðsíða 2
198 B J A R M 1 1. »Hinn almenni sóknarnefnda- fundur í Reykjavík 1929, lýsir ónægju sinni yíir skipun nýrrar kirkjumála- nefndar, sbr. ályktun siðasta sóknar- Defndafundar, og samþykkir að beina eftirfarandi tillögum til nefndarinnar« : 2. »Fundurinn er sannfærður um, að fækkun presta, samkvæmt lögum 1997, hafi allvíða hnekt kristindóms- lífi safnaðarmanna og dregið úr hús- vitjunum, undirbúningi barna til fermingar, og andlegri kynningu presta og safnaða. Og þar sem sam- eining prestakalla mundi sjer í lagi verða sveitunum til hnekkis, þá legg- ur funduiinn eindregið á móti frek- ari sameining prestakalla en orðið er. Hinsvegar telur fundurinn mögulegt og æskilegt að fela prestum í fá- mennum piestaköllum aukin fræðslu- slörf, samhliða prestsstaifinu«. 3. »Fundurinn litur svo á, að æs- ingar við prestskosningar hafi einatt haft slæm áhrif á safnaðarlífiö, og telur því rjett að prestskosningalög- unum verði breytt á þá leið, að söfn- uðunum sje heimilt að kalla sjer prest, en ef söfnuðurinn notar sjer ekki þenna rjett innan tiltekins tíma, sje prestakallið auglýst til umsóknar og veitt, samkvæmt tillögum sóknar- nefnda. Ennfremur er fundurinn því meðmæltur að prestum verði að lög- um leyft að hafa »brauðaski(ti«, þar sem hlutaðeigandi söfnuðir veita því samþykki sitt«. 4. »Fundurinn telur það nauðsyn- legt kristindómslifi þjóðarinnar, að fá nánara samstarf milli safnaða, kirkjusljórnar og löggjafarvaldsins, fyrir því telur hann æskilegt, að sett sje kirkjuráð við hlið biskups, kosið af hjeraðsfulltrúum, er eigi tillögu- rjett um öll löggjafarmál, er kirkjuna vaiða, og um stjóin ytri og innri kirkjumála«. 5. »Fundurinn telur það nauðsyn- legt að prestar hafi sem mesta sam- vinnu innbyrðis, og einkum telur hann miklu varða að sem best og viðtækust not verði að starfskröftum hinna áhrifamestu kennimanna lands- ins á hverjum tima. Fyrir því skorar fundurinn á kirkjumálanefndina að reyna að fá því til vegar komið, að löggjafarvaldið styðji ferðaprests- starfið framvegis«. 6. »Þar sem fundurinn telur mjög mikilsvarðandi að orðið geti sem nánust samvinna kirkju og víðvarps, vill hann eindregið mælast til, að kiikjumálanefnd reyni að fá þvi til vegar komið, að kirkjan fái fulltrúa í stjórn víðvarpsins«. 7. »Um leið og fundurinn lýsir ánægju sinni yfir þvi, að baina- kennurum er á fjárlögum fyrir næsta ár veittur styrkur til utanferða, skorar hann á kirkjumálanefnd að reyna að fá þvi til vegar komið. að Alþingi veiti og prestum utanfararstyrk til fullkomnunar í starfi sinu«. 8. »þar sem svo mikið fje hefir að fornu og nýju gengið frá kirkj- unni til ríkisins, telur fundurinn ranglátt að starfsmönnum kirkjunnar sje eigi launað líkt og öðrum starfs- mönnum rikisins«. 9. »Fundurinn væntir þess, að kirkjumálanefnd vinni að þvi, að sett verði strangari lagaákvæði um ábyigð á hendur þeim kirkjueigendum, er vanrækja skyldur sinar«. 10. »Fundurinn telur æskilegt, að hæfum manni sje falið að leiðbeina söfnuðunum um skipulag og um- gengni kirkjugarða«. 11. »Fundurinn skorar á kirkju- málanefndina að reyna að koma því til vegar, að organleikurum verði veittur styrkur til að kenna börnum á skólaskyldualdri og nemendum á

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.