Bjarmi - 15.11.1929, Blaðsíða 1
SóknarnefndafuDdurinfl
í Reykjavík 15.—17. október 1929.
Hann fór fram samkvæmt dag-
skránni, sem birt var bjer í blaðinu
1, október, nema að því leyti að 2
erindi bættust við, sem þá var ekki
búið að tilkynna. — Síra Halldór
Jónsson, Reynivöllum, flutti erindi
um safnaðarsöng, og ungfrú Laufey
Valdimarsdóttir um mæðrastyrki.
Aðal-málin, sem mest var rætt um,
voru samvinna skóla og lieimila, og
áskoranir til kirkjumálanefndarinnar
— og komu þær umræður víða við.
Fanst sumum í meira lagi óviðfeldið
að fræðslumálanefndin skyidi alveg
sleppa Jóhannesar-guðspjalli, þar sem
hin guðspjöllin eru að nokkru leyti
tekin á lesskrá barnaskólanna. — En
það sannast, að Jóhannesar-guðspjall
heldur velli og lifir þá lesskrá. —
Fyrirspurn um kvermálið kom til
fræðslumálastjóra, sem tók þált i
umræðunum annan daginn. Svaraði
hann svo, að ekki væri ætlast til að
kver væri kent i barnaskólum, en
þó ekki bannað, þar sem tími væri
til, að lesskrá full-lesinni, og kenn-
arar og börn óskuðu.
Frummælandi, fr. Halldóra Bjarna-
dóttir, flutti tillögu,sem allir fjellust á,
og var á þessa leið:
»Fundurinn lítur svo á, að meiri
samvinna þurfi að verða milli heim-
ilanna og barnaskóla vorra, ef
fræðsluiögin eiga að ná tilgangi
sínum. — Til að ná þessu marki eru
heimsóknir kennara og foreldra-fund*
ir nauðsynlegir, — í öðru lagi að
foreldrar kjósi fulltrúa úr sínum flokki,
er mæti í kenslustundum við og við,
svo að nánari samvinna komist á
milli skóla og foreldra.
í þriðja lagi, að auka þurfi upp-
eldisfræðsluna í landinu með náms-
skeiðum, verklegum leiðbeiningum,
fyrirlestrum og uppeldisritum, og
veita í sambandi við þessa fræðslu
aðstandenduin leiðbeiningar um
fræðslu barna«,
í fundarbyrjun var kosin fimm
manna nefnd, til að undirbúa tillögur
eða áskoranir til kirkjumálanefndar-
innar. Voru kosnir: Sira Brynjólfur
Magnússon, Grindavík, síra Guð-
mundur Einarsson, Mosfelli, Ólafur
Björnsson, kaupmaður á Akranesi,
Sigurbjörn Rorkelsson, kaupmaður í
Reykjavík og Sigurgeir Gislason, verk-
stjóri i Hafnarfirði. — Þeir fluttu
síðasta fundardaginn þessar tillögur,
er allar voru samþyktar: