Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.04.1931, Side 12

Bjarmi - 01.04.1931, Side 12
60 B J A R M I Mig minnir aó hann færi þá meó þess- ar stökur, sem prentaóar eru í Ljóómæl- um hans frá 1925: Jeg vil lifa, jeg vil deyja, Jesús minn, í trúnni á þig. Hvað sem ýmsir aðrir segja, aldrei skal það villa m.ig. Ljós á mlnum lífsins vegi láttu vera orðið þitt. Pó mig synda þjáning beygi, þjer vil jeg gefa hjarta mitt. Sra Guðlaugur var fæddur í Syðri-Skógum í Kolbeinsstaðahrepp 20. apríl 1853. Foreldrar har.s voru hjónin Guðm. Gíslason og Guðrún Guð- mundsdóttir, er lengi bjuggu í Skógum. Efna- leysi olli að skólanám gat hann ekki byrjað fyr en 1879 og tók guðfræðispróf 1887, 34 ára gam- all. Sama ár kvongaðist hann Margrjetu dóttur sr. Jónasar Guðmundssonar á Staðarhrauni. Er ekki ofsögum af því sagt, að hún reyndist hon- um góður förunautur jafnt í bliðu og striðu — til hinstu stundar hans. Hann gjörðist aðstoðarprestur tengdaföður sins 1888, þjónaði Skarðsþingum í Dalasýslu 1892 til 1908 og Stað í Steingrímsfirði frá 1908 til 1921. Var þá sjón hans svo biluð, að hann varð að segja af sjer prestsskap, og fluttust þau hjónin þá hingað til Reykjavíkur með 7 börnum sínum. 5 voru áður dáin, og er Jónas skáld Guðlaugsson þeirra kunnastur. Hann andaðist 29 ára gamali í Danmörku árið 1916, og var sú dánarfregn þung fyrir foreldra hans, sem eðlilegt var. En sr. Guðlaugur bar bæði þá raun og að;ar, og þá sjerstaklega 8 ára myrkur, með karlmensku og trúarjireki. Banamein hans var krabbamei.n í hálsi, og talaði hann um það með fullri hug- prýði, er fundum bar saman. Hann andaðist 9. mars s.l. S. Á. Gíslason. ------»><-><«—■----- Til kristnlboðs: ónefnd 4 kr., H. B. 6 kr., S. B. Skálanesi 7 kr., J>. Þ. s. st. 2,50, N. N. 5,50, N. N. Skaftaf.s. 20 kr., N. N, Vestm.e, 20 kr„ Kristniboðsfjelað Hafnarfiði kr. 288,75, Trúboðs- fjelag á Vatnsleysuströnd kr. 49,95, 11 ára stldka s. st. gaf og safnaði 5 kr. eftir lestur Barnaræð- unnar í Bjarma 4. tbl. þ. á. Prestlaunasjóður Straudarkirkju: N. N. við Eyjafjörð 50 kr., Kona ísaí. 5 kr., ónafngr. 5 kr., St. G. 4 kr. í tíma og ótíma. iii. Vió erum á heimleió frá útstöóinni. — En hve sífeld samkomuhöld geta verió lýjandi! Ekki síst þegar árangurinn viró- ist lítill. eóa enginn En vió látum þó ekki hugfallast, því reynslan hefir margoft sannaó, aó árangurinn er aóeins ósýnileg- ur í bili. Og svo minnumst vió fyrirheitis- ins: aó oróió mun framkvæma þaó„ sem Guói vel líkar, og koma því til vegar, er hann fól því aó framkvæma. — Jes. 55, 10. -11. — Vió erum á heimleió og hröóum g'öng- unni, því ekki er alveg hættulaust að fara hjer um. I flestum þorpum, sem vió för- um fram hjá, eru virk shlióin lokuó um hábjartan daginn. Ennþá ríkur úr bruna- rústunum í Djá-ló. Vió sváfum ekki seinni part næturinnar fyrir hundgá og skot- drunum. Hjeóan eru ekki nema 4 km. til Djá-ló, stærsta þorpsins hjer í grend. Nú hafa ræningjarnir lagt þaó gjörsamlega í eyói á einni nóttu. Jeg geng vió hlióina á hjólbörunum, sem pjönkurnar mínar eru á. ökumaóur- inn er óvenjulega skrafhreyfinn, og eins og landar hans áhyggjulaus. Hjólbörurnar eru aleigan hans, arfur hans og óóal, óþrjótandi tekjulind. Á þessu feróalagi t. d. fær hann 75 aura á dag, en þaó hef- ir hann unnió sjer mest inn á einum degi. Talió berst eólilega aó samkomunum, sem hann hefir verió á tvo undanfarna daga. Er þaó í annaó skifti aó hann hefir heyrt Guós oró. »Hvernig stendur á aó svo margir höfóu bækur meó sjer í kirkjunni? spyr hann. »Ekki kann nú alt þetta fólk aó lesa?« »Jú, í kristnum söfnuóum kunna allir aó lesa. Tókstu ekki eftir aó margir tóku þátt í söngnum? Kristnir menn hafa söng- bók meó sjer á samkomurnar og ritning- una«.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.