Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.1931, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.09.1931, Blaðsíða 1
XXV. árg. 1. séptember 1931. 17. tbl. Sra Pórður Tómasson. 7. des. 1871 — 22. ágúst 1931. Það eru 30 ár síðan jeg sá hann fyrst. Hann var þá prestur í Horsens í Dan- mörku, en jeg kom þangað á landsfund K. F. U. M og K., sem var svo fjölmennur, að allir dáðust að gestrisni Horsensbúa og nágranna þeirra, sem hýstu ókeypis um 1700 manns í 3 eða 4 daga. Kaupmanns- fjölskyldan, sem hýsti mig og fimm aðra fundarmenn, sagði mjer frá sra Þórði og taldi hann »Mode-Præst« Horsensbúa, alt »fína fólkið« vildi helst hlusta á hann. Jeg kom heim til hans og leist vel á alla fjöl- skylduna, 2 broshýrar smámeyjar, og pabbi þeirra og mamma einstaklega fyrirmann- leg. Ekkert kyntist jeg þó sra Þórði í það skifti. Átta árum síðar kom jeg þar aftur. Þá var skugginn mikli kominn yfir heim- ilið, konan hans ástúðlega komin á geð- veikrahæli, og engin von um bata. Enginn sá það ókunnugur, að húsbóndinn bæri svo þunga hjartasorg, en mjer virtist hann hafa vaxið og dáðist að hinu mikla starfs- þreki hans út á við og alhliða umhyggju fyrir heimilinu. Upp fr.á því kom jeg til hans í hvert sinn, sem jeg kom til Norðurlanda, og' síð- ast er jeg fór utan 1928 vorum við hjónin nokkra daga á heimili hans í Vemmetofte, svo að jeg þekti hann vel bæði heima og heiman. Jeg hygg að kirkja Islands hafi engan skilningsbetri vin átt í Danmörku en hann. Blaðið »Dansk-Islandsk-Kirkesag«, sem hann sá um að mestu leyti, sýnir það. Hann var íslenskur í föðurætt og danskur í móð- urætt, og unni báðum þjóðunum, sem eðli- legt var; en eins og hann getur um í síð- asta hefti fyrrnefnds blaðs, stefndi starf hans fjarri öllum stjórnmálum að því einu að efla viðkynni milli kirkna þessara landa og- forða kirkju vorri frá einangrun. - Þau Ingibjörg Ölafsson og sra Haukur Gíslason eru nú eftir í ritstjórn blaðsins og- verður hlutverk þeirra ekki auðvelt einp og sakir standa. Sjálandsbiskup er að vísu formaður samnefnds fjelags, en jeg sje ekki hver getur fylt sæti sra Þórðar. Ræktarsemi hans við kirkju vora dró mig fyrst að honum, en vænst þótti mjer um að kynnast einörðum áhuga hans við safnaðarstörf og órjúfandi trygð við veika konu. Hann var ekki að hugsa um lög- skilnað, þótt geðveiki hennar væri ólækn- andi. Og við kvöldbænir heima hjá sjer heyrði jeg hann biðja fyrir henni daglega eftir 20 ára veikindi. Sra Pórður Tómasson var fæddur á Akureyri 7. des. 1871. Pórður læknir faðir hans var sonur

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.