Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.04.1931, Page 14

Bjarmi - 01.04.1931, Page 14
62 BJARMI rjett á eftir og fremja sama ranglætiðV Paó var óhugsanlegt. Fyrirgefningin af- máir syndina, og skapar hjá okkur viób.jóö við öllu ranglæti«. Svo kvaddi jeg vin minn, ökumanninn. En til þess aö honum gæfist kostur á aö kynnast kristniboöanum í Chenping, bað jeg hann fyrir nafnspjald og kveöju. Og nú kvaö hann vera þar á námskeiði. Ölafur Ólafsson, kristniboói. Að trúa. Aö trúa er á knje aó krjúpa aó krossi frelsarans, og breióa báðar hendur mót blíóum faðmi hans. Aó trúa er aó sleppa trúnni á tæpan sjálfs síns mátt, og flýja í faóm hins eina, sem fulla bjó oss sátt. Aó trúa er frió að finna í fórninni lausnarans, og fara í einu og öllu aó orói náóar hans. Aó trúa er að treysta á Jesú, sem tók burt sekt og hel, að brosa blítt vió dauða og bera harm sinn vel. Að trúa er það að þakka, að þakka Drottins ráó, og margt þó gangi móti að muna, að alt er náó. Að trúa er þaó að taka í trausta Jesú mund, og láta hans ljós og anda sig leiöa alla stund. B. J. sneri á ísl. Sunnudagaskólaping' fyrir Noróurálfuþjóóir veróur haldió 1 Búdapest á Ungverjalandi 11. til 16. ágúst í sumar. Veraldarsamband sunnu- dagaskóla gengst fyrir þessu þingi og sjer um margbreytt ræöuhöld viðvíkjandi kristilegu starfi meðal barna. Dagskráin er þegar samin og má nefna t. d. þessi umræðuatriöi: »Skipun kennarans: — Farió! — Kenn- ió«. Kenslubók kennarans: Biblían«. »Aóferð kennarans«. »Boóskapur kennar- ans«. »Kristnir borgarar á morgunc. »Sunnudagskólinn og kirkjan«, o. f., o. fl. Framkvæmdarstjóri sunnudagaskóla- deildar Noróurálfu heitir James Kellv og býr í Bothwellgötu 70 í Glasgow, gefur hann allar frekari upplýsingar um fund- inn. Hefir hann falió mjer að geta þess aó mjög væri æskilegt að fulltrúar kæmu frá Islandi, svo aó ekkert Norðuráifuland færi á mis vió góð áhrif þingsins eða ljeti hjá líöa aó efla þau. Ungverjar eru gestrisnir mjög og veita fulltrúum slíkra þinga ýms hlunnindi, t. d. hálft fargjald og' ókeypis leiðsögn með öllum járnbrautarlestum innanlands. — Sömuleióis sjer móttökunefndin í Búdapest um ódýra og g'óóa gistingu handa þeim, sem óska, en þá verða menn að skrifa um þaó formanni nefndarinnar svo snemma, að brjefið sje komió til hans fyr- ir 11. júní. Áritun hans er: Mr. John Victor, I Somloi ut, Budapest, Hungary. Ætlast er til að sýning verði í sarnbandi vió fundinn, þar sem meóal annars sjeu sýndar myndir og bækur frá sunnudaga- skólum allra landa Norðurálfunnar; mætti senda þær til mfn, frá ísl. sunnudagaskól- um eða beint til fyrnefnds framkvæmdar- stjóra. — En leióinlegt væri aó þær vönt- uðu alveg. Loks má geta þess, að samkvæmt minni

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.