Bjarmi - 01.04.1931, Qupperneq 13
BJARMI
61
»Þá yrðu ekki margir til aó ganga í
kristinn söfnuð hjá okkur. Af 300 manns
kunna tæplega 20 að lesa og draga til
stafs«.
Jeg segi honum að okkur yrði engin
vandræói úr því. Ef trúarhneigð vaknar
og fólk veróur heillað af Kristi, þá vill það
fyrir hvern mun læra að lesa og fá til-
sögn í kristnum fræðum.
ökumaóurinn stansar snögglega og' setur
börurnar frá sjer. Hann þrífur í hand-
legginn á mjer og segir meó ákafa: »Lá-
má-sög síra Ölafur, jeg held jeg kannist
við þetta. Jeg var á nokkrum kristilegum
samkomum í Nanyamg fyrir mörgum ár-
um. Þótt jeg reyndi til að hrista af mjer
áhrifin, þá hafa þó þessar samkomur ekki
lióió mjer úr minni. Þessar fáu leturmynd-
ir, sem jeg kann, hefi jeg lært hjá frænda
mínum. Hann er kristinn og kann orðið
ósköpin öll. Og nú langar mig afarmikió
til aó ganga á námskeið hjá ykkur«.
Jeg tók fremur dauf-t í það, enda fanst
mjer hann halda að artalverkefni okkar
væri að kenna fólki að lesa; eða fanst hon-
um það eitt eftirsóknarvert á kristniboðs-
stöðinni?
>>Til hvers er fyrir þig að fara að læra
aó lesa? Ekki hefirðu efni á að slá slöku
við aksturinn og fara að liggja yfir bók-
um?«
Ö, nei«, svarar hann, og er nú mjög al-
vörugefinn. »En jeg verð nú samt að læra
að lesa. Jeg má sjaldan vera aó, að fara
á samkomur. En kunni maöur að lesa, þá
er hægt aö lesa um þetta alt í biblíunni«.
»Hvað er það nú sjerstaklega, sem þig'
langar svo til að geta lesiö um í ritning-
unni?«
»Þetta, sem þið töluðuð um, þetta um
syndina og' um fyrirgefninguna. Það get
jeg ekki skilið hvernig maður losnar við
syndirnar þó aó maður biðji Guó að fyrir-
gefa sjer. En frændi minn breyttist þó
ákaflega mikió eftir aó hann varö krist-
inn. Hann losnaði við ópíumlöstinn, og
ekki hefir hann verið nærri eins vondur
við konuna; áður átti hann aldrei í friði
vió nábúana, en nú hefir þetta alt breytst«.
»Fanst þjer ef til vill aó ræðan um synd-
ina og um fyrirgefninguna ætti erindi til
þín?«
»Já, mjer fanst líka þú eiga við mig.
Jeg hefi fyrir löngu haft hugboð um, að
geróir manns fylg'du manni inn í eihfð-
ina. Konfúsíus talaði um »bá-ing«, endur-
gjald. En mjer hefir ekki verið ljóst fyr
en nú, hve mikið lig'gur á að losna við
syndabirðina. Hjelt jeg ekkert lægi á aö
hugsa um þaó fyr en rjett áður en maður
deyr«.
»Finst þjer ekki heimskulega seint að
ætla ekki að losa sig vió bresti sína fyr
en á grafarbakkanum?«
»Jú. En svo er þetta alveg óþolandi að
vera svo syndugur og' vondur, að maður
er hræddur vió Guð föður sinn á himnum,
og er glaöastur þær stundirnar sem mað-
ur hefir ekki nafn hans í huga sjer. —
Tvisvar hef jeg beðið Guð að fyrirgefa
mjer syndirnar. En jeg get ekki skiiið
hvernig jeg get losað mig við þær, hætt
að syndga, þó að Guð vildi fyrii'gefa mjer«.
Nú fór mjer loks að skiljast, að honum
var eitthvaó meira í hug, en að vilja læra
að lesa. Hann þarfnaðist leiöbeiningar í
sáluhjálparefnum. Trúhneigóin vanrækta
gjörir vart við sig, þorstinn eftir Guði.
»Þú hefir ekki öðlast fyrirgefninguna
ennþá; en syndafjöturinn fellur af okkur,
samstundis og við eignumst hana.
Einusinni gerði jeg á hluta vinar míns.
Það olli mjer síðar óbærilegs hugarangurs.
Loks varó jeg að segja honum frá þessu
afdráttarlaust, og bað jeg hann fyrirgefn-
ingar. Var þá eins og ljett væri af mjer
þungri byrði. Enda hafói jeg nú losnaö viö
þessa yfirtroðslu; þessi synd var skyndi-
lega horfin úr hjartanu, við mintumst
aldrei á hana framar. — Heldurðu nú að
jeg hafi átt hægt með að fara af stað