Bjarmi - 15.11.1929, Blaðsíða 4
200
B J A R M I
múla, Ólafur Björnsson kaupmaður,
Akranesi, síra Ólafur Magnússon pró-
fastur Arnarbæli, Sighvatur Brynjólfs-
son, tollþjónn, Rvík, Sigurbj. í*orkels-
son kaupm., Rvik, Sigurbjörn Á.
Gislason, Rvík, Sigurgeir Gíslason,
verkstjóri, Hafnarfirði, og síra Sveinn
Ögmundsson, Kálfholti, en varamenn
Pjetur Halldórsson, bóksali og Sig-
urður Halldórsson, trjesmíðameistari,
báðir í Rvík.
Peir, sem til náðist úr þessari nefnd,
áttu síðan fund með sjer og kusu
Sigurbjörn Á. Gíslason fyrir formann,
frú Halldóru Bjarnadóltur ritara og
Ólaf Björnsson fjehirði.
Alls sóttu þessa fundi rúmlega 100
manns, þar af voru 22 kennimenn
og 40 aðrir fulltrúar. Ræður voru
fluttar 108 Og ræðurnenn 31.
Við skilnaðarsamsætið var sam-
þykt að fjölrita gjörðabókina, er Ás-
mundur Gestsson kennari hafði ritað
á rúmar 30 bls. í arkarbroti. Enn-
fremur bauðst Tómas Snorrason, safn-
aðarfulltrúi úr Grindavík, til að gang-
ast fyrir prentun allra aðal-erindanna
sem flutt voru á fundinum, og hefir
þegar fengið útgefanda að þeim. Er
vonandi að sú bók geti rekið heim
aftur það baktal, s\ð þessir fundir
snúist allir um »þröngsýnar trúar-
kreddur«, og því sje rjettast ný-
guðfræðinni að koma þar hvergi
nærri.
Vinum nýguðfræði hefir verið trá
öndverðu jafnheimilt sem öðrum að
sækja þessa fundi og láta þar til sín
taka. Forstöðunefnd þeirra hefirauð-
vitað engu ráðið um hverjir voru í
sóknarnefndum hjer sunnanlands nje
hvaða guðfræðingar »máttu vera að
því« að sækja fundina.
En úr því reynslan hefir sýnt, bæði
nú og fyrri, að nýguðfræðingarnir
flestir koma ekki nema þeir eigi von
á kappræðum um deilumál, þá sje
jeg fyrir milt leyti ekkert eftir þeim,
enda hefir mjer aldrei komið til hug-
ar að stefna þeirra yrði safnaðarlif-
inu til blessunar, eða væri fær um
að vekja áhuga leikmanna.
En eftir þvf tóku leikmenn fund-
arins, að ýmsir að komnir prestar
voru í Rvík þessa daga og Ijetu þó
ekki sjá sig á fundinum, og sumir
aðrir komu rjett snöggvast, — Ijetu
jafnvel ekki sjá sig síðasta daginn
þegar ýms stórmál þeirra sjálfra voru
rædd, — rjelt eins og þeim stæði al-
veg á sama hvernig fulltrúar safnað-
anna litu á þau.
Jeg er ekki alveg viss um að að-
slaða prestastjettarinnar sje svo ör-
ugg yfirleitt hjá þjóðinni að hún
»hafi ráð á« að lítilsvirða svo áhuga-
sama kirkjuvini úr leikmannahóp.—
Pess eru dæmin víða erlendis m. k.
að áhugasamir leikmenn verða ekki
mjúkhentir ábugalausum eða ósam-
vinnufúsum prestum. .
S. Á. Gislason.
Sólarþrá.
Ljeit er sorgin á brá,
þeim er sólina þrá,
líkt og húmdöggin smá
setjist heidarblóm á —
því að sœlan er vts,
þegar sólin þeim rís.
Jeg vil sólina sjá,
jeg vil sólskinið þrá,
eins og biómdögg á brá
hvert mitt böl verður þá —
bráðum sólin mjer skín,
bráðum sorgin mjer dvín.
B. J.