Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.1931, Síða 5

Bjarmi - 01.04.1931, Síða 5
BJARMI 53 unni og- ætlast sjálfar til að hún sje próf- steinn þeirra. Margt í þeim er beinlínis tekið úr ritningunni. Hjálpræðisráðstafan- ir Guðs í og með Kristi, kenningar hans og áminningar og kenningar postulanna um hjálpræóisveginn eða líf sannkristins manns. Alt þetta eru grundvallaratriði, sem aðgreina kristindóm frá öðrum trúar- brögðum og er óhreyfanlegt í augum þeirra manna, er trúa ritningunni. En jafnframt eru í játningunum marg- ar útskýringar guðfræðinganna, er sömdu þær, og þær eru að sumu leyti tímabundn- ar eða miðaðar við þau vandamál ytri og innri, sem þá voru á dagskrá, bæði til varnar frábrugðnum skoðunum, er þá voru uppi, og til leiðbeiningar leikmönnum þeirra tíma. Nýir tímar, ólík þjóðfjelagsskipun og breytt umhverfi skapa ný vandamál. og því leyfi jeg mjer að telja slík atriði hreyfanleg atriði, sem þá voru ómissandi samvinnugrundvöllur, en skifta minna máli nú. Postullega trúarjátningin er að því leyti alveg frábrugóin yngri trúarjátningum, aó hún ein flytur engar guðfræðileg- ar útskýringar, þar sem t. d. Ágsborgar- játningin flytur mikið af þeim, og þær aðallega samdar til að marka afstöðu evangeliskrar kirkju gagnvart rómversk- kaþólskri kirkju. En jafnframt flytur hún skýrt og' ákveðið þau grundvallarsannindi evangeliskrar trúar, aó mennirnir geti ekki rjettlætst fyrir Guði af eig'in kröft- um, verðskuldun eða verkum, heldur rjett- lætist þeir án verðskuldunar vegna Krists af trúnni. Jeg get ekki betur sjeð, en að þeir, sem hafna því meginatriði, eigi ekki heima í evangel. lúth. kirkju. Mönnum þykir eðli- legt og sjálfsagt, að þeir leikmenn sem t. d. hafna barnaskírn eóa sunnudagstielgi gang'i úr lúth. kirkjufjelagi og skipi sjer í flokk með skoðanabræórum sínum, — og' jeg býst við, að ef einhver prestur þjóð- kirkju vorrar neitaði aó skíra börn og' vildi ekki messa nema á laugardögum, að honum væri fljótlega skipað að fara, ef hann fyndi ekki hvöt til þess hjá sjálfum sjer — og þó er höfnun barnaskírnar og sunnudagshelgi smámunir í samanburói við að hafna hjálpræði Jesú Krists og telja hann ekki annað en góðan sjðameist- ara eða jafnvel upphlaupsmann. Prestar vorir lofa að prjedika Guðs orð hreint og ómengað svo sem það er að finna í hinum spámannlegu og postullegu ritum og í anda vorrar evangelisku lútersku kirkju. — Og sá »andi« er allra síst af- neitun Krists eða verkarjettlætisstefna, sem telur litlu skifta hvort menn trúa nokkru eða engu. Prestar taka þetta starf að sjer ótil- kvaddir og er heldur ekki freistað með háum launum, og jeg á undur erfitt meó að telja það vott um glög'ga dómgreind, er þeir, fáeinir, láta svo sem leikrnenn rnuni bera meira traust til boðskapar þeirra, ef þeir sýni í orói og verki að trú þeirra sje alt önnur en lútersk trú, og' það sje þröng- sýni og-'ofstæki eitt að ætlast til að kirkju- stjórn skifti sjer nokkra vitund af því hvað þeir boði söfnuðunum. - Hvað halda menn að dæmt yrði um launaða boðbera annara fjelaga í því efni? Segj- um t. d. að jafnaðarrirannaflokkurinn sendi fulltrúa út unr land til að útbreiða sína stefnu, en sumir þeirra færu að hall- mæla jafnaðarstefnu á ýmsar lundir, en efla fylgi annara ólíkra stjórnnrálaflokka? Skyldu margir treysta þeim betur fyrir það eða ámæla flokksstjórninni, þótt hún hætti alveg að launa þeim slík störf. Övinir jafnðarstefnu mundu ef til vill glotta og þykja slíkt vel farið, en virðmg- in yrði alstaðar lítil fyrir slíkunr boðber- unr og' traustið ekkert. Mjer virðist ekkert undarleg't, Jrótt nrörgum kirkjuvinum þyki hörmulegt, ef kirkjunni nrá sýna þann ódrengskap og kæruleysi óátalið, sem ófært þykir að

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.