Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.11.1929, Blaðsíða 3

Bjarmi - 15.11.1929, Blaðsíða 3
B J A R M I 199 unglinga og alþýðuskólum, — þar sem kennari fær eigi haft söngkenslu á hendi, — og fólki, sem tekur þátt f kirkjusöng, undirstöðuatriði í söng og söngfræði og lög við fögur ljóð, einkum ættjarðarkvæði og sálma- söng«. 12. »Þar sem víða er fengin reynsla fyrir því, að konur hafa unnið ágætt starf til að prýða og fegra kirkju sína, skorar fundurinn á sóknarnefndir landsins að gangast fyrir kosningu kirkjunefnda í hverri sókn til að fegra og prýða kirkju sína«. Eftir erindi Laufeyjar Valdimars- dóttur um mæðrastyrki, var samþykt. »Fundurinn er því einróma með- mæltur að sett verði lög um mæðra- styrki og heitir því máli fylgi sínu«. Umræðurnar út af erindi síra Ei- riks Albertssonar um kristindóm og bókmentir beipdust mjög að því hvað allskonar slæmar »bókmentir«, inn- lendar og erlendar væri óhollur lest- ur. Fjekk ritgerð Forbergs Fórðar- sonar um kristnihald vandamanna hans og sveitunga, þung ámæli ýinsra ræðumanna og »Iðunn« litlar þakkir fyrir flutninginn. — En aðrir mint- ust á klúryrtar sögur og sum kyn- ferðismálaritin, innlend og erlend, sem verið er að útbreiða. — T. d. hafa smábóka-auglýsingar, meinleys- islegar, birst í ísl. blaði frá dönsku óþverra forlagi, og ungt fólk langt uppi í sveitum glæpst á að panta þaðan, og fengið heim til sín »hrein« saurrit. Mönnum var fullljóst að það er ekki besta ráð gegn útbreiðslu slíkra bóka að telja þær upp og setja þær á nokkurs konar »svarta lista«, þvi að fyrst og tremst vekur það forvitni ýmsra, og getur fjölgað lesendum, og auk þess jafnan álitamál ura suraar bækur, hvar eigi að telja þær. Hitt þótti meir um vert að hvetja lestrar- fjelög til almennrar varúðar i þessu efni og reyna að fá bóksala til að hafna sölu á hverri þeirri bók eða riti, sem þeir teldu sjálfir óheillavæn- legt eða myndu ekki kjósa að fjöl- skylda þeirra læsi. Fyrir því voru þessar tillögur samþyktar: 1. »Að gefnu tilefni leyfir fundur- inn sjer að mælast til þess við alla bóksala landsins, að þeir foiðist eftir megni að útbreiða þær bækur eða rit, sem þeir sjá að líklegar eru til að spilla siðfeiði manna«. 2. »Fundurinn leyfir sjer að skora á þá, sem ráða bókakaupum til lestr- arfjelaga, að vera vandlátir í vali bókanna og forðast öll óþverrarit, sem líkleg eru til að spilla trú eða sið- ferði æskumanna«. — Ulmælin í »Straumum« til fund- arins út af þessum tilllögum eru stað- lausir stafir. En venjuleg avíðsýni og sanngirni« úr þeirri átt. — Ennfremur var samþykt undir fundarlokin »að fela framkvæmda- nefndinni, í samráði við biskup og hlutaðeigandi presta, að blutast til um að kristiieg erindi væru flutt í dómkirkjunni og fríkirkjunni í Rvík, eftir því, sem við verður komið í sambandi við hátíðahöldin næsta sumar«. Sömuleiðis taldi fundurinn æskilegt að þessi nefnd gengist fyrir trúmála- fundum utan Reykjavíkur og þá helst austanfjalls, einbvern sunnudag næsta sumar. í framkvæmdanefnd til undirbún- ings næsta aðalfundar voru kosnir: Síra Eirikur Albertsson, Hesti, sira Guðmundur Einarsson, Mosfelli, frú Halldóra Bjarnadóttir, Rvík, sira Ófeigur Vigfússon, prófastur í Fells-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.