Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.11.1929, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.11.1929, Blaðsíða 6
202 B J A R M I Svar. Herra ritstjóri I I 15 tbl. blaðs yðar skrifið pjer grein með yfirskriitinni »Ranghermi Strauma«, Með því að par er átt við nokkrar setn- ingar ou ályktunarorð i svari mínu til sira Ofeigs Vigt'ússonar í Fellsmúla, sem birt- ist í 5. tbl. »Strauma« þ. á, leyfi jeg mjer að senda yöur fáeinar aihugasemdir við þessari grein yðar, tit birtingar í næsta blaði Bjarma. — Pað skal þá fyrst tekið fram, að þetta greinarkorn mitt, sem þjer hneykslist svo stóileaa á, er fyrst og fremst ritað til þess að sýna fram á, að það sje »skilningur manna á ritningunni og trúarjátningunum, sem skiiti þeim í gamalguðfræöinga og nýguðfraeðinga«. — pað meginatriði grein- ar minnar látið þjer kyrt liggja og virð- ist vera þvi samþykkir. Hinu neitið þjer aftur á móti, að »gamalguðf'ræðingar kenni að enainn munur sje á elstu ritum G.-T. og ritum N. T « Og þjer haldið því fram, að jeg hafi misskilið umrnæli þeirra þriggja manna, sem jeg vitnaði í, nráli minu til sönnunar. Þjer segið, að ummæli þeirra »snerti ekki þ tla atriði, hvort munur sje á ritum G.-T. og N.-T« (sicl) og sömu- leiðis »að þeír neiti því alveg þessir þrír, að þeir »kenni« svo sem Kr. segir«. Allur þessi málabúnaður yðar er dá- lltió skemtilegur, en óneitanlega hafið þjer gert vinum yðar, þremenningunum, Ijótan bjarnargreiða, þvi að eftir þvl, sem þjer hafið nú eflir þeim, fæ jeg eigi belur sjeð, en þeir neiti því, sem þejr hafa áður sagt. Jeg neyðist þvi til að athuga nokkuð gerr ummæli þeirra í sTrúmálaviku Stú- denlaljelagsins«, ef verða mætti, að þjer gætuð skilið, að þau snerta þetta atriði. Ummæli síra Fr. Fr. eru þannig: »Hún (þ. e. biblian) er mjer heilög bók, af Guði innblasin frá fyrstu síðu tíl hinnar síðustu« (bls. 162). Hvaða skilning Ieggið þjer inn í þessi orð, hr. ritstjóri? Jeg játa hreinskilnislega, að jeg trúi ekki á innblásturskenninguna. Fekking mín á ritningunni mótmælir henni. Hjer er ekki rúm til að ræða um guðshugmynd ýmsra rita G. T , nje heldur upptóku þeirra i helgirilasafmð, en sá, sem trúir þuí. að biblian sje innblásin spjaldanna a milli, játar ótvirœtt, að enqinn gildismunur sje á rilum hennar, — að hún sje öll óskeik- illt Guðs orð — Gerði hann hið gagnstæða, bæri að skilja það svo, frá rökfræðilegu sjónarmiði, að Guð gerði ekki altjafn vel. Én má jeg ekki vona, að þjer sjeuð mjer sammála i þvi, að Guð geri att jafn vel, og að verk hans sjeu ekki misheppnuð, eins og verk vor mannanna? Pá eru umrnæli síra Bjai na Jónssonar: »Vjer eígum Guðs orð, heilaga ritningu, sem menn mega rannsaka; hún þolir það« (bls. 118). — Framsetnmg þessara orða er ekki svo ljós sem æskilegt væri. En bvað meinar sira Bjarni með því að segja, að biblian »þoli að hún sje rannsökuð?« Allir sem lesa þessi ummæli hans, hyggjegað muni skiija þau svo, að það sje skoðun dómkirkjupreslsins, að ritningin standist alla gagnrýni, og hvergi skeiki frá sann- leikanum í nokkru atriði. Og það er í rauninni ómögulegt að leggja annan skiln- ing inn i þau, jafnvel þótt þjer hneykslist á honum. En er þá sira Bjaini ekki bein- linis að kenna, aö öll rit bibllunnar sjeu jöfn að gildi? Jú, vissulega. — Baðir þessir prestar sanna þann veg staðhæfingu mina, sem þjer segið að þeir neiti nú. Éeir um það; þessum orðum geta þeir aldrei neitað, en það gleður mig hins vegar, ef þeir hafa snúið fra fyrri villu sinni. Loks eru ummæli hr. Árna Jóhanns- sonar bankamanns. Hann segir, að sjer hafi fundist heildaráhrifin af fyrirlestrum prófessoranna H. N. og S. P. S. vera »lítilsvirðing biblíunnar«. — Pað á að sýna skilningsleysi hjá mjer og rökvillu, að jeg benti á þessi orð til sönnunar máli minu! En þjer leitist ekki við að hrekja þá ályktun, sem jeg ljet fylgja þeim. Pað hefði þó verið heiðarlegra gagnvart les* endum blaðs yðar. Annars efast jeg ekk- ert um hvor þeirra, pióf. Haraldur heit. Níelsson eða hr. Árni Jóhannsson, hafi skilið Krist betur og rjettar. Og að próf. H. N. hafi »hneykslast á orðum Krists«, er hin mesta fjarstæða. Engan mann hefi jeg þekt, er bar meiri lotningu fyrir frels- aranum, en H. N. En á hinu hneykslaðist H. N , er menn vildu benda á orð og um- mæli i G.-T., sem óskeikulan mælikvarða enn i dag. Pað þótti honum varhugaverð kenning, og það var vegna þess mikla munar, sem H. N. taldi vera á G.-T. og N.-T., að hr. Á. J. Ijet þessi áðurnefndu orð falla, og vafalaust engu öðru. Fyrir því skilst mjer, að ummæli hr. Á. J sanni ágætlega mál mitt, ekki síður en orð prestanna. Utn afstöðu gamalguðfræðinga til játn- ingarritanna verð jeg fáorður En þrátt fyrir þa klausu, sem þjer biitið úr erindi yðar, veit jeg fyrir víst, að þeir eru margir sem undirstrika ummæli mín. Pessi til- vitnun yðar þarf heldur ekkert að koma í bága við þau. Pjer segið: »Gamla guð- fræðin . .. areisir gflrleilt trú sina og trúar- kenningar á N-T « Vjer nýguðfræðingar viljum eingöngu reisa trúarkenningai nar á N.-T. Pess vegna viljum vjer ekki hafa gömlu játningarnar 5, bindandi fyrir kirkj- una. Én hvers vegna viljið þjer halda í þær? Eða haldið þjer, að þær sjeu allar reistar á N.-T.? Nei, eldmóður hinna »rjetttrúuðu« fyrir trúarjátningunum finst mjer fullkomlega rjettlæta það, að oss »virðist« þeir legeja jafn mikið upp úr þeim og sjálfu N.-T. Pá er loks þriöja atriðið, sem jeg á að sanna, að í Bjarma hafi staðið, að vjer myndum »eyða allri guðstrú í landinu«. — Pegar jeg ritaði þetla, hafði jeg í huga grein síra Guðm. Emarssonar á Mosfelli: »Kirkja og rikisstjórn« (Bjarmi XKI. árg.,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.