Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1932, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.07.1932, Blaðsíða 4
100 BJARMI mannúðarmálum, sem þingið hefði haft til meðferðar. Loks var reifað málið um prestafækk- un, sem í vetur komst á dagskrá með þjóð- inni með tillögu til þingsályktunar, sem borin var fram á Alþingi, og var eftir nokkrar umræður samþykt svohljóðandi tillaga með öllum greiddum "atkvæðum: »Prestastefnan mótmælir eindregið þingsályktunartillögu þeirri um presta- fækkun, er samþykt var á síðasta Alþingi og lætur jafnframt í ljósi undrun sína yfir því, að slík tillaga skuli koma fram, þar sem allir hjeraðsfundir og nálega allir söfnuðir og hreppsnefndir lan'dsins hafa árið 1929 sent kirkjumálanefnd eindregin mótmæli gegn fækkun presta.« Að þessari tillögu samþyktri, ávarpaði biskup fundarmenn nokkrum orðum út frá 2. Kor. 13, 11. 13. og lauk fundinum með bæn. Sagði hann síðan prestastefn- unni slitið. Kl. 8Í um kvöldið sátu synodusprestar kvöldboð heima hjá biskupi. Tillögur, sakþyktar á Land8[)ingi kvenna í júni 1932. 1. »Fundurinn felur stjörn K. í. að semja og prenta skýrsluform fyrir heimilisiðnað og senda Samböndum sem fyrst.«. 2. Tillögur sr. Ásmundar Guðmundssonar: 1. »Kvenfjelög styðji að barnavernd, með því að vinna að því, að í skólanefndir og barnaverndarnefndir verði kosnar þær kon- ur, sein hafa mestan áhuga á barnauppeldi og besta hæfileika og tækifæri til opinberra starfa á því sviði.« 2. »Kvenfjelögin taki þátt í fjársöfnun fyrir barnahæli, með prest- um landsins, aðstoði þá við við sölu merkja, fermingarspjalda og bóka, eða safni áskrif- endum að föstum ái-sgjöldum.« 3. »Kvenfje- lög beini tillögum og bendingum um barna- vernd og barnahæll til barnaheimilisnefnd- ar Pjóðkirkjunnar, sem mun taka þeim þakk- samlega og meta þær míkils.« 3. Iívenfjelagasamband fslands vill styðja barnahælisnefnd Pjóðkirkjunnar, með því, að gefa henni upplýsingar um heimili, viðs- vegar um land, sem gætu tekið að sjer börn til uppeldis.« 4. xFundurinn ályktar, að mótmæla harðlega þingsályktunartillögu þeirri, um undirbún- ing til laga um fækkun prestsembætta, sem samþykt var í Neðri-deild Alþingis, 3. maí 1932, þar sem telja má víst, að með slíku lagaákvæði glati þjóðin þeirri háleitu hug- sjón sinni, sem eina fremst allra hefir sam- einað hugi hennar, til þess að vinna að krist- indómsmálefnum.« 5. Kvenfjelagnsamband fslands skorar á barna- kennara og skólastjóra, sem ekki geta að- hylst kristindómsfræðslu í kenslustarfi sfnu, að hafa ekki barnakenslu og barnauppeldi fyrir aðra að lífsstarfi sínu.« 6. »Annað Landsþing kvenna biður fulltrúana að vinna að því, innan Sambandanna, að efla kristilega starfsemi meðal barna og unglinga og vinna að því, eftir getu, að hæfir menn starfi á þessum grundvelli í hverju hjeraði.« 7. Tillaga húsmæðrafræðslunefndar: »Annað Landsþing kvenna skorar á stjórn Búnaðar- fjelags íslands, að húíi afhendi nú þegar stjórn Kvenfjelagasamb. íslands hiö umrædda hús og lóð í Gróörarstöðinni í Reykjavlk til eignar og fullra umráða.« 8. Annað Landsþing kvenna felur stjórn K. f. að hjálpa kenslukonuefnum í húsmæðra- fræðslu til framhaldsmentunar, eftir því sem ástæður leyfa, til þess að þær geti orðið sem færastar í starfi sínu.« 9. »Kvenfjelagasamband fslands skorar á allnr konur fslands, að styðja að velgengni hús- mæðrasköla landsins.« 10. »Annað Landsþing kvenna samþykkir, að veita Sambandi austfirskra kvenna 300 kr. styrk, til þess að taka þátt í þeim kostnaði, sem af því leiðir, að hafa hjálparstúlku inn- an fjelagsdeildanna.« Samþ. með þeirri breytingu, að stjórn K. f. verði falið að á- kveða fjárhæðina. 11. »Kvenfjelagasamb. íslands ályktar, aö ganga ekki í neitt erlent kvenfjelagasamband, oð svo stöddu.« 12. Ályktun um erindi Stórstúkunnar: »Lands- þingið vísar málinu frá, sökum þess, að tími vinst ekki til að ræða það.«

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.