Bjarmi - 15.02.1932, Page 5
BJAEMI
29
Sunnudagaskól ar.
Eftir því, sem jeg hefi komist næst, er
sunnudagaskóli eða barnaguðsþjónustur
að staðaldri á vegum þjóðkirkjunnar á
þessum 9 stöðum: Reykjavík, Hafnarfirði,
Akranesi, Borgarnesi, Eskif'rði, Grindavík,
Höfnum, Sandi og Vestmannaeyjum,
starfsfólk þeirra er um 70 og börnin urn
1920. Samkvæmt skýrslu, frá yfirmanni
Hjálpræðishersins hjerlendis eru sunnu-
dagaskólar hans á Akureyri, Glerárþorpi,
Hafnarfirði, Hnífsdal, Isafirði, Seyðisf'rði,
Siglufirði og Reykjavík. Börnin eru 600
og starfsmennirnir 35. Sjónarhæðarsöín-
uður hefir ennfremur 1 sunnudagaskóla
með 132 börnum og 7 starfsmönnum. Telst
þannig til, að á öllu landinu sjeu 18 sunnu-
dagaskólar með 2650 börnum og 112 siarfs-
mönnum.
Af því að ritstj. er oft beðinn um skýrsl-
ur um þetta, sem annað sjálfboðastarf,
vær' mikilsvert að fá, leiðrjett, ef nokkuð
er hjer ofhermt eða vanhermt. og best
væri að alíir leiðtogarnir sendu Bjarma
stutta skýrslu um sjálfboðastarfið árlega.
1 þetta sinn vantar mig nokkrar tölur
barna og' starfsmanna við barnaguðsþjón-
usturnai- sumstaðar, og hefi því áætlað þá
tölu. —
Síðustu vikuna í júlí í sumar verður al-
þjóðaþing sunnudagaskólanna haldið suð-
u,r í Brasilíu, í borginni Rio de Jane'ro.
Mun það vera í fyrsta sinn, sem slíkt evan-
geliskt alþjóðaþing er háð í Suður-Ameríku
»þar sem alþýða er illa kaþólsk en fnenta-
menn flestir trúlausir«, að því er ferða-
menn segja.
Er búist við miklu fjölmenni á þingið,
og ætla sumir leiðtogarnir í fyrirlestra- og
pi’jedikanaferðir um Suður-Ameríku á
undan og eftir. Áhersla er á það lögð, aö
fá fulltrúa frá öllum löndum, þar sem
sunnudagaskólar eru, og verður vafalaust
farið frá öllum Norðurlöndum — nema
Tslandi.
Sýning verður í sambandi við þingið, og
er óskað eftir sýnishorni af öllum ritum
og sálmabókum sunnudagaskólanna, og
sömuleiðis myndir af starfsfólki og börn-
um. Þeir, sem vilja senda eitthvað slíkt,
ættu að koma því til mín fljótlega.
Þótt ekki væri annað, þá gætu myndir
hjeðan sýnt sýningargestum að »hvítir
menn« byggja Island, en um það mun Suð-
ur-Ameríkumönnum vera lítt kunnugt.
S. Á. Gíslason.
Eftirmæli.
Helga Sæmundsdóttir var fædd 19. des.
1856 að Presthólum í Núpasveit í Norður-
Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar, Sæ-
mundur Sigurðsson og Kristín Sigurðar-
dóttir, voru, þar þá vinnuhjú, en fluttu
þaðan á næsta ári að Valþjófsstöðum í
sömu sveit, og voru þar í húsmensku nokk-
ur ár, og fluttu síðan að Hrauntanga í
sömu sveit og bjuggu þar allmörg ár, og
þar mun Sæmundur hafa dáið, en Kristín
bjó þar ekkja í mörg ár. Ölst Helga upp
með foreldrum sínum, og móður sinni, eft-
ir að hún varð ekkja, en fór svo í vinnu-
mensku1 stuttu eftir fermingu, og dvaldi
lengst á Sigurðarstöðum, hjá Magnúsi