Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1931, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.09.1931, Blaðsíða 8
136 BJARMI Bækur. Andlegir sálnnar og kvœöi Hallgríms Pjeturssonar, 12. útgáfa, kostnaóarmaóur Guðmundur Gunnlaugsson. 328 bls. »IIal]grímskver« var kært liónum kyn- slóóum, og enn kann sumt gamalt fc'lk furðu margt úr því, og enginn getur full- Hakkað þá »kunnáttu«, begar sjónin bilar og fólk býr í kyrþey að endurminningum sínum. — Því mióur hefir unga kynslóðin nú lítið tóm og minna aöhald við hann lær- dóm, en óskandi væri að þessi nýja útgáfa af Hallgrímskveri eignaðist marga nýja vini. Hún er vönduð og af kærleika gerð. Þaó eru nú 74 ár síðan 11. útg. Hallgríms- kvers var prentuó, en áóur komu út 10 á 102 árum. Fyrsta útg. frá 1755. — Það væri óskandi að 19. öldin sæi fleiri útgáfur bókarinnar en bessa einu. Kaupió, lesiö, lærið ljóð vors besta trúarskálds. Skeljar I. og II., barnasögur og ljóð meó myndum eftir Sigurbjörn Sveinsson. Höf- undurinn er svo góðkunnur börnum Is- lands, að þessar nýútkomnu bækur hans fá vafalaust skjóta útbreióslu. Fremst er fag- ur söngur um Vestmannaeyjar, og er síð- asta erindió á þessa leið: Yridislega eyjan mín, ó, hve þú ert morgunfögur! Líti jeg til lands mjer skín ljcámafögur jöklasýn, sveipar glóbjart geislalín grund og dranga, sker og ögur. Yndislega eyjan mín, ó, hve þú ert morgunfögur! Það er ekki undarlegt, þótt Vestmanney- ingar syngi slíkan söng við hátíóahöld sín á sumrin. I’iá Al|>iiifci. 2 frumvörp kirkjumálanefndar náðu samþykki siðasta Alþingis, með nokkrum breytingum annað þeirra, en bœði þó til stórra bóta. Annað þeirra var um hýsingu >i prestssctr- um, en hitt um embættiskostnað presta og auka- verk þeirra. Slðarnefndu lögin hljóða svo: 1. gr. - Sóknarprestar fá greiddsn ferða- og skrifstofukostnað embættis sins, með 500 eða 700 krónum hver, og fer upphæðin eftir stærð presta- kalla, erfiðleikum og kostnaði við þjónustu þeirra. Ráðherra ákveður, að fengnum tillögum bisk- ups, fyrirfram til 5 ára í senn, embættiskostnað hvers prestakalls. Upphæðin greiðist síðan prest- inum mánaðarlega á sama hátt og embættislaun. 2. gr. — ltáðuneytið leggur sóknarprestinum til löggiltar embættisbækur, svo og eyðublöð undir lögboðnar skýrslur og embættisvottorð. 3. gr. Fyrir aukaverk ber prestum þóknun eftir gjaldskrá, er ráðuneytið setur til 10 ára í senn. 4. gr. -— Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1932. Frá þeim degi er úr gildi numin kgsbr. 11. des. 1812 og tilskipun 27. ján. 1847, að því leyti er hún fer í bága við lög þessi. Frumvarp var flutt að tilhlutun sóknarnefndar Reykjavíkur um að væntanleg ný kirkja eða kirkjur í Rvík fengju full sóknarkirkjurjettindi, en það kom aldrei úr nefnd. Prestsekkjur, 38 að tölu, eru á fjárlögunum, en smátt er þeim skamtað og af handahófi. Ein fær 500 kr., 15 fá 300 kr. og hinar allar minna. 132 kr. er lægst, eða 11 kr. á mánuöi, og sú næsta 135 kr. og 37 aura til viðbótar! Vonandi færir næsta Alþing allar préstsekkjur upp I 300 kr. Ríkissjóð dregui’ það ekki að neinu, en fátæka ekkju munar um að fá 25 kr. í stað 11 kr. á mán- uði eða með dýrtíðaruppbót 35 kr. i stað 15 kr. og 40 aura. Fáeinar þessar ekkjur fá úr ríkissjóði meðgjöf með börnum sínum, það er hvorki meira nje minna en 100 kr. með hverju á ári. Er varla svo aumt sveitarfjelag að meðgjöfin hjá því sje ekki hærri en þetta. Eru því fáar ekkjur ver komn- ar efnaiega en fátækar prestsekkjur með börn- um í ómegð. ------—- Otgefandi: Slgurbjörn A, Gíslason. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.