Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.02.1932, Qupperneq 8

Bjarmi - 15.02.1932, Qupperneq 8
32 BJARMI bónda Rafnssyni, er þar bjó þá, en síðan fór hún á Valþjófsstaði, og var þar í tvö ár, en árið 1882 fór hún að Leirhöfn, oi>' giftist Kristjáni Þorgrímssyni, sem þar bjó þá ekkjumaður með börnurn sínum. Þau Kristján og Helga áttu 6 sonu: Jóhann, Kristinn, Sæmund, Sigurð, Guðmund og Ilelga; eru fjórir þeirra á lífi, en tveir dánir, Jóhann, ættfræðingur, dó úr Spönskuveikinni 1918 í Reykjavík, Guð- mundur dó úr tæringu 1929. Kristján Þorgrímsson dó 14. maí 1896. Bjó þá Helga áfram með sonu sína sex i ómegð í Leirhöfn, og kom þeim öllum upp aðstoðarlaust, og græddist mjög efni, eft- ir að þeir fóru að komast upp, enda er jörðin góð bújörð, og fleytti fjölda fjár. Bjó Helga í Leirhöfn með sonum sínum öllum, nerna Jóhanni, sem fór til Reykja- víkur 1903, og dvaldi þar þar til hann dó, sem fyr segir, til áysins 1919, þá skifti hún jörð'nni og eignum með sonum sínum og hætti að búa, en þeir tóku við búrekstri þar og búa þar enn. Helga dvaldi hjá þeim sonum sínum við allgóða heilsu, og sístarfandi, þar til seint á árinu 1930, að hún veiktist af slagi, og varð máttlaus önnur höndin, svo að hún lá rúmföst þann vetur, en komst þó á fæt- ur með vorinu, og var nokkuð hress, þar t'l í ágúst síðastl., að hún fjekk aftur slag, sem leiddi hana til dauða eftri þriggja vikna legu. Hún dó 28. ágúst s.l. Var jarð- sett að Snartastöðum 8. septbr., að viö- stöddu miklu fjölmenni. Framanritað er eftir nákunnugan, en ritstj. getur bætt þessu við: Helga heitin var prýðilega gefin og bók- hne'gð vel. Lærði dönsku tilsagnarlaust og útvegaði sér góðar bækur, erlendar sem innlendar. Kristinni trú unni hún af al- hug og reyndist Bjarma trúfastur vinur fráj fyrstu viðkynningu, og útbreiddi hann eftir föngum. Gestrisni og göfuglyndi voru heim'lisprýði í Leirhöfn, eins og t. d. gam- almennin, sem þar voru reynd.u. Guð blessi niðjum hennar og vinum ágætar minningar. S. Á. Gísloson. Hvaðanæva. Kaiiiicndur Hjarina I Vrstiirliclini eru vinsam- 'ega beðnir að greiða andvirði blaðsins til um- boðsmanns ]iess, mr. S. Sigurjónsson, 724 Beverly Str. Winnipeg, Man., og snúa sjer til hans með nöfn nýrra kaupenda og alt það, er að útbreiðslu blaðsins vestra áhrrerir, nema þeir fái blaðið hjá sjerstökum útsölumanni í sveit sinni. Jafnframt eru vinir Bjarma vestan hafs beðnir að minnasc þess, að nú þurfa þeir að vera samtaka, ef blaðið á að geta haldið áfram að vera útbreiddasta blað- ið frá fslandi vestan hafs. Gamlir vinir blaðsins hverfa yfir úthaf dauðans, og unga kynslóðin gleymir í ensku umhverfi að leggja rækt við »blað foreldra sinna«, nema hún sé mint á það hvað eftir annað. En reynslan sýnir bœði þar og hjer, að meiri hluti þeirra, sem fer að lesa blað- ið, vi 11 ekki missa það aftur. — Prestar Kirkju- fjelagsins og aðrir áhugamenn, sem telja Bjarma eiga erindi vestur, gætu gert blaðinu stórgreiða með því að láta ritstjórann vita um hverjir I ís- lenskum bygðum vildu útvega blaðinu kaupendur og verða umboðsmenn þess í þeim, þar sem engir eru nú. Þeir geta fengið fyrir ómakið ýms kristi- leg rit ísl. ókeypis hjá umboðsmanni blaðsins í Winnipeg eða beina leið hjeðan. Sjcr-lilkar. Margir, víða urn land, tala um hvaö œskilegt væri að sjer-bikarar væru notaðir við altarisgöngur, en lítið verður þó úr framkvæmd- um með að útvega sjer þá, líklega meðfram þess vegna, að fólk veit ekki hvar þeir fást. Pess vegna leyfir Bjarmi sjer að benda á, að sú versl- un í Kaupmannahöfn, sem öðrum fremur selur alls konar kirkjumuni, hefir jafnan gnægð at þeim og verðið þetta á sjer-bikurum hjá henni: úr gleri 1 kr. hver, úr silfruðu tini 3,60, úr »silf- urpletti« 4 6 kr. (4 tegundir), úr hreinu silfri 14-16 kr. (2 tegundir). Verðið talið 1 dönskum krónum og miðað við að nokkuð margir sjeu tekn- ir í einu. Verða sendir með póstkröfu, ef inn- flutningsleyfi fæst. Áritun: Dansk Paramental- handel, Gothersgade 115 A I., Köbenhavn. Útgefandi: S. Á. Gíslason. Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.