Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1931, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.09.1931, Blaðsíða 2
130 BJARMl Tömasár Sæmundsonar pröfasts á Breiöabólsstað. Tveggja ára gamall misti sra Þ. T. föður sinn, og fluttist þá með móður sinni til ættjarðar hennar, Danmerkur, og kom hann til Islands ekki framar, nema snögga ferð sumarið 1922. Námsmaður var hann ágætur, fjekk ágætis einkunn, eða því sem næst, við öll sín próf. Prestur var hann við »Klausturkirkjuna« í Hors- ens frá 1898 þangað til 1925, að hann fluttist til Vemmetofte á Sjálandi. Er það lítið en vellaun- aö embætti, ætlað rithöfundum 1 prestastjett. Á stúdentsárum sínum tók hann að rita að stað- aldri um málefni Suður-Jóta, og varð síöar trú- fastur starfsmaður bæði hjá »Flensborg Avis« og fleiri blöðum þar syðra, þrátt fyrir annríki í fjölmennum söfnuði. Skáld var hann gott, eins og Passíusálma-þýðing hans sýnir. Mun hann hafa haft í smíðum þýðingar af fleiri íslenskum sálmum. Lohse gaf út ýmsar bækur hans, t. d. ljóðabækurnar: Mellem Bedeslag (3 kr.) og Kors og Krone (1,50) og smásögurnar: Daggry (2 kr.) og Lönlig iblandt os. D. I. Kirkesag gaf 'út: Is- lands Kirke og den danske Menighed (1 kr.), og auk þess sá Þ. T. um útgáfu og ritaði viðbætur við ýmsar bækur þessa fjelags. Sra Þórður var í sumarbústað sínum á Faney aö hvíla sig, og fjekk þá lungnabólgu, er varð honum að bana eftir fáa daga 22. ágúst síðastl. Guð gefi kirkju vorri fleiri slíka vini. Mynd af sra Þórði Tómassyni var í Bjarma 15. júní 1922 og 1. sept. 1929. Nathan Söderblom erkibiskup Svía andaðist 12. júlí í sumar. Var hann alment talinn síóustu tíu árin með fremstu mönnum eóa jafnvel fremsti maður lúterskrar kirkju um allan heim. I-Iann var fæddur 1866, byrjaði prestsskap hjá Svíum í París 1894, varó skömmusíðar háskólakennari, en varó erkibiskup 1914, Framan af skrifaði hann margar lærðar bækur um ýms trúmál, en snerist síðar alveg að framkvæmdasömu biskupsstarfi, bæói til eflingar kirkju Svía og kristninni um allan heim. Aðalforgöng'umaður var hann að almenna kirkjuþinginu í Stokk- hólmi og sýndi oft frábært víðsýni öórum kirkjudeildum, eins og þegar hann lánaði alþjóðaþingi baptista stærstu dómkirkju Svíþjóóar til fundarhalda. Friðarverðlaun fjekk hann úr Nobelssjóði og ótal heiðurs- merki erlendra háskóla, og þegar andláts- fregn hans barst út, mintust aðalleiðtogar flestra kirkna um allah heim hans meó þakklæti og söknuði. 1 minningarræðu í dómkirkjunni í Upp- sölum, 15. júlí s.l., sagði sr Anderberg svo frá síðustu stundum biskupsins: Þegar klukkurnar hringdu til síðdegis- guðsþjónustu á sunnudaginn var, stóóum vjer við sjúkrabeð hans. Oss duldist ekki aó hann leió miklar þrautir en engar stun- ur eóa kvartanir bárust frá vörum hans. Hitt sáum vjer: óskiljanlegt sálarþrek og þrótt andans yfir líkamsþrautum. Hann tók að tala um hvað dýrðlegt væri að vera þjónn Drottins og þakkaði Guði, að sjer hefói veitst náð til aó vera prestur í sænsku kirkjunni. Ritningarorðin, sem hann minti oss þá á, virtust oss vera skilnaðarkveðja hans- til starfsbræðranna, en þau voru þessi: »Ekki drottnum vjer yfir trú yðar, heldur erum vjer samverkamenn aó gleði yðar«. Hann benti oss á hve sú köllun væri háleit, að vera samverkamenn að gleði með- bræðra vorra, og bað svo innilega og með öruggu trausti á þessa leið: »Lar mig min dag fullánda, Ditt namn, o Gud, till pris, Och tro vad helst má hánda — Att du ár god och vis. Du várdas hos mig vara I allt mitt levnadslopp Oeh nár jag hán skal fara Tag sjálen til Dig opp«. Að svo mæltu kvaddi hann oss alla meó handabandi og mælti hvatningar og þakk- arorðum við hvern einstakan um leið. Voru þau þrungin af ástúð hins rúmgóða og kær- leiksríka hjarta hans. Það var heilög stund við eilífðar hlið, fjarri sorg og kvíða jarðlífsins. »Biðjið með mjer Faðir vor«, mælti hann

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.