Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1931, Blaðsíða 6

Bjarmi - 15.02.1931, Blaðsíða 6
30 BJ ARMI Frh. frá bls. 28. bók Gunnars Benediktssonar, sem hann hefir gefið nafnió Æfisaga Jesú frá Naza- ret. Sannleikui-inn er þá orðinn œrið svip.brigðagjarn, ef hann er bæði í bók þessari og guóspjöllunum, ásamt þeim bókum, sem skrifaðar hafa verið af hlýju til Jesú Krists og lotningu fyrir honum. Og ekki mun það talin óþarfa eftirsjá eft- ir einhverjum hjegóma, að mjer sárnar til- raun höfundar til að svifta mig og aðra óhamingjusama lesendur bókarinnar trúnni á Jesúm Krist, sem opinberun Guðs«. Nýlunda, og hún verulega góó, er að sjá í bókinni sjerstaka grein er heitir »Safn- aðafrjettir«. Er þar sagt ýmislegt um kirkjumál nokkurra safnaða, er eftirtekt má vekja, og er vonandi aó lengri verði sá frjettabálkur næsta ár. Pví að það er ekkert vafamál, að slíkar frjettir eru til hvatningar og leiðbeiningar að ýmsu leyti. Bjarma væri og mjög kært að fá slíkar frjettagreinar. ------■»><*><•■---- Leiðrjetting-. Pví miður voru nokkrar prent- villur I kvæðinu »Á gamlaárskvöld« í 1. tölubl. h. á. Er því a»,nað erindið og síðari hluti þess 4. endurprentaður. Feitara letur á orðunum sem leiðrjett eru. Með sín hátíðaiiöld, með sinn gleðskap og gjöld, með sín gæfu og framfaraspor, með sín ljettkveðnu ljóð, meö sinn andríka óð og sitt Alþingis hátiðar vor. Með sitt þrotlausa þras og sitt margskonar mas, og sinn mislita stjórnmálalýð. Með sinn dugnað og dáð, sina reynslu og ráð, og sitt rangláta innbyrbis strib. Síðari hluti 4. erindis: ó, að hjarta og hönd vildu binda hjer bönd yfir bræðralag, kærleik og trú. Pá er vegiirlnn vís, þá úr roðanum rís hin rjettlagða mannvinabrú. Ávarp. í fyrra barst Bjarma brjef og »ávarp ti! Al- þingishátiðarinnar« frá einum vina sinna í Cana- da, er verið hefir »baslari« (þ. e. einbúi) í 15 ár. Þótt ávarpið væri ekki lesið á Lögbergi, birt- ir Bjarmi nú kafla úr þyí og brjefinu. Hvort- tveggja sýnir meðal annars hvert hugur landa vorra vestra leitar i einveru og á alvörustund- um. Einbúinn skrifar: »Þú hefir, þrátt fyrir alt, sent mjer blessaóan Bjarmann fram til næstu stund- ar. Hjartans þökk, jeg má ekki án hans vera, og el þá von að mjer auönist að g.iöra upp við þig áóur en lýkur síöustu sporum. Formáli ofurlítill: Það var hjerna um jólin í vetur. Jeg var aleinn sem fyr (15 ár). En heyrðu: jeg er ekki sakamdð- ur fyrir mönnum. Tómlegt var - fanst mjer. Jeg vissi af skógarhöggsmönnum -- Ungverjum hálfa mílu hjerna fyrir vestan. Heldur en ekki neitt, datt mjer í hug aó skjótast þangað. Til erindis greip jeg meó mjer nýjan mjólkurdropa að færa þeim á stórhátíðinni. Þegar þangað kom, sást enginn maóurinn; allir á burt. Svo búinn rölti jeg heim. Engan mann sá jeg jóladaginn .. alla hátíðina — . Dálítil bót í máii samt: Um kvöldið 1 myrkri, þegar eimlestin rann hjá, gall hún við hátt, áóur en hún skaust yfir »krossinguna«, fjórð- ung mílu frá. Ö, sei, sei. Jeg var svo sem ekki eina mannvera .hnattarins, skildi jeg þá glöggt. Þó jólin væru döpur, var hugurinn hress og næsta rogginn, flaug víóa um; stanzaði aðeins þar og þar. Þing- völlur við öxará varð glæsilegasti viökomu- staóurinn, enda dvalið þar stundarkorn, eða á meðan mjer datt í hug, að senda þangaö kveöjuávarp ....« Kaflar úr ávarpinu: ísland! Sæl og blessuð, elsku mamma! íslendingar! Sæl og blessuð elsku þjóóin mín! Ó Guð, heilagi faðir! Blessaðu þennan

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.